Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 99

Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 99
KYNNING − AUGLÝSING Umbúðir15. DESEMBER 2012 LAUGARDAGUR 3 Umbúðir og ráðgjöf er al-hliða umbúðafyrirtæki. „Við sérhæfum okkur þó í plasti og erum mest í sérfram- leiddri vöru þó við séum með ein- hverja lagervöru líka. Við þjónust- um fjölmörg matvælafyrirtæki og framleiðum mikið af sælgætis- og brauðumbúðum svo dæmi séu nefnd,“ segir Ottó Þormar, eig- andi fyrirtækisins. Það var stofn- að fyrir tólf árum en sjálfur hefur hann starfað innan umbúðageir- ans í 24 ár. „Umbúðir skipta sköpum í markaðssetningu allra matvæla og annars konar vöru. Þekking á umbúðum og eiginleikum þeirra er lykilatriði við hönnun og val þeirra. Það þarf að taka tillit til margra ólíkra þátta eins og að höfða til markhópa vörunnar og uppfylla þarfir um notagildi og geymslu. Við förum yfir alla þessa þætti með viðskiptavinum okkar,“ segir Ottó. En hvert er ferlið þegar fólk leit- ar til ykkar? Við förum yfir hvað það er sem viðkomandi vant- ar. Stundum er fólk með tilbúna hönnun en við höfum sömuleið- is hönnuði á okkar snærum. Þegar varan hefur verið samþykkt tekur framleiðslan tvær til sjö vikur.“ Starfsemin teygir anga sína til Færeyja og Grænlands og hefur gert nánast frá upphafi. „Þar erum við aðallega að þjónusta sjávar- útvegs- og verslunargeirann. Þá framleiðum við umbúðir utan um íslenskar sjávarafurðir bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Eins höfum við töluvert framleitt fyrir bændur. Má þar nefna rækt- unardúka fyrir skjólbeltaræktun, gataplast fyrir kartöf luræktun, gróðurhúsaplast, stæðuplast og net fyrir heyverkun, kornhettur og stórkassapoka fyrir kornrækt- endur og ýmislegt fleira. Fyrirtæk- ið framleiðir líka bréfpoka, kassa, ofna steinapoka og margt fleira. „Við getum því svarað óskum flestra enda mikilvægt að leggja ekki öll eggin í sömu körfuna ef það kemur niðursveifla á einum stað. Viðskiptavinir ganga um leið að yfirgripsmikilli þekkingu vísri og hafa úr miklu að velja.“ Yfirgripsmikil þekking tryggir gæði Umbúðir skipta sköpum í markaðssetningu fyrirtækja. Hjá Umbúðum og ráðgjöf starfar fólk með mikla reynslu og þar fást allar gerðir umbúða. Umbúðir og ráðgjöf var stofnað fyrir tólf árum en eigandinn Ottó Þormar hefur starfað innan umbúðageirans í 24 ár. Gesti Helgasyni skógar-höggsmanni fannst bens-ín orðið frekar dýrt og leit- aði því eftir vélum sem hentuðu Íslandi og gætu unnið metan úr skít eða öðru. „Ég fann engar slík- ar vélar, en datt niður á aðrar hjá fyrirtæki sem heitir Blest og er í Japan. Þær vélar endurvinna olíu úr plasti. Ég setti mig í sam- band við framleiðanda vélanna og heimsótti verksmiðjuna að lokum. Í framhaldinu fór ég svo að selja þær hér á landi. Þá er ég í sam- starfi við nokkra aðila og stefnum við á að setja upp endurvinnslu- verksmiðju frá Blest á Akureyri á næsta ári sem endurvinnur hey- baggaplast frá bændum. Áætluð framleiðslugeta er um 350 þúsund lítrar af olíu á ári til að byrja með,“ segir Gestur. Umhverfisvæn tækni Endurvinnslan fer þannig fram að plastið er hitað þar til það breyt- ist í gas sem svo er leitt í gegn- um leiðslur og kælt niður. Við það breytist það í olíu. „Olían er ekk- ert ósvipuð þeirri olíu sem kemur beint upp úr jörðinni. Hana er hægt að nota í allflesta brennara til húshitunar og fleira. Svo er líka hægt að vinna úr henni steinolíu, bensín eða dísilolíu og er hægt að fá vélar til þess hjá Blest. Endur- vinnsla á þennan máta mengar ekki og aðeins vatn og lítilsháttar af CO₂ sem gengur af.“ Heimilissorp verður að olíu Plasttegundirnar sem hægt er end- urvinna í olíu eru að sögn Gests pólýetýlen(PP) og polypropylene (PE). Samanlagt mynda þess- ar tegundir stærstan hluta af því plasti sem tilfellur á heimilum. „Þetta eru til dæmis jógúrt- dósir, tappar af gosflöskum, plast- og ruslapokar, matar- bakkar, rúllubagga- plast, umbúða- bönd, djúsbrús- ar, olíubrúsar, plastfilmur og ýmsir bílapartar og fleira.