Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 13
um. Með þessu móti fylgist prent- iðnaðurinn sjálfur með því sem er að gerast í grasrótinni. Eru félagsmenn nógu duglegir að sœkja námskeiðin hjá Prent- tœknistofnun? Nei, því miður. I haust, þegar ég tók við, þá undirbjó ég sex námskeið, sem áttu að koma til framkvæmda á haustmánuðum. Aðeins eitt þessara námskeiða var haldið en hin voru felld niður vegna ónógrar þátttöku. Svo virð- ist sem almennur doði hafi verið hjá félagsmönnum í haust. Þetta batnar vonandi með hækkandi sól. Eg hafði hugsað mér að fara í fyrirtæki eftir áramót til að kanna hvað félagsmenn vilja læra og hvað þeir vilja að við gerum fyrir þá. Nú hefur lieyrst af félagsskap sem kallast Móri, sem er á ykk- ar vegum. Getur þú sagt mér frá honum? Móri var stofnaður á vormán- uðum 2001 af Hirti Guðnasyni, þáverandi ffamkvæmdastjóra Prenttæknistofnunar. Þá þegar var einn fundur haldinn. Síðan gerðist lítið fyrr en á haustmánuðum að félagar voru kallaðir saman aftur. Félagar í Móra eru fagmenn, bæði á auglýsingastofum og í prentfyrirtækjum, sem hittast og ræða málefni sem varða prent- verk. Á síðasta fundi voru búnar til stillingar fyrir Adobe Acrobat sem henta til prentunar bæði fyrir dagblöð og fínni prentun. Þeir sem áhuga hafa á að ganga inn í þennan hóp ættu að setja sig í samband við mig. FBM hefur í nokkur ár leigt út kennsluefhi, fyrst efni á itiynd- böndum og síðan á marginiðl- unardiskum. Prenttceknistofn- un hefur nú tekið að sér að lána félögum FBM slíka marg- miðlunardiska. Hefur aldrei komið til tals að gefa fólki kost á að taka námskeiðin á netinu? Það er örugglega framtíðin að hægt verði að fara inn á Netið og eitthvað af þessum námskeiðum verði tekið þaðan í fjarkennslu. Þetta er hugmynd sem er verið að vinna með og er eitt verkefni fyrir prentara komið nokkuð langt í Fólk er að fá námslán til að fara í margmiðlunarskóla erlendis, af hverju á það ekki að fá námslán í marg- miðlunarnám á Islandi? þessu máli. Einnig verður að huga að því að tengingar eru með mis- miklum hraða þannig að erfitt er að setja hluti á Netið sem eru þungir í niðurhleðslu. Félagsmenn geta komið hingað til okkar og fengið þá kennsludiska sem við eigum, það er reyndar nýr pakki í pöntun. Eg mun gefa nánari upp- lýsingar um það í næstu Svörtu list hvað verður á boðstólum og ég hvet fólk til að nýta sér það. Við munum líklega rukka ein- hverja tryggingu til að diskarnir skili sér. Margmiðlunarskólinn er tvö ár og þá er maður orðinn marg- miðlunarfrœðingur. Nú er cetl- unin að bjóða uppá þriðja árið. Það hefur verið markmiðið frá stofnun Margmiðlunarskólans að koma honum á háskólastig. Með því að bæta þriðja árinu við geta nemendur klárað BA gráðu í margmiðlunarfræðum. Nú eru viðræður í gangi við Tækniskóla Islands um samvinnu og jafhvel sameiningu. Þannig að það er brýnt hags- munamál að koina þessu í gegn. Þetta er mikið hagsmunamál. Bara það að nemendur fái þá fyr- irgreiðslu sem þeim ber. Fólk er að fá námslán til að fara i marg- miðlunarskóla erlendis, af hverju á það ekki að fá námslán í marg- miðlunarnám á íslandi? Nú eru allir að spá í atvinnu- tcekifœrin. Er mikil þörffyrir svo hámenntað tceknifólk hjá atvinnulífinu? Eg held að það sé þörf fyrir all- ar gerðir af hæfileikaríku fólki. Fólk þarf bara að finna sér sinn stað í þessu umhverfi, það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Góður hönnuður er ekki endilega góður forritari og öfugt, svo dæmi sé tekið. En saman geta þessar tvær manngerðir gert góða hluti. Svona aðeins í lokin um þig sjálfan. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár hjá þér ekki satt? Bœði það að taka við þessu starfi og svo ertu tiýorð- inn pabbi, er það ekki? Jú, þetta er búið að vera mjög viðburðaríkt ár. Eg og konan mín Nathalía Halldórsdóttir eignuð- umst litla telpu í ágúst. Hún heitir Elísabet og er að sjálfsögðu alveg yndisleg. Við keyptum líka íbúð sem við gerðum upp. Svo varð ég þrítugur og skipti um vinnu. Þetta er svo sannarlega búið að vera ár breytinganna hjá okkur. Það hefur mikið gengið á en þetta er rosa- lega gaman og mikil áskorun að taka við þessu öllu saman. Mér var tjáð það, um það leyti sem ég var að byrja hér, að ég væri að verða fyrir þremur af mestu streituvöldum sem til eru, það er að eignast bam, flytja og skipta um vinnu. Og ertu svona þokkalega heill eftir? Já, já, ég er ekki farinn á taug- um og við skulum vona að það gerist ekki. Það vita það tiú ekki allir að þú spilaðir með lúðrasveit verka- lýðsins í mörg ár. Ertu ennþá að spila? Því miður er ég nú hættur því. Ég datt útúr því þegar ég flutti út og svo þegar ég kom heim var ég svo mikið að vinna og hafði ekki tíma og núna er ég að vinna enn- þá meira og kominn með fjöl- skyldu, svo í augnablikinu finn ég mér ekki tíma. Maður þarf að taka upp á þessu aftur þegar fram líða stundir. Lúðrasveit verkalýðs- ins var stofnuð af Stefáni Ög- mundssyni prentara ásamt öðmm þannig að sem prentari er engin önnur lúðrasveit sem kemur til greina. Annars er fjölskyldan eins og er eina áhugamálið ásamt úti- veru. Viltu segja eitthvað að lokiuti? Ég vil bara hvetja félagsmenn til að koma á námskeið bæði hjá Prenttæknistofnun og Margmiðl- unarskólanum og muna að mennt- un lýkur aldrei, maður lærir eitt- hvað nýtt á hveijum degi. Eins hlakka ég til kreflandi verkefna sem bíða í framtíðinni. PRENTARI NN ■ 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.