Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 36
Þórarinn Þórarinsson -13 ára reynsla Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Vísir.is 1999 Ferill: Blaðamaður á Vísir.is, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Strik.is, fréttastjóri innblaðs Fréttablaðsins, ritstjóri Mannlífs, ritstjóri DV - blaðamaður á Fréttatímanum H E LGA R BL A Ð H E LGA R BL A Ð REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN Sigríður Dögg Auðunsdóttir -13 ára reynsla Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Sunnudagsblaði Moggans 1999. Ferill: Blaðamaður á Morgunblaðinu, fréttaritari Morgunblaðsins í London, blaðamaður á Fréttablaðinu, stofnandi og ritstjóri Krónikunnar, aðstoðarritstjóri DV - blaðamaður á Fréttatímanum fyrir því að tvíburar fæðist fyrir tímann. Ég ætlaði að vera frá, frá miðjum desember, en var á end- anum sett af stað, komin þrjátíu og níu vikur á leið. Fyrsta almennilega vinnutörnin var heima hjá mér þegar þau voru þriggja vikna,“ segir hún. „Já, þau voru pínulítil,“ skýtur Helga inn. Fórna svefni fyrir lífsstílinn Tinna segir að það komi dagar þar sem hún sé ekki á skrifstofunni. „En við Helga heyrumst samt alltaf tíu sinnum á dag, í síma, tölvupósti. Ég held því að hún geti engan vegið ákveðið hvernig hún ætlar að hafa þetta.“ Þær hlæja. En þessi lífsstíll er ekki þrautalaus. Tinna segist heppin. Tvíburarnir séu góðir. „Ég held þetta snúist um viðhorf. Ég sef ótrúlega lítið. Ég er alltaf með barn, alltaf að gefa; alltaf með barn á hendi. En ég vissi að það yrði þannig og þar af leiðandi finnst mér þetta minna mál en ég gerði ráð fyrir. Það var búið að búa mig undir að þetta yrði erfitt,“ segir hún og slær ekki af kröfunum. „Ég hef fundið tíma til að sinna fyrirtækinu. Ég er búin að fara á skíði tvisvar til Akureyrar. Ég er búin að fara á öll þessi handbolta- og fótboltamót. Ég er búin að ferðast um allt landið. Ég á tvö önnur börn. Ég get ekki sagt við þau að í eitt ár ætlum við ekki að gera neitt sem viðkemur þeim: Ætlum ekki að fara í handbolta, fótbolta, fara á skíði, til Vest- mannaeyja, Hrísey, sofa í tjaldi. Við ákváðum að láta tvíburana ekki breyta lífi okkar. En á móti kem- ur að mamman verður ótrúlega þreytt og missir sig. Og við hvern? Manninn sinn,“ segir hún. „Ef það er eitthvað sem ég er ekki að sinna er það við tvö sem eitt. Við vinnandi mæður erum engar súperkonur. Þetta bitnar á einhverju. Þetta reynir á heimilislífið og á sambandið. Við Kalli tvö! Hvenær höfum við verið tvö? Aldrei. En við horfumst í augu og segjum: Ok, við hittumst eftir tvö ár,“ segir hún og hlær. „Á meðan við tölum um þetta vitum við af þessu. Kalli myndi aldrei spyrja mig: Af hverju ert þú að vinna? Hann styður mig hundrað prósent, hvetur mig áfram og segir: Við vinnum þetta saman.“ Gleymdu að hún væri ólétt Helga tekur undir. „Það skiptir miklu máli að eiga maka sem er skilningsríkur.“ Tinna tekur við: „Já, og maka sem hefur sama metnað. Engin okkar fjögurra lítur svo á að skilja þurfi að vinnu og fjöl- skyldulíf. Ég hef verið í vinnu þar sem að mark- mið kvenna sem vildu ná frama var að ræða aldrei um fjölskyldu sína. Ég hef alltaf verið á öndverðum meiði. Ég hef sagt frá því þegar barnið mitt á af- mæli og að ég þurfi að sækja það í dag. Ég er móðir, eiginkona (þótt hún sé svolítið til hliðar þessa dagana) og starfsmaður. Líka vinkona. Við segjum þess vegna við starfsfólkið okkar: Þið megið eiga fjölskyldulíf.