“ Þá er einnig hægt að vinna grunnefni sem notað er til plastvinnslu og í ýmsan iðnað úr polystyrene (PS). Vörur unnar úr PS-plasti eru til dæmis kassettur, geisladiskahulstur, einnota rakvél- ar, ýmsir matarbakka og fleira. Menntunar og fræðslugildi Vélarnar frá Blest eru til í ýmsum stærðum og alveg upp í heilar verksmiðjur. „Í Japan hafa vél- arnar verið notaðar í skóla, hjá áhugamannfélögum og hjá sveit- arfélögum, bæði sem rannsókn- ar- og kennslutæki í umhverfis- fræðum og sem endurvinnslutæki. Hér heima eru margir forvitnir og áhugasamir, þó aðallega þeir sem hrifnir eru af umhverfismál- um. Menn vaða samt ekk- ert í peningum, allra síst opinberir aðilar.“ Hægt er að kynna sér Blest-vélarnar nánar á w w w.jar- depli.com Plastrusl endur unnið í olíu Gestur Helgason fann fyrir tilviljun vélar sem endurvinna plast í olíu þegar hann leitaði að vélum til að framleiða metan. Til stendur að reisa verksmiðju á Akureyri á næsta ári sem endurvinnur heybaggaplast frá bændum. Áætluð framleiðslugeta er um það bil 350 þúsund lítrar af olíu á ári. Gestur hefur starfað sem skógarhöggsmaður. Honum blöskraði hátt eldsneytisverð sem leiddi til þess að hann fann Blest-vélarnar sem endurvinna olíu úr plasti. Beh-Desktop er minnsta vélin í línunni, hugsuð fyrir félagasamtök, skóla og rannsóknarstofur. Hún er á stærð við þvottavél og vegur um 50 kíló. BLEST VÉLARNAR Í HNOTSKURN Breyta úrgangsplasti í olíu sem nota má beint til brennslu hvers konar, svo sem húshitunar og sem eldsneyti á bíla og báta eftir frekari vinnslu. Þrír flokkar plasts eru nýtanlegir; PP, PE og PS. Plastið er hitað upp að vissu marki svo það leysist upp í gastegundir sem síðan er breytt í olíu með mismunandi hita og þrýstingi. Úr hverju kílói af plasti fæst um einn lítri af olíu. Orkuþörf til framleiðslunnar er ríflega 1 kw á hvert kíló af plasti. Framleiðslan mengar ekki og aðeins vatn og lítils háttar af CO₂ gengur af. Vélarnar eru fáanlegar í fjórum stærðum, sú minnsta framleiðir úr átta kílóum á sólarhring en sú stærsta 1200 kg. Olían úr vélunum er hrá og þarf að fullvinna ef á að nota á bílvélar. Blest framleiðir einnig vélar til þeirrar fullvinnslu, sem skila eftirfarandi meðal- tali: 15-20 prósent bensín, 20-30 prósent steinolía, 20-30 prósent dísilolía og restin er þykk olía eða heavy-oil. Fyrstu umbúðir sögunnar voru úr náttúrulegum efnivið. Þar má nefna reyrkörfur, viðarbox, leirpotta, vefnað, viðartunnur og ker- amikskálar og voru umbúðirnar mótaðar til að passa sem best utan um vöruna. Fyrst fréttist af pappírsumbúðum á markaði í Kaíró þegar pers- neskur sölumaður vafði grænmeti, kryddi og járnvörum inn í pappír fyrir viðskiptavini. Um aldamótin 1800 fór að bera á járn- og tindósum og einni öld seinna kom fram á sjónarsviðið bylgjupappi og pappaöskj- ur. Snemma á tuttugustu öld kom á markað glært sellófan, lok á flöskur og fleiri nútímalegri umbúðir sem stórbættu fæðuöryggi. Í kjölfarið var farið að fjöldaframleiða umbúðir um plasti og áli, sem stórbættu framleiðsluaðferðir. Ríkisháskólinn í Michigan var fyrstur háskóla til að bjóða há- skólagráðu í umbúðaverkfræði, 1952. Margar þekktustu uppfinningar í umbúðaiðnaði voru upphaf- lega þróaðar í hernaðartilgangi þegar flytja þurfti stríðstól, vist- ir og fatnað sem geyma þurfti lengi og fara um langan veg. Í kring- um 1941 var sett á sérstök reglugerð um umbúðir í hernaði eftir að Bandaríkjaher tapaði miklu vegna lélegra pökkunaraðferða og umbúða við hernám á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni. Ísland kemur við sögu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.