Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 25
VIÐ ERUM Á FACEBOOK Ferðaskrifstofa Leysha Ferðamálastofu Breckenridge 90 mín. frá Denver Hótelin sem við bjóðum: • Village Hotel • Mountain Thunder Lodge • One Ski Hill Place! Keystone 100 mín. frá Denver Hótelin sem við bjóðum: • Riverbank Lodge • The Inn at Keystone • The Keystone Lodge Aspen / Snowmass 4 ½ klst. frá Denver Hótelin sem við bjóðum: • Limelight Hotel • Aspen Meadows Vail 120 mín. frá Denver Hótelin sem við bjóðum: • Vail Marriott Mountain Resort • The Lodge at Vail frá kr.199.000-* frá kr.189.000-* frá kr.189.000-* frá kr. 209.000-* SKÍÐAFERÐIR Í VETUR TIL COLORADO 4 BESTU SKÍÐASVÆÐIN Í KLETTAFJÖLLUNUM Bókaðu skíðaferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000 20 dagsetningar í boði. Beint flug með Icelandair til Denver. og kynna: * Öll verð eru á mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar um hvað er innifalið í hverri ferð eru á www.gbferdir.is Skíðapassann færðu einnig hjá okkur. til vill sinn þátt í því að honum leið alltaf svona illa.“ Eyþór dvelur aðra hvora viku í skammtímavistun á Ísafirði og segja þau hjónin afskaplega vel hugsað um hann þar. „Það er eins og hans annað heimili og erum við mjög örugg um hann þar,“ segir Kristrún. Áður fyrr þurftu þau að fljúga með hann til Reykjavíkur til að skilja hann eftir í Rjóðrinu, sem er hvíldar- og endurhæfingarheim- ili fyrir fötluð og langveik börn. Fyrsta árið voru þau ánægð með þá þjónustu sem þar var veitt en smám saman varð meiri stofnanabragur á öllu þar. Gerð var krafa á aukinn fjölda barna sem varð til þess að þeim var ekki sinnt jafnvel og áður að sögn Kristrúnar. „Að endingu fór allt úrskeiðis hjá Eyþóri sem gat farið úrskeiðis og hættum við loks að fara með hann í Rjóðrið. Við börðumst fyrir því í tvö ár að fá sömu þjónustu hér á svæðinu. Hér var skammtímavistun fyrir fatlaða og einungis þurfti að bæta við ein- um starfsmanni til að sinna Eyþóri svo hann gæti dvalist þar. Það var loks gert og er hugsað ofboðslega vel um hann þar,“ segir hún. Þó svo að verkefnin sem Krist- rún og Falur hafa þurft að takast á við í tengslum við umönnun Andra og Eyþór virðist risavaxin segjast þau ekki hafa þurft að ganga í gegnum minni erfiðleika með elsta syninum, Hermanni. „Það er jafn- vel enn stærri pakki,“ segir Falur. „Auðvitað var erfitt að horfast í augu við það að barnið manns væri svona fatlað og ætti aldrei möguleika eftir að greiningin á Andra kom og vita að hann yrði aldrei gamall maður,“ segir Krist- rún. „Skelfilegast þó var að horfa upp á allar kvalirnar hans og ég hugsaði stundum að það væri ekki hægt að lifa lífinu svona. En ég legg sálrænu kvalirnar hans Hermanns míns alveg að jöfnu.“ Fatlaður af völdum samfélags- ins „Eins og maðurinn sagði: Það er enginn fatlaðri en samfélagið gerir hann,“ segir Falur. „Og í tilfelli Hermanns á það sannarlega við. Það sem hann er helst að glíma við í dag eru afleiðingar eineltis. Það er enn sárara að horfa upp á Hermann í sinni kvöl yfir því að vera eins og hann er og sjá hvernig samfélagið mætir einstaklingum eins og hon- um, en að horfa upp á fötlun Andra og Eyþórs. Hermann vildi á tímabili ekki lifa lífinu. Það er eitt að taka á því ef einhver getur af líkamlegum ástæðum ekki lifað en annað ef einstaklingur missir löngunina til að lifa, vegna framkomu annarra í hans garð,“ segir Falur. „Við erum mjög sátt ef Eyþóri líður vel og honum er vel sinnt. Ef honum líður vel er hann glaður. Hermann okkar