“ En Tinna skilur afstöðu þeirra kvenna sem halda fjölskyldunni fyrir sig, því innan sumra fyrirtækja sé ekki gert ráð fyrir því. „Þegar ég var ólétt af elstu dóttur minni vann ég með karlmönnum. Ég sagði við þá að ég ætlaði að hætta að vinna á Þor- láksmessu, tveimur þremur vikum fyrir. Ég man að um kvöldið 5. janúar, og ég var sett þann sjötta, fæ ég tölvupóst þar sem mér er sagt að leysa þurfi ákveðinn vanda. Ég yrði að hitta þá á flugvellinum í fyrramálið! Það sem var gott við þetta var að karl- arnir litu ekki á mig sem konu eða móður, bara starfskraft. Ég þurfti að benda þeim á að ég væri sett þennan dag. Þeir gleymdu því. Það er frábært en sýnir kannski ólíkan muninn.“ Kynjamunur? Á þeirra heimili sjá þeir um matinn. „Kalli eldar sjö kvöld vikunnar,“ segir Tinna. „Það er nánast þannig heima hjá mér líka,“ viðurkennir Helga. Báðar segjast búa til salatið og baka. „Þeir bara vilja elda!“ Þær hlæja. Helga segir Jón Hauk miklu betri í eldamennskunni og báðar segjast þær hafa einfaldari matarsmekk en þeir. „Kalli segir við mig: Tinna þú gætir lifað á Weetabixi öll kvöld. Já, svara ég og yppti öxlum. Hann skilur það ekki.“ Skiptast á að sækja fram Það er augljóst að þau fjögur; Guðrún Tinna, Karl Pétur, Helga og Jón Haukur hafa náð sama ryþma, enda hagað lífi sínu með svipuðum hætti. Á báðum heimilunum hafa þau skiptst á að vinna erlendis og gefið hvort öðru tækifæri til að ná frama. Á meðan hefur hitt haft heimilið meira á sínum herðum. „Ég var í fimm ár alltaf þrjá daga í viku erlendis. Kalli var í San Diego og Króatíu, er nýfluttur heim og ég hef verið tvö ár heima,“ segir Tinna. Og Helga: „Já, við Jón Haukur höfum fjórum sinnum verið í fjarbúð.“ En álagið er mikið og það vita þær. Árangurinn er líka góður. Helgu hefur tekist að festa barnafata- verslunina í sessi og saman taka þær Tinna þaul- skipulögð skref í útrás barnafatnaðarins. Þær nýta sér reynsluna sem þær hafa, samböndin sem þær hafa myndað og eru óhræddar að þiggja ráð þegar þær telja sig þurfa. Tengslanet séu svo mikilvæg og þær geti leitað til margra mjög hæfra einstaklinga. Þær hafa ákveðið að stækka ekki nema að það borgi sig og fötin fást víða um heim: Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Lúxem- borg, Nýja Sjálandi og auðvitað hér. Þær stöllur tóku þá ákvörðun að færa verslunina af Laugaveginum og opna nýja í Kringlunni. Vika er í opnunina og haustlínan klár – sú sjöunda í röðinni frá því að sú fyrsta var kynnt árið 2009. Fötin hafa fengið góðar viðtökur og var vörulína og kynningar- herferð Ígló fyrir sumarið 2012 á dögunum valin sú besta í sínum flokki af fyrirtækinu Stylesight. Það aðstoðar kaupendur út um allan heim við að velja vörur fyrir næstu sölutímabil. „Þetta er búið að vera rosalega mikil vinna; fyrirtækið, fjölskyldan og börnin. En þetta er svo skemmtilegt,“ segir Tinna. „Fólk spyr mig: Af hverju ertu að keyra þig svona út? Og ég verð að viðurkenna að ég er oft rosa þreytt og Helga er á steypirnum. Hún á að eiga eftir mánuð. En þetta er það sem við viljum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is „Ég sef ótrúlega lítið. Ég er alltaf með barn, alltaf að gefa; alltaf með barn á hendi. En ég vissi að það yrði þannig og þar af leiðandi finnst mér þetta minna mál en ég gerði ráð fyrir.“ 36 viðtal Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.