Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 82
Hákon á þeytingi Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson vakti verðskuldaða athygli þegar hann hlaut BAFTA New Talent-verðlaunin í vor fyrir kvikmyndatöku myndar- innar No More Shall We Part. Hákon hefur undanfarið dvalið i Brussel en er í stuttu stoppi á Íslandi. Hann fær þó ekki frí frá tökuvélinni á meðan og grípur í verkefni með vinum sínum. Í lok september liggur leið hans til Parísar þar sem hann gengur frá fjórum myndum sem hann hefur tekið. Hann hefur því nóg að gera og segir BAFTA-verðlaunin ekki spilla fyrir en með þau upp á arminn gengur honum betur að fá fundi með framleiðendum. Straumur kvikmyndagerð- arfólks frá Hollywood hefur ekki farið fram hjá neinum á Íslandi í sumar og Hákon segir þetta ár vera það allra besta í þessum efnum hingað til og áhugi stórmógúlanna komi sér ákaflega vel fyrir tæknifólk í kvikmyndabransanum hér heima en hann hefur varla náð að hitta suma kunningja sína vegna anna hjá þeim. Segðu það með F réttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir situr ekki auðum höndum þótt hún sé nú í árs fæðingarorlofi frá starfi sínu á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Í september ætlar hún að vinna klukkustundar langan viðtals- þátt við Guðrúnu Bjarnadótt- ur sem var kjörin alheimsfeg- urðardrottning, fyrst íslenskra kvenna, árið 1963. Keppnin sem nú heitir Miss World nefndist Miss Internation- al í þá daga og eftir sigurinn tók við glæsilegur fyrirsætuferill hjá ungu stúlkunni frá íslenska sjávarplássinu Ytri-Njarðvík. Guðrún er sjötug í ár sem gefur Maríu Sigrúnu kjörið tilefni til þess að setjast niður með henni og fá hana til að líta um öxl og segja frá ævi sinni og störfum. Guðrún hefur búið erlendis alla tíð frá 1963 og er búsett í París. Hún sækir þó Ísland heim reglulega og er væntanleg til landsins og þá hefst vinna Maríu Sigrúnar við þáttinn fyrir alvöru. Þá stendur til að heimsækja Guðrúnu einnig til Parísar með tökuvélina. Þáttur Maríu Sigrúnar um fyrstu alheimsfegurðar- drottningu Íslendinga verður klukkustundar langur og verður sýndur í vetur. Íslenskir fjölmiðlar gáfu sigri Guðrúnar að sjálfsögðu gaum og frétt Morgunblaðsins þann 18. ágúst 1963 hófst með þessum orðum: „Í gær náði Mbl. tali af hinni nýkjörnu fegurðar- drottningu heimsins, Guðrúnu Bjarnadóttur, á hóteli hennar á Langasandi. Þá fyrst fengum við að vekja hana, en hún var reynd- ar aðeins búin að sofa nokkra klukkutíma eftir öll lætin, sem urðu í kringum hana, eftir að hún hafði orðið nr. 1 í þessari umfangsmestu fegurðarsam- keppni heimsins. Guðrún var ákaflega hlédræg, — hlátur, ofurlítið feimnislegur, var eina svarið við mörgum spurning um okkar. Hún kærir sig auðheyri- lega ekki mikið um að láta hafa ummæli eftir sér opinberlega, eða þá hún er ekki búin að átta sig á öllu þessu umstangi.“ -þþ  maría Sigrún ræðir við FyrStu alheimSFegurðardrottninguna Gerir þátt um Guðrúnu Bjarnadóttur í fæðingarorlofinu Tíminn lagði forsíðuna undir sigur Guðrúnar sunnudaginn 18. ágúst 1963. María Sigrún býr að reynslunni sem hún fékk þegar hún gerði- viðtalsþátt við göngugarpinn Reyni Pétur og heimildarmynd- um barnaþrælkun í Kambódíu.  eva lind og eyrún helga Klipptu FroSt Saman Kuldahrollur og spenna í klippiherberginu Vinkonurnar Eva Lind Höskuldsdóttir og Eyrún Helga Guðmundsdóttir eru óaðskiljanlegar. Þær vinna saman við kvikmyndaklippingar hjá Kukl og hafa nýlokið við spennutryllinn Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal. Myndin segir frá voveiflegum atburðum uppi á jökli og stelpurnar fengu spennuna og kuldann beint í æð. Þær æfa einnig fitness saman af miklu kappi og byrja vinnudaginn á hressilegri brennslu og mæta svo ofvirkar að klippitölvunum. É g væri til í að klippa eina svona mynd á ári,“ segir Eva Lind. „Maður fær ekki oft svona myndir og Frost var mjög skemmtilegt tilbreyting.“ Vinkonurnar eru því hæst ánægðar eftir að hafa tekið þátt í köldum og hrollvekjandi leiðangri Reynis Lyngdal upp á jökul þar sem óhugnanlegir atburðir gerast. Þær skiluðu sinni vinnu þó í hlýju og öryggi klippiherbergisins en fundu samt vel fyrir ógninni og kuldahrollinum. „Við urð- um alveg pínu hræddar þegar við fengum efnið fyrst,“ segir Eyrún Helga. „Við lásum ekki handritið og vissum þess vegna ekk- ert hvað var að gerast og þurftum að taka okkur pásur eftir sum atriðin til þess að róa okkur.“ „Við fengum endinn fyrst þannig að við vissum hvernig myndin endaði en höfðum ekki hugmynd um hvað var búið að gerast á undan og urðum stundum mjög spenntar og smeykar,“ segir Eva Lind. „Við erum orðnar alveg rólegar núna vegna þess að við erum búnar að sjá hana allt of oft og kunnum hana alveg utan að.