er alltaf að basla við þessa vanlíðan og hvernig hann upplifir sína fötlun sem kemur til af því að hann hefur allt of oft mætt neikvæðu viðhorfi gagnvart fötlun sinni,“ segir Kristrún. „Öll einkenni einhverfunnar mögnuðust út af eineltinu og Her- mann kemur út úr grunnskóla með þá sjálfsmynd að hann sé einskis virði,“ bætir Falur við. „Á sama tíma og hann var að basla við eineltið í grunnskólanum var hann með fjölfatlaðan, fárveik- an bróður heima sem nánast allur tími foreldranna fór í, oft á tíðum. Æska hans var því í raun oft rosa- lega erfið,“ segir Kristrún. Þau segjast oft ekki hafa getað hjálpað honum eins og þau vildu í dag hafa gert, þótt þau hafi gert sitt besta. „Við skildum þetta heldur ekki sjálf því hann var ekki með rétta greiningu, einhverfu. Það skildi þetta enginn,“ segir Krist- rún. Þeim er mikið niðri fyrir þegar þau tala um æsku Hermanns. Rödd Fals titrar og hann er oft við það að beygja af. „Við börðumst við að láta hann fylgja sínum jafnöldrum, það kostaði blóð, svita og tár. Og við börðumst við skólakerfið svo tekið yrði á eineltinu sem í raun tókst aldrei. Það tók mikinn toll,“ segir hann. „Það er líka svo erfitt að sætta sig við að vanlíðan hans er að mestu leyti af mannavöldum, vegna að- gerðarleysis hinna sem hefðu átt að stoppa þetta. Skólastjórnendur, for- eldrar og samfélagið allt á að segja stopp. En það er alltaf þægilegra að láta eins og vandamálið sé ekki til. Það er þetta sem situr mest í manni,“ segir Falur. „Hitt voru auðvitað hlutir sem voru erfiðir en var ekkert hægt að gera neitt betur en við gerðum. Maður situr stundum uppi með þá hugsun varðandi eineltið að maður hefði kannski getað gengið ennþá lengra, þótt maður hafi gengið langt. Hvort við hefðum átt að taka barnið úr skóla og gera barna- verndaryfirvöldum viðvart. Það er þessi hugsun sem er svo erfið, að maður hefði jafnvel getað gengið lengra og að þá væri hann kannski ekki að glíma við eins mikla erfið- leika og hann er að glíma við í dag. Hans stærstu vandamál í dag eru alger félagsleg einangrun og félags- fælni,“ segir Falur. Eineltið margfaldaði fötlunina Kristrún segir að eineltið hafi í raun margfaldað fötlun Her- Sérfræðingarnir – Specialisterne Sérfræðingarnir ses. er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í ársbyrjun 2010 af Umsjónarfélagi einhverfra og sjö ein- staklingum. Gera má ráð fyrir að á Íslandi sé á bilinu 2.000 - 3.000 ein- staklingar á einhverfurófi, um 1.000 hafa fengið formlega greiningu. Ekki hefur verið til úrræði á Íslandi sem sérhæfir sig í þjónustu við atvinnu- stuðning þessa hóps. Of margir einstaklingar eru því atvinnulausir eða í störfum þar sem starfs- geta þeirra nýtist illa. Markmið félagsins er að koma af stað starfsemi í samstarfi við Speci- alisterne í Danmörku. Specialisterne hafa vakið heimsathygli við nálgun á atvinnuþátttöku ein- staklinga á einhverfurófi, en litið er sérstaklega til styrkleika þeirra og síðan er fyrirtækið rekið á sam- keppnismarkaði. Verði hagnaður af rekstri Sér- fræðinganna ses. rennur hann allur til þess að bæta atvinnumál einstaklinga á einhverfurófi á Íslandi. Markmið Sérfræðingana ses. er að meta og þjálfa 14 - 18 einstaklinga á einhverfurófinu á ári og veita um helming þeirra atvinnu við fjölbreytt störf, hugbúnaðarpróf- anir, skráningarstörf og önnur störf þar sem krafist er nákvæmni og styrkleikar þeirra nýtast. www.specialisterne.is framhald á næstu síðu úttekt 27 Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.