Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 18
Þ egar ríkisstjórn Samfylkingar-innar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs tók við voru boðaðar umfangsmiklar stjórkerfis- umbætur sem meðal annars fólust í róttækri endurskoðun á skipulagi og verkefnum í Stjórnarráði Íslands. Á kjörtímabilinu hefur ráðuneytunum verið fækkað úr tólf í átta og ný lög um Stjórnarráðið hafa verið samþykkt sem miða að því að bæta störf ráðuneyta og ríkisstjórnar og auka samstarf milli að- ila sem allir vinna saman að almanna- hag. Nú um mánaðamótin verða þrjú ný öflug ráðuneyti til í stað umhverfis- ráðuneytis, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Ráðuneytin eru atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efna- hagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Draga mátti þann lærdóm af skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis að þörf væri á að efla ráðuneytin. Ein leið að því marki var að stækka þau. Undir þetta var svo tekið í skýrslu starfshóps á vegum forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og einnig í skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Ríkisstjórninni var m.ö.o. ljóst hve þýðingar- mikið það var að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarráðinu og færa það í nútímalegra og hag- kvæmara horf. Án nokkurs vafa eru þetta umfangs- mestu breytingar sem Stjórnarráð Íslands hefur gengið í gengum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Með sameiningu iðnaðarráðuneytis og sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytis og tilflutningi verkefna frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti verður til stórt ráðuneyti atvinnuvega og nýsköp- unar þar sem aðkoma ríkisins að stærstu atvinnu- vegum þjóðarinnar og nýsköpun verður samræmd á einum stað til hagsbóta fyrir samfélagið. Þannig verður aukið jafnræði milli atvinnugreina og stjórn- sýsla varðandi þær skilvirk og einföld. Sameining leiðir til þess að á einum stað í stjórnkerfinu verður til heildarsýn yfir atvinnulífið og mun það auðvelda stjórnvöldum að bregðast við breytingum og þróun á atvinnuháttum landsmanna til framtíðar. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Með því að stofna nýtt umhverfis- og auðlindaráðu- neyti á grunni umhverfisráðuneytisins er lögð áhersla á aukið hlutverk þess varðandi sjálfbæra nýtingu auðlinda í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Ráðuneytið mun m.a. fá það hlutverk að setja viðmið um sjálfbærni sem ætlað er að tryggja ábyrga umgengni við náttúruna og allar auðlindir hennar. Ísland byggir afkomu sína meira á auðlindum náttúrunnar en margar þjóðir og auðlindirnar mynda grunn margra öflugustu atvinnugreina landsins. Það er því grundvallarþátt- ur í velferð samfélagsins að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt, svo unnt sé að tryggja varanlegan afrakstur af þeim og eðli- legan arð í sameiginlega sjóði. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Með stofnun fjármála- og efnahags- ráðuneytisins eru þau hagstjórnar- verkefni sem nú eru í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, þar með talin málefni Seðlabanka Íslands, sameinuð mikilvægu efnahagslegu hlutverki sem fjármálaráðuneytið hefur gegnt sem einn af helstu ábyrgðaraðilum hagstjórnar. Með þessari breytingu verður yfirstjórn þjóðarhags öll á einum stað í nýju fjármála- og efna- hagsráðuneyti. Með þessari breytingu er því stigið enn stærra skref en áður í átt að því að sameina efnahagsmál á einum stað innan Stjórnar- ráðsins og stjórnsýslunnar hér á landi. Þannig verða öll meginverkefni á sviði hagstjórnar, ríkis- fjármála, peningastefnu- og gjaldmiðlamála undir einum hatti innan Stjórnarráðs Íslands. Margvíslegur ávinningur Tækifærin sem felast í sameiningu ráðuneyta eru mikil en hafa verður í huga að nokkur tími getur liðið uns árangur kemur fyllilega í ljós. Tilgangurinn með breyttu vinnulagi innan Stjórnarráðsins er að auka sveigjanleika og fag- mennsku og tryggja faglega og hlutlausa stjórn- sýslu sem borgararnir geta treyst. Okkur er mikið í mun að jafnræði ríki við afgreiðslu mála og að geð- þótti ráði ekki för heldur fagmennska og skilvirkni. Stór liður í þessum breytingum fólst í endur- skipulagningu og stækkun ráðuneytanna sem nú er lokið. Frá og með 1. september 2012 verða ráðu- neyti í Stjórnarráði Íslands átta og hafa aukna burði og getu til þess að takast á við vandasöm verkefni. Við trúum því að með fækkun og stækkun ráðu- neytanna verði Stjórnarráðið öflugra og skilvirkara og skerpi betur og skýri verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Enda er það tilgangurinn. Þannig er lagt til að eðlislík verkefni verði færð saman með það fyrir augum að ná sem mestum samlegðar- áhrifum. Þetta á ágætlega við í atvinnuvegaráðu- neytinu þar sem meira jafnræði mun ríkja í fram- tíðinni milli mismunandi atvinnugreina. Með stækkun ráðuneyta verður þeim betur kleift að takast á við aukin og flóknari stjórnsýslu- viðfangsefni og auðveldara verður að tryggja til- hlýðilega formfestu við afgreiðslu mála. Sameining og stækkun ráðuneyta býður auk þess upp á aukna möguleika til sérhæfingar og aukið bolmagn til nýsköpunar og þróunarstarfs í opinberri stjórnsýslu. Dæmin sanna að þær stofnanir og ráðuneyti sem sameinuð hafa verið á undanförnum árum eru sveigjanlegri þegar kemur að því að takast á við erfiðleika eins og þá sem glímt er við í ríkisrekstri í dag. Með stærri og öflugri einingum er auðveldara að endurskipuleggja starfsemi, takast á við breyt- ingar og ná fram hagræðingu til lengri tíma. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Stjórnkerfisumbætur Stjórnarráð í þjónustu almennings Við trúum því að með fækkun og stækkun ráðuneyt- anna verði Stjórnarráðið öflugra og skilvirkara og skerpi betur og skýri verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Enda er það tilgangurinn. Fató - markaður í kjallara evu Laugavegi 26 FATÓ Hin vinsæli FATÓ markaður opnar aftur í dag kl. 13 með útsöluvörum. 50-60% afsl. af öllum vörum Merkjavörur frá: FATÓ markaður Rodalon sótthreinsun • Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði Endursölustaðir: Afreksvörur • BYKO • Femin.is • Fjarðarkaup • Lyfjaverslanir Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is 18 viðhorf Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.