Prentarinn - 01.12.2001, Side 10

Prentarinn - 01.12.2001, Side 10
Elías og Kittý vorum við í nokkur ár meira og minna inni í prentsmiðju og fannst spennandi. Pabbi stakk upp á því við Sigga bróður að nema þetta fag, en þegar ég sjálf stefndi þangað reyndi hann að draga úr mér. Ætli honum hafi ekki þótt nóg komið. Pabbi fékk þó engu um það ráðið og þegar við Kobbi kynntumst tókum við ákvörðun urn að heija nám í prentiðn. Gummi bróðir var svo sá sem alltaf var viss um hvað hann vildi og bað um samning hjá Baldri í Odda þegar hann var smá polli.“ Þess má geta að Guðmundur, bróðir Kristínar, hefúr reyndar snúið sér að húsasmíð í seinni tíð en eitt sinn er hann átti leið í ísa- foldarprentsmiðju leit hann aug- um Alfheiði Agnesi og hafði í flimtingum þá upplifun sína að hann langaði í fyrsta sinn á ævi sinni að kyssa prentara. Kristín leiddi þau svo saman í útskriftar- Maggi Matt og Gulla Þórdís Lilja Gunnarsdóttir fliif sögur með skoðað. í ritnefnd þessa góða blaðs eru hjónin og prentsmiðirnir Kristín Helgadóttir og Jakob Við- ar Guðmundsson. Þau kynntust reyndar áður en hugurinn steíhdi á prentiðnina, en hafa gengið veg- inn saman síðan. Sonur Jakobs er Halldór Viðar prentari í Prentmeti en sá hefúr fellt hug til grafiska hönnuðarins Aspar. Faðir Kristín- ur næst. Enda vitað að flestir útivinnandi eyða lengri tíma með vinnufélögunum en fjöl- skyldunni og það eitt býður hættunni heim. Því ætti að vera ákjósanlegt að starfa með sínum heittelskaða. Eða hvað? „Jú, það getur verið mjög þægilegt að vinna með makan- um. Þá höfum við það sama að tala um, upplifum sömu hlutina og erum saman meira en önnur pör,“ segir ungur prentsmiður ánægður með stöðuna. Önnur tek- ur í sama streng. „Það er gott að umgangast sama fólkið, en einn stærsti kosturinn er að þurfa bara á einn stað á morgnana. Samnýt- ing bílsins, samtaka með börnin og allt það.“ Prentari nokkur segir gott mál að vinna við sama starf- ið en að óskynsamlegt sé að vinna á sama vinnustaðnum. „Það er of mikið af því góða. Fínt að geta Alfhildur og Guðmundur Helgi Til að öðlast fullkomna lífsham- ingju er stundum talað um að tvennt þurfi til. Annað er starf sem veitir viðkomandi virðingu og lífsfyllingu, hitt er lífsföru- nautur og fjölskylda í framhaldi. Víst er að ástin leynist við óvænt- ustu aðstæður og á ólíklegustu stöðum, en hjá fjölda prentlærðra einstaklinga hefur hún oftar en ekki fundist innan prentstéttarinn- ar sjálfrar. Trúlega er hægt að fullyrða að engin iðngrein státi af jafnmörgum ástarsamböndum eða fjölskylduvenslum og prentiðnin. Það skrifast svo kannski á þann reikning að samræmi milli fjölda kynjanna er jú jafnara en gerist og gengur í húsasmíði, pípulögnum, rafvirkjun eða bílamálun. Og kannski það að menn eru að sýsla með bækur sem víst eru fullar af ástum og ævintýrum. Hafsteinn og Kristín Kostir og gallar í prentsmiðjum hefúr löngum verið langur vinnudagur. Sú stað- reynd getur ein og sér orsakað fjölda ástarsambanda. Frægar eru sögur af mörgum prentaranum sem braut upp langan vinnudag með því að dobla veikara kynið inn í ræstingakompu til skrafs og ráðagerða. Kossar og blíðlegt augnaráð hafa einnig verið fastur passi í matsölum og skúmaskot- um, og kærustupör gjarnan orðið til eftir árshátíðir og jólaskemmt- anir. Sem sagt: langur vinnudagur með sama fólkinu kveikir eðlis- lægar kenndir sem svo finna sér farveg í þeim sem hjartanu stend- Guðmundur og Þórdis rætt hvort um annars starf af skilningi, en rugl að vera saman allan liðlangan daginn, heima eða að heiman. Þá slokknar fljótt á spennun ni.“ í faðmi fjölskyldunnar En það er ekki bara ástin sem orsakar náin tengsl í prentsmiðj- unum, heldur einnig frændsemi og bræðralag. í prentsmiðjunni Odda er sennilega um auðugastan garðinn að gresja þegar þetta er ar var Helgi Kr. Jónsson prentari og bræður hennar Guðmundur og Sigurður heitinn voru einnig menntaðir í prentiðn. Guðmundur er annars kvæntur Alfhildi Agnesi prentara, en foreldrar hennar eru Jón Anton Stefánsson prent- myndasmiður og Guðrún Alfs- dóttir bókagerðarmaður, og systir hennar Sigríður innskriftarmaður í Gutenberg, sem svo er gift Arna Andersen prentara. Því má svo bæta við að Jakob Viðar á tvær systur í bransanum, þær Nínu í ísafold og Kolbrúnu í Flatey. Mágur þeirra er Kjartan Kjartans- son prentsmiðjustjóri í Isafold, en Kjartan krækti í eiginkonuna Höllu þegar þau unnu bæði i prentsmiðjunni Hilmi. En hvernig stendur á þessum ákafa í prent- bransann hjá sömu fjölskyldunni? Kristín Helgadóttir hefúr orðið: „Pabbi var fyrsti prenmemi Prent- smiðjunnar Odda og fjölskyldan bjó má segja inni í prentsmiðj- unni, eða í sama húsi. Þess vegna Július og Lilian 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.