Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 45
Helgin 31. ágúst-2. september 2012 hjólreiðar 5 Fjallahjóladagar -25% CUBE LTD Stell: 16, 18, 20, 22”, Álstell. Rock Shox Recon TK air 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 12,7 kg. Listaverð: 225.990 kr. Tilboð: 169.990 kr. CUBE LTD PRO Stell: 16, 18, 20, 22”, Álstell. Rock Shox Reba RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 12,3 kg. Listaverð: 255.990 kr. Tilboð: 191.990 kr. CUBE LTD RACE Stell: 16, 18, 20, 22”, Álstell. Fox Evolution 32 RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 12,1 kg. Listaverð: 275.990 kr. Tilboð: 206.990 kr. CUBE LTD SL Stell: 16, 18, 20, 22”, Álstell. Rock Shox Reba RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 11,9 kg. Listaverð: 299.990 kr. Tilboð: 224.990 kr. Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Meðan birgðir endast. Tri áskilur sér rétt til allra breytinga á verði. Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á Raleigh Tourist hjól. Ég keypti það í Kaupmanna- höfn fyrir nokkrum árum og flutti það með mér heim. Á þeim tíma var nánast ómögu- legt að fá gamaldags götuhjól hér í Reykjavík. Allar búðir voru fullar af fjallahjólum, sem mér finnst hættulegri og leiðin- legri. Hjólið mitt er með fót- bremsu og þyngdarpunkturinn er mjög aftarlega, þannig að miklu minni hætta er á hendast framfyrir sig við óhöpp. Þetta módel af hjóli hefur verið fram- leitt síðan um 1950, nokkurn veginn óbreytt. Fyrir vikið er það mjög þungt og stirðbusa- legt, en líka frekar ódýrt og einfalt í notkun. Gírarnir þrír eru alveg nógu margir fyrir mig (einn er meira að segja búinn að vera bilaður lengi). Hjólið er fyrir mér fyrst og fremst tæki til að vera aðeins fljótari á milli staða en ef ég færi gangandi. Við eigum einn bíl á heimilinu og þurfum því að skiptast á að ferðast gang- andi, hjólandi eða í strætó,“ segir Gísli Marteinn Baldurs- son borgarfulltrúi. Uppháldshjólaleiðin? „Ég vinn mest inni í Borgar- túni og bý í Vesturbænum þannig að hjólaleiðin mín í vinnuna er í gegnum Vesturbæinn, miðbæinn og eftir Skúlagötunni inni í Borgartún. Þetta er mjög skemmtileg leið. Ég fer ekki beina leið, því þá þyrfti ég að fara aðeins upp í Skólavörðuholtið. Miklu betra finnst mér að halda hæð og sveigja hjá helstu brekkum. Svo hjóla ég oft inn í Fossvog eftir hinum frábæra Ægisíðu/Fossvogsstíg, sem nú er orðinn tvöfaldur með sérstökum hjólastíg.“ Dr. Gunni tónlistarspekúlant hjólar flestir sínar ferðir í dag. Mynd Dagbjartur Óli Gunnarsson  Hjólið Gísli Marteinn Baldursson BorGarfulltrúi  Hjólið dr. Gunni tónlistarMaður Strætó á Akranes og hjólar heim Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á nú bara voða beisikk fjallahjól frá Trek, nánar tiltekið grænt Trek 3900. Ég valdi það nú bara af því það var á fínu verði þegar ég keypti það, rétt fyrir fall íslensku krónunnar 2008. Ég lét setja á það auka stýrisenda og ljós að framan og aftan og fékk það á í kringum 40 þúsund kall, sem mér fannst helvíti gott verð,“ segir tónlistarmaðurinn Dr. Gunni. Hvar hjólarðu og hvaða hjólaleið er skemmtilegust? „Ég hjóla mikið á öllum þessum fínu hjólastígum sem búið er að leggja um allan bæ, enda bý ég nálægt einum hjá Ægisíðunni. Það má hjóla um allan bæ eftir þessum stígum og að Gljúfrasteini og álverinu í Straumsvík þess vegna. Ég tek stundum „Stóra-hringinn“ sem er umhverfis Reykjavík og Seltjarnar- nes og er eitthvað um 30 kílómetrar. Þá fer maður alla leið upp að Mogga og Grafarholts-golfvöll, til baka í gegnum Grafarvog og svo út á Gróttu og svo heim. Í Öskjuhlíð og Elliðaárdal eru líka fínar hjólaleiðir. Svo finnst mér mjög gaman að taka strætó upp á Akranes og hjóla í bæinn í gegnum Hvalfjörð. Fáir á ferli og fínn vegur. Ég tek samt strætó í bæinn frá Kjalarnesi því það er alls ekki gert ráð fyrir hjólum þarna á þjóðvegi 1 og stór- hættulegt að vera þarna í umferðinni.“ Vil hafa fótbremsu Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur sett hjólreiðarnar ofar einkabílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.