Prentarinn - 01.12.2001, Side 18

Prentarinn - 01.12.2001, Side 18
Litum i eigin barm Verkefni úr Margmiðlunarskólanum. Umræðan undanfarin ár hefur mikið snúist um margmiðlun, möguleika hennar og framtíð. í því samhengi Itafa ntenn velt fyrir sér hvort prentverk rnuni minnka verulega eða leggjast jafnvel af santhliða grósku margmiðlunar. Menn hafa þó áttað sig á því að svo verði að öllum líkindum ekki, en margir eru einmitt þeirrar skoðunar að fagfólk í prentiðnaði geti og eigi að nýta sér þessi nýju mið. Þessu sjónarmiði er ég sam- mála í megindráttum enda nýtist sú þekking, sem prentiðnaðurinn býr yfir, vel á þeim fjölmörgu miðlum sem margmiðlunin býður upp á. Margmiðlun er ungt fag og mjög mörgum hulin gáta. Þrátt fyrir það hafa margir „tölvu- grúskarar“ verið duglegir að koma sér áfram með því að læra á viðeigandi forrit og komast þannig sjálfmenntaðir inn í at- vinnulífið. Þessir menn eru í mörgum tilfellum mjög klárir ein- staklingar en margir hverjir eru ekki fagmenn. Eg leyfi mér að segja það þar sem þarna er fólk sem ekki hefur lært fagleg vinnu- brögð hvað útlit, uppbyggingu og skipulag varðar. Til að benda á dæmi sem flestir prentsmiðir kannast eflaust við, þá er ekki nóg að kunna á Quark til að vinna gott tímarit, kunna á FreeHand og „Vá! flott auglýsing". Nei, við þekkjum gjaman verkefni frá grúskurum úr og getum bent á hvað betur hefði mátt fara. Þetta er nokkuð sem ég er hræddur um að við kunnunt ekki þegar marg- miðlunin er annars vegar, en þar sem við þekkjum grunninn ættum við auðveldlega að geta tamið okkur notkun nýrra verkfæra fyrir nýja miðla. Eins og allir vita rekur Prent- tæknistofnun í samvinnu við Raf- iðnaðarskólann glæsilegan skóia, Margmiðlunarskólann. Sú stað- reynd að forkóifar prentiðnaðar- ins á Islandi eru orðnir svo með- vitaðir um möguleika margmiðl- unar að þeir stofna skóla sem helgar sig þessum fræðum er vissulega stórkostlegur hlutur og ætti að vekja áhuga hjá fagfólki í prentiðnaði. Með þetta að leiðar- ljósi ákvað ég að líta aðeins í kring um mig og skoða hvað prentiðnaðurinn hefur fram að færa og sótti ég í þann miðil sem er hvað aðgengilegastur, Netið. Eftir þá skoðunarferð sá ég margt gott en því miður allt of margt sem mér finnst að betur mætti gera. Hver er slóðin? Eg skoðaði nokkuð marga vefi en helst þá sem ég átti kost á að finna á leitarvélum og þá sem ég gat giskað á nafnið á. Einmitt þama komum við að því fyrsta sem mér finnst að betur mætti fara. Mjög fáar síður virðast geyma upplýsingar fyrir leitarvél- ar og gerir það fólki erfitt um vik að nálgast vef fyrirtækjanna. Mjög lítið mál er að setja slíkar upplýsingar inn á vefinn og ég tel mjög sniðugt að skrá síður inn á vefi eins og leit.is eða finna.is þar sem slíkir vefir em oft stökkpall- ur fólks út á Netið. Skipulag Þegar fyrirtæki setur upp vef þarf að ákveða strax hvert hlut- verk hans á að vera. Þetta atriði er mjög mikilvægt svo hann skili því sem ætlast er til. Okkur myndi til dæmis ekki detta í hug að gefa út bækling með „bara svona einhverjum upplýsingum, af því að hinar smiðjurnar voru að gefa út bækling". Þetta virðist samt vera hugsunargangur mjög margra þegar kemur að vefsmíði. Við þurfum að skipuleggja vef- inn, gera ráð fyrir því hverjir skoða hann, hvað við viljum segja þeirn og með hvaða hætti. Þetta er algjört grunnskref. Það fyrsta sem ætti að byrja á er að teikna upp nokkurskonar skema þar sem teikna mætti inn þær leiðir sem notandinn getur farið, þær upp- lýsingar sem hann á að sjá á leið sinni og þannig skipuleggja livað er mikilvægast og hvað mætti vera dýpra niður á. Útlit Utlitshönnun vefjar á að mínu mati ekki að hefjast af fullri al- vöru fyrr en skipulag vefjarins er alveg írágengið, þetta gerir vinnu við hönnun hnappa, grunna og annarra grunnforma mun auð- veldari og mun spara tíma og þannig peninga. Mér finnst of áberandi að ,jón í undirbúningn- um“ sé fenginn til að redda heimasíðu fyrir fyrirtækið og sest hann þá gjarnan fyrir framan Photoshop eða álíka verkfæri og byrjar að fikta. Eins og menn vita næst ekki nærri nógu markviss vinna með slíkum vinnubrögðum og verður seint brýnt nógu oft fýrir mönnum að skipuleggja verkið fyrst, hanna það næst og svo geta menn sest við samsetn- ingarvinnuna. Niðurlag Kannski hef ég hljómað svolít- ið neikvæður um það sem við í prentiðnaðinum erum að gera en það má ekki líta svo á að við séum ekki að gera neitt gott. Þvert á móti eru margir góðir vef- ir á Netinu en það kom mér mjög á óvart að við skyldum hunsa þau fræði sem við sjálf höfum predik- að í mörg ár, þ.e. að skipuleggja verkefnin vel og sýna þannig fag- leg vinnubrögð. Pétur Marel Gestsson, prentsmiður og nemandi á 2. ári við Margmiðlunarskólann. 18 ■prentarinn

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.