Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 10
14. maí 2012 MÁNUDAGUR10 Enn setjast þjóðir heims- ins að samningaborði um aðgerðir í umhverfis málum í Brasilíu. Ekki er mikil bjartsýni gagnvart útkom- unni, en ráðstefnan hefst í júní. Ríó+20 ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna verður sett í Brasilíu 20. júní. Þar verður enn einn ganginn reynt að ná samkomulagi um viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þeirri stað- reynd að loftslag fer hlýnandi af mannavöldum. Nafn ráð stefnunnar vísar í það að 20 ár eru liðin síðan Ríó-ráðstefnan var haldin. Þar var kallað eftir alþjóðlegum samningi um samdrátt í útblæstri gróður- húsalofttegunda og hann leit dagsins ljós með Kyoto-bókuninni. Hún er nú runnin úr gildi. Enn ein ráðstefnan Og hvernig er svo staðan? Tja, í stuttu máli sagt: útblástur gróður- húsalofttegunda hefur aukist um 38 prósent frá ráðstefnunni í Ríó 1992. Ýmsu er þar um að kenna. Sum ríki, eins og Bandaríkin, hafa einfaldlega ekki verið til- búin í samdrátt, því það þýðir, að þeirra mati, lok u n verk- smiðja og töpuð störf. Þá hafa þró- unarríki bent á þá staðreynd að hlýnun l oftslags sé ekki þeim að kenna. Iðn ríkin hafi mengað andrúmsloftið óhikað í yfir 200 ár og náð þannig efna- hagslegu forskoti. Nú eigi að meina þróunarríkjunum að efla efnahag sinn. Lagaleg binding Heiko Warnken, sem starfar hjá því ráðuneyti Þýskalands sem sér um efnahagslega samvinnu og þróun, segir viðhorf almennings litað af því hve ferlið er þungt í vöfum. Fyrir fólki sé Ríó+20 aðeins enn ein umhverfisráð- stefnan sem ekkert kemur út úr. Warnken segir að Ríó-ráð- stefnan árið 1992 hafi verið gríðar- lega mikilvæg og þrátt fyrir allt líti út fyrir að markmið hennar náist. Gallinn við hana hafi verið að engar lagalegar skuld bindingar hafi fylgt hinum háleitu mark- miðum. Síðan þá hefur umræðan fyrst og fremst snúist um að koma slíkum bindingum á. Nú er uppi hugmynd um að koma á sjálfbærnimarkmiðum (e. Sustai- nable Development Goals), ekki ósvipað Þúsaldarmark miðunum (e. Millennium Development Goals). Evrópusambandið styður þá leið og Warnken vonast eftir að sú verði niðurstaðan, en það mundi binda hendur ríkja heims frekar til að sinna málaflokknum. Öflugir andstæðingar séu þó gegn því, ekki síst Bandaríkin. „Það er ekki hægt að fókusa aðeins á gróða og ætla svo að bjarga umhverfismálunum síðar. Við þekkjum þá leið og fyrir utan þau slæmu áhrif á umhverfið sem hún hefur í för með sér er hún gríðarlega kostnaðarsöm.“ Síðasti séns Ljóst er að væntingar til ráð- stefnunnar eru ekki miklar. Til að mynda hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnt að hún hyggist ekki mæta, og líklegt þykir að Francoise Hollande, for- seti Frakklands, fylgi í fótspor hennar. Þá þykja engar líkur á því að Obama Bandaríkjafor- seti samþykki nokkrar binding- ar fyrir Bandaríkin svo skömmu fyrir kosningar þar í landi og því er viðvera hans ólíkleg. Ekki virðist mikið tilefni til bjartsýni um að náist að semja um stóra áfanga í Ríó. Í dag hefst í Bonn fundur aðildarríkjanna þar sem reyna á til þrautar að ná samkomulagi. Fulltrúanna bíður erfitt verkefni; af þeim rúmlega 200 atriðum sem semja skal um hefur 21 verið sam- þykkt. Fyrstu drög loka skjalsins voru skýr og klár á 17 blað síðum. Einstakar kröfur ólíkra ríkja fóru þá að hrúgast inn og skjalið bólgnaði út í 250 blað síður en er nú komið niður í 170 blaðsíður. Viðræðurnar í Bonn skipta því miklu fyrir útkomuna. Engu að síður er litið á ráð- stefnuna sem enn einn áfangann á langri leið. Aðildarríkin hittast í desember í Doha á Indlandi og meiri bjartsýni ríkir gagnvart þeirri ráðstefnu. Ulrich Keller, talsmaður Þýska demókrata- flokksins í umhverfismálum, telur mun líklegra að samkomulag náist þar en í Ríó, sem hann hefur raunar ekki mikla trú á. „Það er nauðsynlegt að um 90 prósent útkomu ráðstefnunnar verði ákveðin fyrirfram. Það eru engar líkur á að svo verði nú,“ segir Keller. Hann bendir einnig á að nokkuð vanti upp á að ríki upp- fylli fyrri loforð sín í loftslags- málum. Keller er þó bjartsýnn á að Ríó geti undirbúið jarðveginn fyrir ráðstefnu sem verður í Doha í desember. FRÉTTASKÝRING: Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna – Ríó+20 Lenovo Ultraslim Plus Þráðlaust lyklaborð og mús Nú 8.720 kr. Áður 10.900 kr. 2,4 GHz þráðlaus tækni Íslenskir stafir Nettur nanó-sendir Þriggja hnappa mús með skrunhjóli 20 ár Betri lausnir í 1992-2012 Nýherji býður 20% afslátt af völdum vörum í tilefni af 20 ára afmæli sínu. Vikuna 14. – 20. maí bjóðum við afslátt af völdum Lenovo búnaði. Komdu við í verslun Nýherja Borgartúni, Akureyri eða á netverslun.is. Tilboðið gildir 14. maí – 20. maí. Lenovo Edge 91z Sambyggð tölva og skjár Nú 159.920 kr. Áður 199.900 kr. Intel Core i5 2400S 2,5 GHz 21,5" skjár og 500 GB diskur Þráðlaust lyklaborð og mús Þriggja ára ábyrgð Intel Core i5 2450M 2,5–3,1 GHz 14“ skjár og 500 GB diskur Aðeins 2,2 kg Þriggja ára ábyrgð Afmælistilboð: 20% afsláttur af Lenovo búnaði Lenovo ThinkPad T420i Nú 159.120 kr. Áður 198.900 kr. LIÐSAUKI Á LÆKKUÐU VERÐI Reynt til þrautar að semja fyrir Ríó FORSETAFRAMBJÓÐANDI Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 38% síðan Bill Clinton, þá forsetaframbjóðandi, ávarpaði ráðstefnuna árið 1992. NORDICPHOTOS/AFP HEIKO WARNKEN Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Þrátt fyrir að ekki hafi allt það uppfyllst sem stefnt var að í Ríó árið 1992 hefur þó ýmislegt gerst. Það er orðin viðurkennd staðreynd að gjörðir mannsins hafi haft áhrif á hlýnun loftslags, þrátt fyrir að örfáar efasemdar- raddir heyrist enn. Þá náðist árangur með Kyoto-bókuninni, en hún er nú útrunnin. Helsti árangur hennar er kerfið sem hún byggir á. Það er til staðar vilji menn nota það; infrastrúktúrinn, skuldbindingarnar, gagnsæið, aðkoma allra. „Það þarf einfaldlega raunverulega pólitískan vilja og til þess að hann náist þarf þrýsting almennings. Það er gríðarlega mikilvægt,“ segir Warnken. Nokkur árangur hefur náðst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.