Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 6
14. maí 2012 MÁNUDAGUR6 Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 24. maí nk., kl. 16.00, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Dagskrá 1. Fundarsetning 2. Almenn ársfundarstörf 3. Kynning á viðbrögðum sjóðsins við athugasemdum í skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða 4. Önnur mál löglega upp borin Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Reykjavík, 2. maí 2012 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á heimasíðu sjóðsins, lifeyrir.is Ársskýrslu og dagskrá fundarins má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á lifeyrir.is Borgartún 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 52 28 0 ÁRSFUNDUR FRÉTTASKÝRING: Forseti Íslands hellir sér í kosningabaráttu Forseti Íslands telur að kvótafrumvörp ríkis- stjórnarinnar eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu taka ekki illa í það. Ólafur Ragnar Grímsson hóf kosninga- baráttu sína í gær með harðri gagnrýni á meðfram- bjóðanda sinn, stjórnvöld og fjölmiðla. Barátta Ólafs Ragnars Gríms- sonar fyrir endurkjöri til embættis forseta Íslands hófst með hvelli í ítarlegu viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Samdægurs opnaði hann kosninga- skrifstofu sína að Laugavegi 88 og heimasíðuna Olafurogdorrit.is. Kvótinn stærsta mál þjóðarinnar Meðal þess sem fram kom í við- talinu við Sigurjón M. Egilsson var að Ólafur Ragnar telur fá mál eins vel til þess fallin að vera borin undir þjóðina í atkvæðagreiðslu og kvótamál. „Ég hef haft það sem grund- vallar reglu að lýsa ekki þeirri afstöðu, þegar frumvörp eru til meðferðar á Alþingi, hvað for- seti kynni að gera við þessar að- stæður. En hitt er alveg ljóst – og það er alveg í samræmi við mál- flutning forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnar- andstöðuflokkanna líka – að kvóta- málið er, orðrétt samkvæmt þeirra eigin ummælum, stærsta mál þjóðarinnar.“ Erfitt væri að hugsa sér mál sem væri eðlilegra að setja í þjóðar- atkvæðagreiðslu ef tiltekinn hluti þjóðarinnar krefðist þess og hann sæi ekki hvernig formenn stjórnar flokkanna gætu mögulega sett sig upp á móti slíkri ákvörðun forseta. Óhefðbundin yfirlýsing Fréttablaðið náði ekki tali af Stein- grími J. Sigfússyni sjávarútvegs- ráðherra í gær en í samtali við Ríkisútvarpið sagðist hann ekki fráhverfur því að kvótamálin yrðu borin undir þjóðina. „Ég kvíði því ekki. Ég held að það sé mikill áhugi hjá þjóðinni á að gera breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu,“ sagði Steingrímur. „En það er náttúrulega óhefð bundið ef forsetinn er farinn að boða fyrir fram að hann kunni að vísa þessum eða hinum málum sem eru í vinnslu í þjóðaratkvæði.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist jafn- framt vel geta séð fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu um kvótamálin. „Ég skildi þessi orð sem harða gagnrýni á þau frumvörp sem eru fram komin. Ég get vel skilið að hann sjái alvarleika málsins þegar fyrir liggur að stór hluti út- gerðarinnar gæti lent í greiðslu- þroti ef málið nær fram að ganga,“ segir Bjarni. Eitt allsherjar bíó Ólafur fór um víðan völl í við- talinu, og gagnrýndi meðal annars Þóru Arnórsdóttur, þann mótfram- bjóðanda hans sem til þessa hefur mælst með mest fylgi. Hann sagði að kosningabaráttu hennar væri stýrt af sama manni og gert hefði kvikmynd um kosn- ingabaráttuna fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar, og vísaði þar til Gauks Úlfarssonar leikstjóra. „Þetta finnst mér endurspegla ákveðna blindu í fjölmiðlum, að kannski sé þetta bara allt saman orðið svona eitt allsherjar bíó, for- setakosningarnar og umræðan í þjóðfélaginu og ákvarðanirnar.“ Þá gagnrýndi hann afstöðu Þóru til utanríkismála, og nefndi sem dæmi að Þóra hefði sagst munu halda afstöðu sinni í Evrópu- sambandsmálum leyndri fyrir þjóðinni. Jafnframt sagði hann alvarlegt að forsetaframbjóðandi lýsti því yfir að hann teldi það hlutverk forseta að fylgja utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. „Manneskja, sama hvort hún er ung eða gömul, sem segir það skyldu forsetans að styðja utanríkisstefnu ríkisins, hún sýnir afstöðu sem er fagnaðar- efni fyrir forsætisráðherra. Ég tel að þetta sé ekki sú tegund forseta sem þjóðin þarf á að halda núna.