Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 14.05.2012, Qupperneq 2
14. maí 2012 MÁNUDAGUR2 WASHINGTON, AP Harry Bretaprins var verðlaunaður fyrir góðgerða- starf sitt í þágu særðra hermanna í kvöldverðarboði í Washington. Þetta var fyrsta heimsókn Harrys til bandarísku höfuðborgarinnar. Hinn 27 ára Harry er þyrluflug- maður í breska hernum og starfaði í tíu vikur í Afganistan á árunum 2007 til 2008. Við athöfnina í Wash- ington sagði hann að margir karl- menn og konur úr hernum hefðu þurft að borga dýru verði fyrir að tryggja almenningi öryggi og standa vörð um frelsi hans. „Þau eiga það inni hjá okkur að við styðjum við bakið á þeim og fjöl- skyldum þeirra þegar þau eiga um sárt að binda. Vonandi öðlast þau á endanum vonina á nýjan leik og sjálfstraust til að blómstra,“ sagði prinsinn. „Fyrir þetta fólk hefst hinn raunverulegi bardagi eftir að byssurnar hafa þagnað.“ Colin Powell, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, veitti verðlaunin. Hann sló á létta strengi og sagði meðalaldur þeirra sem sækja þennan árlega kvöldverð hafa lækkað um 25 ár. „Jafn margar ungar og einhleypar konur hafa aldrei áður sótt kvöldverðinn.“ - fb Fékk viðurkenningu vegna góðgerðastarfs í þágu særðra hermanna: Harry Bretaprins verðlaunaður VERÐLAUNAÐUR Harry Bretaprins ásamt Colin Powell sem afhenti honum verðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BOSTON, AP Þrír stúdentar úr Boston-háskóla í Banda ríkjunum fórust og fimm til viðbótar slös uðust í bílslysi á Nýja Sjálandi á laugardaginn. Nemendurnir voru á ferðalagi í lítilli rútu skammt frá bænum Taupo þegar hún fór út af veginum og valt. Móðir eins háskólanemans sem fórst sagði í viðtali við Boston Globe að sonur hennar hefði verið duglegur að setja inn myndir á Facebook frá ævin- týrum sínum á Nýja Sjálandi, þar á meðal teygju stökki á afmælis- degi sínum. Prófum lauk í Boston-háskóla á föstudaginn en enginn áhugi var fyrir hátíðar- höldum vegna harmleiksins. - fb Harmleikur á Nýja Sjálandi: Þrír stúdentar fórust í bílslysi MINNINGARATHÖFN Nemendur í Boston minntust látinna samnemenda sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MADRÍD, AP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, varði í gær niðurskurðaraðgerðir ríkis- stjórnarinnar en þeim er ætlað að rétta við slæmt efnahagsástand landsins. Á laugardaginn flykktust tugir þúsunda Spánverja út á götur og mótmæltu aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Rajoy sagði aðgerðirnar nauðsynlegar vegna slæms ástands efnahags landsins, þar á meðal mikils atvinnuleysis sem mælist næstum 25 pró- sent. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur og þess vegna verðum við að taka erfiðar ákvarðanir. Við erum að gera hluti sem voru ekki nefndir í kosningaherferð okkar en við verðum að framkvæma þá,“ sagði hann. Tugir þúsunda Spánverja flykktust á göturnar á laugardaginn í tilefni þess að eitt ár er liðið síðan Indignant-hreyfingin var stofnuð. Hún varð til þess að margar aðrar mótmælagöngur voru haldnar gegn stjórnvöldum um allan heim. Sam- kvæmt spænsku lögreglunni mótmæltu 72 þúsund manns í landinu, þar af 30 þúsund í Barselóna og 22 þúsund í Madríd. Átján mótmælendur voru handteknir í gær. Að auki slösuðust tveir lögreglumenn í Madrid þegar þeir reyndu að rýma stórt almenningstorg í borginni. - fb Tugir þúsunda flykktust á götur Spánar til að mótmæla ríkisstjórninni: Rajoy varði niðurskurð Spánar LEIDDUR Í BURTU Mótmælandi leiddur í burtu af lögreglunni í Madríd á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Unnar, eru þetta góð samtök? „Þetta eru fyrst og fremst skemmti- leg samtök.“ Unnar Jón Kristjánsson er meðlimur bif- hjólasamtakanna Postularnir sem stunda góðgerðarstarfsemi. KOSNINGAR Ari Trausti Guð- mundsson hefur lokið við söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð sitt. Framboð hans sendi frá sér fréttatilkynningu um þetta í gær. Ari Trausti og stuðnings- menn hans fóru meðal annars í Grímsey á föstudagskvöld, þar sem nokkrar af síðustu undir- skriftunum á meðmælalista hans fengust. Hann átti fund með Grímseyingum þá um kvöldið. Framboðsfrestur rennur út 25. maí næstkomandi. - þeb Lauk undirskriftasöfnun: Ari Trausti búinn að safna FLOGIÐ Í GRÍMSEY Ari Trausti flaug í Grímsey á föstudag á lítilli tveggja hreyfla vél. STJÓRNMÁL Bæjarstjórnarmeiri- hlutinn í Garði er fallinn, eftir að Kolfinna Snæbjörg Magnús- dóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, tilkynnti