“ „Það getur samt vel verið að við verðum hræddar þegar við sjáum myndina full- unna,“ segir Eyrún Helga. „Ég væri til í að fá fleiri svona myndir og ég held að við eigum alveg sögurnar, lands- lagið og allt sem þarf í svona spennuhryll- ing,“ segir Eva Lind og vísar í þjóðsögur og ríka draugatrú Íslendinga. „Við eigum svo flotta kvikmyndagerðarmenn hérna og leik- ara sem geta gert meira af svona drama og hryllingi. Mér líst vel á þetta og finnst Frost koma mjög sterkt inn.“ Eva Lind segir Reyni hafa fært þeim svo mikið af góðu efni og gullfallegum senum að þær hafi stundum verið með valkvíða við klippitölvurnar. „Það var úr svo miklu flottu að velja og þetta er líka allt svo ekta. Þau tóku þetta uppi á jökli í skítakulda og maður finnur fyrir vindinum og kuldanum og skynjar hrikalega náttúruna. Þeim þykir líka öllum svo vænt um myndina vegna þess að þau lögðu svo hart að sér við að gera hana.“ Vinkonurnar eru sammála um að vinnan með Reyni hafi verið sérlega ánægjuleg. „Það er mjög gaman að vinna með Reyni. Hann drepur engar hugmyndir. Hann gaf okkur líka mikið frelsi og það er mjög flott þegar svona mikið traust myndast á milli leikstjóra og klippara. Það er ekki sjálfgef- ið,“ segir Eva Lind. Kvikmyndaklipping virðist liggja ákaf- lega vel fyrir konum og nægir í því sam- bandi að benda á Valdísi Óskarsdóttur og Elísabetu Ronaldsdóttur sem eru klippar- ar á heimsmælikvarða og stelpurnar útiloka ekki að ef til vill búi konur yfir hæfileikum sem nýtast vel við þá þolinmæðisvinnu sem klippingar eru. „Það er rosalega mikil flokkun á efni fólgin í þessu og maður þarf að vera skipulagður og þolinmóður,“ segir Eva Lind. „Þetta er tímafrekt og þú verður í raun og veru að muna hverja einustu töku og geta fundið hana á augabragði,“ bætir Eyrún Helga við. „Það eru ekkert allir sem búa yfir skipulagsgáfu þótt þeir séu samt ágætis klipparar.“ Eyrún Helga og Eva Lind eru nánar vinkonur og æfa fitness saman fyrir utan auðvitað að vinna saman alla daga. „Við erum bestu vinkonur og gerum allt saman,“ segir Eva Lind. „Við mætum í brennslu á morgnana og förum svo í vinnuna. Við vinnum til sex og förum þá aftur á æfingu og erum búnar um klukkan níu þannig að við erum saman í svona tólf tíma á dag eða svo. Og þótt við æfum tvisvar á dag þá náum við samt að afkasta meiru en annars vegna þess að það er svo mikil orka í okkur. Við mætum hingað vel vaknaðar og erum ofvirkar fram eftir degi.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Það getur samt vel verið að við verðum hræddar þegar við sjáum myndina fullunna. „Ég kalla hana konuna mína,“ segir Eva Lind (til vinstri á myndinni). „Við erum algerar andstæður en samt alveg eins sem er mjög fyndið. Við erum með sömu áhugamálin en ég er kannski aðeins meiri prinsessa,“ segir Eva Lind og vinkonurnar hlæja í kór. Mynd/Hari Naktar karldruslur Eftir nokkra bið og dágóðan eyðimerkurspöl fór útvarpsþátturinn Menn í loftið á X-inu 97,7 á mið- vikudagskvöld. Ritstjórn vefsins www. menn.is, með ritstjórann Helga Jean Claessen í broddi fylkingar, hefur umsjón með þættinum eins og nafnið bendir kannski til, en Helga til halds og trausts eru þeir Hjálmar Örn Jóhannsson og Sigurður Hannes Ásgeirsson. Mennirnir tóku upp prufuþátt fyrir allnokkru þar sem þeir ræddu meðal annars við athafna- konuna Marín Möndu Magnúsdóttur um femínisma og fleira. Heldur þótti þó vera farið að slá í þáttinn loksins þegar á hólminn var komið þannig að hann fór ekki í loftið og piltarnir riðu á vaðið í beinni útsendingu. Í þættinum ætla þeir sér að berjast gegn pólitískri rétthugsun, stofna félagsskapinn Stóri bróðir og efna til druslugöngu þar sem karlar munu ganga naktir niður Laugaveginn. Slappur hefndar- brandari KR og FH mættust í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar á dögunum eins og frægt er orðið. FH-ingar færðu KR-ingum blómvönd fyrir leik en að mati grjótharðra Gaflara hefðu þeir betur sleppt því þar sem þeir spiluðu eins og „blómadrengir“ og voru rassskelltir 1-3. Hafnarfjarðarlöggan gerði þó sitt til þess að reyna að koma fram hefndum á Vesturbæingum og útdeildi sektarmiðum grimmt á alla bíla sem lagt hafði verið ólöglega í Kaplakrika. Vallargestir kunnu lögreglunni litlar þakkir fyrir tiltækið og Hafnfirðingar urðu margir saltvondir þar sem þeir fengu margir miða og þótti Hafnar- fjarðarlöggan klúðra hefndinni ræki- lega þar sem hún gerði lítið annað en nudda salti í sár þeirra. 70 dægurmál Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.