“ Jóhanna í herferð Forsetinn ræddi einnig um sam- band sitt við Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra og sagði hana og aðstoðarmann hennar – og raunar Steingrím J. Sigfússon einnig – hafa verið í herferð gegn sér eftir að hann ákvað að vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar í tvígang. „Eftir að ég tók ákvörðun um Icesave er ljóst að Jóhanna hefur aldrei fyrirgefið og hefur verið í ýmiss konar leiðöngrum gegn mér. Hún telur þetta vera dauðasök,“ sagði hann. Jóhanna hefði meðal annars talað gegn honum á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar og slík framganga væri líklega einsdæmi. „Og mér þykir þetta leitt, þetta stríð sem Jóhanna telur sig þurfa að vera í gegn mér.“ Þá ful lyrti hann að Jó hanna hefði róið öllum árum að því að finna mótfram- bjóðanda til höfuðs honum. Vísar öllu á bug Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki tjá sig um ásakanir forsetans í gær en sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem þeim er vísað á bug. „Forsætisráðherra mun ekki blanda sér í kosninga baráttu vegna væntanlegs kjörs til embættis forseta Íslands og mun því ekki bregðast við ummælum sem fram komu í útvarpsviðtali við forsetann í dag,“ segir í yfir- lýsingunni. „Mikilvægt er að sú barátta fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið að- greindum frá forsetakosningum. Hverjum og einum fram bjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum. Í samskiptum sínum við nú- verandi forseta hefur ríkisstjórn- in í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunar- hefðum. Er því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystu- manna hennar og núverandi for- seta.“ Kvótinn tilvalinn í þjóðaratkvæðagreiðslu ÓSÁTTUR VIÐ ÞÓRU Ólafur segir alvarlegt að fram komi forsetaframbjóðandi sem lýsi því yfir að forseti eigi að styðja utanríkis- stefnu sitjandi ríkisstjórnar, líkt og Þóra Arnórsdóttir hefur gert. „Ég tel að þetta sé ekki sú tegund forseta sem þjóðin þarf á að halda.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Forsetinn fór hörðum orðum um framgöngu fjölmiðla í viðtalinu, og beindi spjótum sínum sérstaklega að DV og Ríkisútvarpinu. Hann gagnrýndi fréttastofu RÚV harðlega fyrir það að leyfa Svavari Halldórssyni, eiginmanni forsetaframbjóðandans Þóru Arnórsdóttur, að vinna fréttir um forsetakosningarnar eftir að byrjað hefði verið að leggja grunninn að framboði Þóru. Ólafur Ragnar nefndi sérstaklega frétt Svavars um komandi kosningar sem birtist 20. mars síðastliðinn. Hann sagði að fréttin hefði verið „sérhönnuð og klippt frétt til að sá efasemdum í minn garð, skapa tortryggni út í mitt framboð. Þetta fékk hann að gera á sama tíma og þau höfðu samþykkt að fylgi hennar yrði mælt.“ Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, vísar gagn- rýni forsetans á bug. „Ólafur Ragnar Grímsson verður að fá að ráða því hvernig hann hagar baráttu sinni fyrir endurkjöri. Við höfum reynt að vanda okkur og vinna heiðarlega og ég hef ekki heyrt neinar rökstuddar ábendingar um annað.“ Forsetinn nefndi sérstaklega að umrædda frétt væri ekki að finna á sérstökum kosningavef Ríkisútvarpsins og gerði því skóna starfsfólk RÚV skammaðist sín fyrir hana og vildi þess vegna fela hana. Óðinn segir þetta ágæta ábendingu hjá Ólafi. Fréttin hafi aldrei verið á vefnum og því ekki farið á kosningavefinn en því hafi verið kippt í liðinn í gær. „Við höfum ekkert að fela í þessu – öðru nær. Þetta var mjög hlutlaus og yfirveguð frá- sögn. Ásakanir um að yfirmenn fréttastofunnar taki þátt í samsæri einhverra eru ekki svaraverðar.“ Ásakanir um samsæri ekki svaraverðar ÓÐINN JÓNSSON Stígur Helgason stigur@frettabladid.is BJARNI BENEDIKTSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna hefur aldrei fyrirgefið og hefur verið í ýmiss konar leið- öngrum gegn mér. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON FORSETI ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.