Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Page 19

Neytendablaðið - 01.12.1997, Page 19
Frumvarp til laga um þjónustukaup Ekki eru í gildi neinar laga- reglur um kaup á þjónustu, svo sem þegar menn skipta við rafvirkja, smið eða skósmið. Þörfin á lagareglum á þessu sviði er ekki síður mikilvæg en um vörur, því ágreiningsmál vegna kaupa á þjónustu eru mjög algeng. Þegar menn eiga viðskipti við seljendur þjón- ustu er það samningur þeirra á milli sem segir hvað er verið að kaupa, hvað þjónustan á að kosta og svo framvegis. Hins vegar er það mjög oft svo að samningar á þessu sviði eru óskýrir eða ófullkomnir eða þá að þeir hafa alls ekki verið gerðir. Deilumál leyst Neytendasamtökin hafa lagt á það áherslu að settar yrðu regl- ur sem gætu auðveldað mönn- um að leysa ágreiningsmál sem koma upp í þjónustuviðskipt- um. Nú hefur verið tekið undir þetta sjónarmið Neytendasam- takanna því af hálfu viðskipta- ráðuneytis hefur verið lagt fram frumvarp til laga um þjónustukaup sem tekur til þess þegar neytandi kaupir þjónustu af seljanda vegna vinnu við fasteignir og lausafé. Undir frumvarpið fellur því hvers- kyns viðgerðarþjónusta á lausafjármunum. Dæmi um slíka þjónustu eru bifreiðavið- gerðir og viðgerð pípulagn- ingamanns eða rafvirkja á heimilinu. I frumvarpinu er að finna leiðbeiningarreglur um það hvernig vinna skuli verk og hvað greiða skuli fyrir verk- ið ef ekki hefur verið samið um það. Þar er einnig gert ráð fyrir að seljandi verði að leiðbeina kaupanda um ákveðin atriði, til dæmis þegar verk verður um- fangsmeira en gert var ráð fyrir í byrjun eða ef ekki reynist hagkvæmt að vinna verkið. Einnig eru í frumvarpinu reglur um úrræði kaupanda ef verk er gallað eða það er ekki afhent á réttum tíma. Neytendasamtökin telja að ef lög um þjónustukaup verða samþykkt muni það bæta stöðu neytenda og gera viðskipti vegna kaupa á þjónustu mun öruggari en nú er. / kaupalögum er kveðið á um rétt þinn verðir þú fyrir því óláni að kaupa gallaða vöru. söluhlut sem er gallaður. Kvörtunarþjón- usta Neytendasamtakanna hefur orðið mjög vör við það vandamál að seljendur eiga í erfiðleikum með að gera við hluti sem þeir hafa selt en síðan reynst gallað- ir. Vandamál hafa einnig skapast vegna þess hvað viðgerðir hafa tekið langan txma og er dæmi um að seljandi hafx haft hlut til viðgerðar í níu mánuði. Neyt- endasamtökin telja því afar brýnt að sett- ar verði reglur um það hversu mörg tæk- ifæri seljendur hafa til þess að gera við söluhlut og hversu langan tíma þeir hafa til þess. Neytendasamtökin vilja að á þessu verði tekið í væntanlegum kaupa- lögum þannig að seljandi hafi aldrei heimild til að gera við hlut vegna sama galla oftar en tvisvar og að hann geri við hann án óeðlilegra tafa. Höfum stjórn á fjármálum fjölskyldunnar og færum heimilisbókhald Heimilisbókhald - lykillinn að bætt- um efnahag sem Neytendasamtökin hafa gefið út nýtist vel til þess. Fæst á skrif- stofum Neytenda- samtakanna og er verð til félagsmanna 225 kr. og til annarra 290 kr. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997 19

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.