að hún hygðist ganga til liðs við minnihlutann. Kolfinna sagði við fréttastofu RÚV í gær að ágreiningsefnin hefðu verið mörg og alvarleg. Hún nefndi sérstaklega málefni grunnskólans í Garði. Myndaður hefur verið nýr meirihluti N- og L-lista ásamt Kolfinnu. Til stendur jafnframt að ráða nýjan bæjarstjóra, en Ásmundi Friðrikssyni núver- andi bæjarstjóra verður sagt upp störfum á fundi á miðvikudag. - þeb Bæjarstjórinn látinn fara: Meirihlutinn fallinn í Garði SLYS Maður sem veiktist í Esju- hlíðum í gærdag var látinn við komuna á bráðamóttöku Land- spítalans. Maðurinn hafði veikst skyndi- lega. Björgunarsveitir og sjúkra- flutningamenn voru kölluð á stað- inn rétt eftir hádegi í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð til, en varð frá að hverfa vegna veðurs. Maðurinn var flutt- ur á bráðamóttöku Landspítalans en var látinn við komuna þangað. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. - þeb Björgunarsveitir kallaðar til: Lést á göngu í Esjuhlíðum LÖGREGLUMÁL Maður var stunginn með hnífi á Laugavegi rétt eftir sjö á laugardagskvöld. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en ekki hafa fengist nánari upp- lýsingar um meiðsl hans. Árásar- mannsins var enn leitað í gær. Lögreglan sinnti fleiri verk- efnum af svipuðum meiði á laugardagskvöld. Maður ógnaði fólki með hnífi á veitingahúsi við Laugaveg, en starfsmaður skarst í lófa við að afvopna hann. Þá var stúlka skorin í andlitið á skemmti- stað við Bankastræti. - sh Nóg að gera hjá lögreglunni: Hnífar á lofti í miðborginni SPURNING DAGSINS VIÐSKIPTI Það kemur ekki til greina að hleypa kaupauka- kerfinu í bönkunum af stað aftur í þeirri mynd sem það var fyrir hrun segir Steingrímur J. Sig- fússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra. Hann segir áform um kaupauka- kerfi í Lands- bankanum til komin vegna óska kröfuhafa. Eins og fram kom í Markað- inum, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku munu starfsmenn Landsbankans eignast allt að tveggja prósenta hlut í bankanum þegar lokaupp- gjör fer fram milli bankans og þrotabús gamla Landsbankans í lok þessa árs. Með þessu er ætlunin að byggja upp kaupauka- kerfi, en hluturinn er um fjögurra milljarða króna virði. „Það kemur ekki til greina að hleypa þessu kaupaukakerfi af stað í þeim anda sem það var, enda stendur það ekki til,“ segir Steingrímur. Hann segir búið að taka fyrir að stjórnendum bankanna verði greiddir risa- bónusar tengdir skammtíma- gróða, svo sú hætta verði aftur til staðar að stjórnendurnir reyni að skrúfa afkomuna upp milli árs- fjórðunga vegna bónusa. Hann segir að um það hafi samist við kröfuhafa gamla Landsbankans að starfsmenn nýja bankans fengju að njóta þess með kaupaukum ef vel gengi. „Þeir voru raunar með miklu meiri kröfur í þeim efnum sem við féllumst ekki á. Að endingu náðist saman á þessum nótum, að allir starfsmenn bankans gætu fengið vissa hlutdeild í því þegar til uppgjörsins kemur milli nýja og gamla bankans,“ segir Stein- grímur. Steingrímur vísar til þess að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi sett reglur um kaupauka þar sem þeim eru settar verulegar skorður, og bankarnir verði að sjálfsögðu að fara eftir þeim reglum. „Ég er persónulega ekki mikill aðdáandi kaupauka eða bónusa yfir höfuð og deili ekki þeirri hugmyndafræði að þeir þurfi að vera,“ segir Steingrímur. „Að því marki sem það er þarf að setja um það mjög stífar reglur og koma í veg fyrir að vitleysan frá því fyrir hrunið geti tekið sig upp á nýjan leik. Það verður séð til þess,“ segir Steingrímur. Í eigendastefnu ríkisins er kveð- ið á um hófsemi í launa málum hjá bönkunum, og bankanum ber að starfa í þeim anda, segir Stein- grímur. brjann@frettabladid.is Bónusar eins og fyrir hrun ekki á dagskrá Nýtt kaupaukakerfi sem verið er að þróa í Landsbankanum er til komið vegna óska kröfuhafa segir ráðherra. FME hefur sett kaupaukum í fjármálafyrirtækj- um miklar skorður. Kveðið er á um hófsemd í launakjörum í stefnu ríkisins. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON KAUPAUKAR Setja þarf mjög stífar reglur til að koma í veg fyrir að „vitleysan“ með bónusa fyrir stjórnendur bankanna verði endurtekin segir Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Það kemur ekki til greina að hleypa þessu kaupaukakerfi af stað í þeim anda sem það var, enda stendur það ekki til. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.