Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 44
14. maí 2012 MÁNUDAGUR20 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Sesselja Thorberg og Magnús Sævar Magnússon giftu sig fyrir sjö árum. Þau fara á stefnumót á hverju sunnu- dagskvöldi til að næra ástina. Þau halda upp á ástarafmælin, taka frá tíma hvort fyrir annað og passa sig á að láta ekki annir, vini, áhugamál eða börn skerða frátekinn hjónatíma. Þau vanda sig í hjú- skapnum og vita að það þarf að skipu- leggja ástar lífið vel til að það blómstri. Ári eftir hjónavígslu komu þau í viðtal og fengu uppherslu hjá prestinum. Það þarf að yfirfara hjúskapinn reglulega ekkert síður en bílinn! FIMM árum eftir giftingu endurnýjuðu þau svo hjúskaparheitin. Þau áttuðu sig á að þó hjónavígsluathöfn sé einstök er ekkert sem hindrar að fólk komi í kirkjuna aftur og jafnvel reglulega til að staðfesta hjúskaparheitin og treysta kær- leiksböndin. Eitt föstudags- hádegið, á fimm ára giftingar- afmælinu, gengu þau hátíðlega inn kirkjuganginn og fyrir altari. Á þeim helga stað sögðu þau já-in sín aftur og fannst það frábært. Þau eru búin að panta athöfn í september 2015. SAGA þessara hjóna er til eftir- breytni. Þeim þykir gaman að vera saman og töff að vera rómó. Þau kunna að rækta hjónaband sitt. Þeim þykir líka vænt um kirkjuna sína og vita, að hún stendur með þeim í lífinu. Sesselja lagði til að Neskirkja efndi til stefnu- mótakvölda. Svo var myndaður hópur til undirbúnings og kvöldið auglýst. Á björtu maíkvöldi fylltist safnaðarheimilið af fólki, sem vill næra það sem máli skiptir, elskuna og ástina. Og það var ekki skil- yrði að fólk væri í sambandi. Þrenn hjón miðluðu af reynslu sinni, sögðu sögur af sambandinu, hvað gengi og hvað ekki. Kertaljósin spegluðust í augum fólksins, hlátrarnir ómuðu og hendur laumuðust saman. Svo komu mörg þeirra aftur í kvöldguðsþjónustu nokkrum dögum seinna til að heyra ástarsögur Biblíunnar og njóta söngs og kyrrðar í kirkjunni. PRESTARNIR vígja fúslega eftir vel heppnuð stefnumót. Og svo opnar kirkjan faðm og hús gagnvart lífinu. „Þetta var frábært,“ sagði ein konan. Glaður karl sagði: „Þið verðið nú að gera þetta aftur, þetta gerir okkur svo gott“. Já, það er sjálfsagt að efna til stefnumóta í kirkjunni. Prestarnir taka hjón í upp- herslu. Svo er hægt að ganga upp að altarinu að nýju til að endurnýja hjúskap á ástarafmælinu. Það er eftirspurn eftir rómantík. Kirkjan leggur lífinu lið. Má bjóða þér á rómantískt stefnumót? Má bjóða þér á stefnumót? ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. plat, 6. kringum, 8. skordýr, 9. lík, 11. samanburðartenging, 12. bit, 14. grastoppur, 16. í röð, 17. nálægt, 18. fugl, 20. bókstafur, 21. frumeind. LÓÐRÉTT 1. erfið, 3. frá, 4. fugl, 5. bæn, 7. afsökun, 10. skammstöfun, 13. kelda, 15. felldi tár, 16. spíra, 19. svörð. LAUSN LÁRÉTT: 2. gabb, 6. um, 8. fló, 9. nár, 11. en, 12. glefs, 14. skegg, 16. áb, 17. nær, 18. lóm, 20. sé, 21. atóm. LÓÐRÉTT: 1. þung, 3. af, 4. blesgæs, 5. bón, 7. málsbót, 10. rek, 13. fen, 15. grét, 16. ála, 19. mó. Hverjum höldum við með? Þú veist að Ísland er ekki með? Ójá, það er móttekið kona! En við erum með nokkuð góða kandídata! Spánn! Bras- ilía! Svo ekki sé minnst á Bretland! Af hverju Bret- land? Við erum jafn ensk og kjúklinga- núðlur! Svona, svona! Við getum haldið með hverjum sem er! Bara ekki Ítalíu! Ekki? Þeir eru skít- ugir hundar sem kunna ekki fót- bolta heldur liggja hæfileikar þeirra á sviði leiklistar og hnífastungna! Trúðu mér! Ef Ítalía svindlar sér alla leið að gull- inu hætti ég að horfa á fótbolta! HÆTTI!! Og þarna fann ég liðið sem ég held með! Sjáðu leggina? Þeir eru rakaðir!! Forza! Forza! Ég er einn af þessum gaurum sem lendir í hlut- unum. Nei elskan, ég óttast ekki skuldbindingu! Og viltu sleppa höndinni minni?! Klikk! VÆÆÆÆÆÆÆÆÆL Hannes, þú færð ekki þessa klippingu! Þessi mynd er að minnsta kosti 40 ára gömul! Ég meina, hver er með svona klippingu í dag?? Meinarðu fyrir utan manninn fyrir aftan þig sem heldur á banvænum skærum? Suðurlandsbraut 22 • Sími 530 6500 • heimili.is Andri Sigurðsson sölufulltrúi og lögg. leigumiðlari Vesturhús - laus til afhendingar. Mjög falleg og vel skipulögð efri sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr með stórglæsilegu útsýni við Vesturhús í Grafarvogi. Þrjú svefnherbergi. Allar nánari upplýsingar veitir Andri í s 690 3111. Verð: 49,5 m. Tilboð óskast í jörðina Bjálmholt í Rangárþingi. 15238 - Bjálmholt í Rangárþingi ytra. Um er að ræða jörðina Bjálmholt í Rangárþingi, (án greiðslu- marks). Á jörðinni er 115,1m² íbúðarhús sem er kjallari, hæð og ris byggt úr steinsteypu og timbri árið 1930. Ræktað land er 37,3ha en heildarstærð jarðarinnar er u.þ.b. 180-200ha. Úti- hús eru: Fjárhús byggt 1964 stærð 95,4m², hlaða byggð 1964 stærð 50,4m², fjárhús byggt 1975 stærð 196,5m² , hlaða byggð 1964 stærð 170,0m², fjárhús byggt 1973 stærð 176,4m². Fasteignamat eignarinnar er kr.16.427.000,- og Brunabótamat kr.46.415.000,- samkv. Fasteignaskrá Íslands. Mannvirkin þarfnast töluverðra endurbóta. Jörðin er í um klukkustundar akstursfjarlægðar frá höfuðborgar- svæðinu. Einnig er stutt í þjónustu á Hellu og þá er jörðin í næsta nágrenni við Laugalandsskóla. Jörðin býður upp á ýmsa mögu- leika. Jörðin og húsakosturinn eru til sýnis í samráði við Pál Georg Sigurðsson í síma 865 6418 og Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboð skulu berast á þar til gerðum tilboðseyðublöðum fyrir kl.10.00 þann 29. maí 2012 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.