Fréttablaðið - 14.05.2012, Side 47

Fréttablaðið - 14.05.2012, Side 47
MÁNUDAGUR 14. maí 2012 23 Leikkonan Eva Mendes var gestur í spjallþætti Ellen Degeneres fyrr í vikunni og talaði þar í fyrsta sinn um samband sitt og Ryans Gosling. „Ég verð mjög meðvituð og óörugg þegar ég byrja að tala um þetta því ég vil vernda einka- líf mitt. Þetta er það dýrmætasta sem ég á og ég fer í vörn í hvert sinn sem ég er spurð út í þetta,“ sagði leikkonan. Mendes og Gosling kynntust við tökur á kvikmyndinni The Place Beyond the Pines þar sem þau leika einmitt kærustupar. Þau voru fyrst mynduð saman í fríi í París í nóvember á síðasta ári. Dýrmætt samband DÝRMÆTT SAM- BAND Eva Mendes ræddi samband sitt og Ryans Gosling í fyrsta sinn með Ellen Degeners. N O R D IC PH O TO S/ G ET TYÍrski leikarinn Michael Fassbender hefur búið í London undanfarin ár og vill síður flytjast búferlum til Los Angeles þrátt fyrir velgengni sína. Fassbender er fæddur í Þýska- landi og uppalinn á Írlandi en hefur búið sér heimili í London síðustu ár og vill ekki flytja þaðan burt. „Sumir segja að ég hafi ekki fengið rétta mynd af LA, en ég er hrifnari af lífinu í London. LA gerir fólk mjúkt, það gerir ekkert annað en að dreifa nafnspjöldum sínum. Í London er húmor sem ég samsama mig við, ég kann vel við almennings- garðana og hugarfar fólksins og ég hef gaman af því að ganga,“ sagði leikarinn í viðtali við breska Elle. Kýs London frekar en LA HRIFINN AF LONDON Michael Fass- bender vill heldur búa í London en Los Angeles. NORDICPHOTOS/GETTY Litabók er nefnist Colour Me Good, Kate Moss Coloring Book er nú fáanleg fyrir áhugasama tískuunnendur. Litabókin er ein- ungis fjórtán blaðsíður en líkt og nafnið gefur til kynna inni heldur hún aðeins myndir af bresku fyrir sætunni Kate Moss. Books with Style heitir útgáfan er stendur að baki litabókinni, sem þykir ekki við hæfi ungra barna. Tískuunnendur geta nú horfið aftur til barnæsku sinnar og varið kvöldum sínum í að vanda sig við að lita ekki út fyrir útlínur Kate Moss. Litaðu Moss LITAÐU MOSS Litabók með myndum af Kate Moss er nú fáanleg. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Jennifer Lopez og kærasti hennar, dansarinn Casper Smart, deila nú heimili Lopez við Hidden Hill í Los Angeles. Parið hefur verið saman í sex mánuði og virðist afskap- lega hamingjusamt. „Hann kemur fram við hana eins og drottningu. Allt snýst um Jennifer,“ sagði innanbúðar- maður í samtali við tímaritið People. Lopez er engu minna hrifin af Smart, ef marka má fréttir slúðurmiðla, og hefur parið þegar rætt barneignir. Lopez á fyrir tvíburana Max og Emme með fyrrum eiginmanni sínum, Marc Anthony. Flutt inn með Smart HAMINGJUSÖM Jennifer Lopez og kærasti hennar, Casper Smart, hafa rætt barneignir. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar þú semur við Íslandsbanka um að greiða niður yfirdráttinn lækkum við vextina. Þannig lækkar vaxtakostnaður svo um munar. Þetta er einhver besti sparnaður sem völ er á. Dæmi: Ef þú greiðir 360.000 kr. yfirdrátt niður um 15 þúsund kr. á mánuði í 24 mánuði þá sparar þú 51.023 kr. í vaxtakostnað.* Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. *Miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 11,8% (Gullvild) í 9,05% (þrepalækkun) skv. vaxtatöflu 1. maí. Lægri vaxtaprósenta skilar 10.312 kr. lækkun og lækkandi yfirdráttur 40.711 kr. – samtals 51.023 kr. Lægri vaxtakostnaður islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum betri stöðu Greiddu niður yfirdráttinn á aðeins 9,05% vöxtum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.