Prentarinn - 01.12.2001, Síða 3

Prentarinn - 01.12.2001, Síða 3
NÝ ÞJÓÐARSÁTT Leiðari Alþýðusamband Islands hefur tekið þá ákvörðun að uppsagnará- kvæðið í kjarasamningum vegna verðlagsforsendna miðað við febrúar verði ekki nýtt, heldur verði því frestað fram í maímán- uð. Nú á að treysta á að stjórn- völd komi böndum á vaxandi verðbólgu sem hefúr nú reyndar ekki tekist undanfarna mánuði, en hvaða hugljómun það er, að nú á næstu mánuðum takist betur til, á þá eftir að koma í ljós. En það ákvæði sem FBM hefur í kjarasamningi er bundið ákvörð- un launanefndar, félög sem ekki eru í ASÍ geta þar engin áhrif haft á, þau félög sem tekið hafa þá ákvörðun að fylgja ákvörðun launanefndar og vera utan ASI, eru áhrifalaus. Nú eiga hin almennu verkalýðsfé- lög einn ganginn enn að sýna ábyrgð, þau megi ekki verða upp- vís að því að auka verðbólgu, hækka vexti og minnka kaupmátt með því að krefjast bættra kjara og nýta sér ákvæði kjarasamn- inga, nú verði að sýna ábyrgð og stöðugleika. En hvað með aðra, hvað með öll þau félög sem hafa kverkatak á þjóðfélaginu og hafa á undanfömum mánuðum fengið tuga prósenta kauphækkanir, þurfa þau enga ábyrgð að sýna, geta þau firrt sig ábyrgð og velt sínum kauphækkunum yfir á okk- ur í almennu verkalýðsfélögunum með hækkun á útsvari og þjón- ustugjöldum eða hvað það nú allt heitir? Nei, við verkamenn og iðnaðarmenn eigum að sýna ábyrgð en aðrir leika lausum hala án allrar ábyrgðar, því það er svo einfalt að hækka álögur á okkur hinum sem glímum við einka- markaðinn, þar hverfa fyrirtækin einfaldlega en óhætt er að treysta því að fátt hverfur eða minnkar í opinberum rekstri, frekar að það aukist, þar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fýrirtækin hverfi. Nú þetta árið er greinilegur sam- dráttur í prentiðnaðinum og mikið hefur verið um uppsagnir og sam- runa fyrirtækja en það versta er að þegar fyrirtæki hættir koma þau hin sömu atvinnutækifæri ekki aftur. Nú er um 4% atvinnu- leysi meðal okkar félagsmanna og óttast ég reyndar að fleiri upp- sagnir séu væntanlegar, m.a. vegna þess að ein af stærri prent- smiðjunum er að hætta með sam- runa við aðra. Er við horfum á þróun undanfarinna ára eru þær margar prentsmiðjurnar sem eru horfnar af markaðnum og í nýju og stærra Gutenberg eru að minnsta kosti 8 prentsmiðjur komnar í eina. Fleiri samruna væri hægt að nefha. Það eru að vísu margir samverk- andi þættir sem gera það að verk- um að prentsmiðjum fækkar: auk- in tölvuvæðing, afkastameiri prentvélar, erlend samkeppni og nú geta nánast öll fyrirtæki prent- að eyðublöð, reikninga og minni verkefni. Margt af því sem áður var unnið í prentsmiðju er nú unnið á hverri skrifstofu. En við í almennu verkalýðsfélög- unum erum þjóðhollir menn og öxlum okkar ábyrgð með því að fá brot af eins stafs tölu í kaup- hækkun, meðan aðrir hafa ekki minna en stórar tveggja stafa töl- ur. Des. 2001, SÁ. efélag bókagerðar- manna sendir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir. Megi friður jólanna vera með okkur öllum. Jakob Já, heitasta parið í bransanum... PRENTARINN ■ 3 prentarinn Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Bragi Guðmundsson Jakob Viðar Guðmundsson Kristín Helgadóttir Pétur Marel Gestsson Sævar Hólm Pétursson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Helvitica Ultra Compress, Stone, Times, Garamond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Fllmuútkeyrsla: Scitex Prentvél: Heidelberg Speedmaster 4ra lita. Svansprent ehf. Forsíðan Ingunn Anna Þráinsdóttir er hönn- uður lorsiðunnar. Forsíðan var framlag hennar í forsíðukeppni Prentarans 2001 og var meðal þriggja verka sem valin voru af dómnefnd til birtingar. í tilefni af því að Ingunn Anna sígrar í þriðja sinn á jafnmörgum árum í forsiðu- keppni blaðsins átti Prentarinn viðtal við hana sem er í blaðinu.

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.