Prentarinn - 01.12.2001, Page 21

Prentarinn - 01.12.2001, Page 21
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Réttur til foreldraorlofs viðurkenndur í fæðingar- og foreldraor- lofslögum er kveðið á um rétt foreldra til töku foreldraorlofs, í allt að 13 vikur fyrir hvort foreldri, vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku bams í varanlegt fóstur, að við- bættu hefðbundnu fæðingaror- lofi. Heimilt er að taka for- eldraorlofið allt í einu lagi eða í áföngum í samráði við at- vinnurekanda. Foreldraorlofið er hægt að taka allt til átta ára aldurs barnsins. Rétti til töku foreldraorlofs fylgir ekki réttur til greiðslu úr fæðingarorlofssjóði meðan á orlofstökunni stendur. Foreldraorlofið er alger nýj- ung hér á landi en til grund- vallar lá skylda stjórnvalda og Alþingis til að lögleiða kjara- samninga á Evrópuvísu og til- skipun ESB þess efnis. Tilskipunin um foreldraorlof er árangur af starfi evrópskrar verkalýðshreyfingar og samn- inga um þetta efni á Evrópu- vettvangi sem Alþýðusamband íslands átti þátt í að gera á ár- inu 1995. í reynd verður sameiginlegur réttur foreldra til orlofstöku vegna fæðingar- og foreldraor- lofsins þannig 15 mánuðir vegna barns í stað 6 mánaða nú. Af þeim tíma er með lög- unum aðeins tryggður réttur til greiðslu í 9 mánuði. Rétturinn til foreldraorlofs gildir vegna barna sem fædd eru 1. janúar 1998 og síðar. Bætt réttarstaða - samræmd réttindi Mikilvægur þáttur í nýjum lögum um fæðingar- og for- eldraorlof er að með þeim er réttarstaða þungaðra kvenna og foreldra í fæðingar- og for- eldraorlofi að ýmsu leyti treyst frá því sem nú er. Gengið er út frá að foreldrar í fæðingarorlofi haldi áfram að ávinna sér ýmis réttindi sem tengjast starfsaldri, s.s. veik- inda-, orlofs- og uppsagnarrétt. Sama gildir um lífeyrisréttindi. Þá ávinnur foreldri sér rétt til töku orlofs meðan á fæðingar- og foreldraorlofi stendur, en þó án réttar til greiðslu. Einnig er vernd foreldra gegn uppsögn- um tengdum töku fæðingar- og foreldraorlofs treyst. Þannig er atvinnurekanda nú skylt að rökstyðja uppsögn skriflega. Komi upp ágreiningur um framkvæmd einstakra þátta fæðingar- og foreldraorlofslag- anna er hægt að kæra fram- kvæmdina til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofslag- anna, sem vistuð er hjá félags- málaráðuneytinu. Auk þess sem að framan segir er með lögunum komin ein löggjöf fyrir alla foreldra á vinnumarkaði. Með því er stig- ið mikilvægt skref í því að jafna réttindi foreldra og barna þeirra óháð því hvort þeir starfa á almennum vinnumark- aði eða hjá hinu opinbera, eða stéttarfélagsaðild. Þann 12. nóvember sl. stóð Jafn- réttisstofa fyrir ráðstefnu um fæð- ingarorlofslögin og reynsluna af framkvæmd þeirra. Kastljósunum var einkum beint að fæðingaror- lofinu sjálfu en síður að þeim þætti er varðar réttindi þungaðra kvenna og foreldraorlofið. Fram kom að reynslan af framkvæmd laganna væri almennt góð og, ef eitthvað er, betri en reikna mátti með. Þetta gildir sérstaklega um það sem snýr að notkun feðra á auknum rétti sínum til fæðingar- orlofs. Feður taka virkan þátt A ráðstefnu Jafnréttisstofú var sjónunum beint að reynslunni af nýju fæðingarorlofslögunum og þátttöku feðra sérstaklega. Fram kom að fyrstu níu mánuði þessa árs hafa á bilinu 80 og 85% feðra nýtt sér rétt sinn til fæðingaror- lofs. Þegar tekið er tillit til þess fjölda barna sem ekki eru feðruð og fleiri þátta sem útiloka þátt- töku feðra í fæðingarorlofinu má reikna með að þetta hlutfall sé nær 90%. Þá er ekki tekið tillit til þess fjölda sem kann að eiga eftir að nýta rétt sinn, þar sem hægt er að taka fæðingarorlof allt að 18 mánaða aldri barns. Sveigjanleg orlofstaka Sveigjanleikinn sem fæðingar- orlofslögin heimila býður upp á fjölmarga möguleika fyrir for- eldra í fæðingarorlofi. Forsenda þess að hann nýtist sem best er þó sú að foreldrar skipuleggi, í tæka tíð fyrir áætlaða fæðingu bams, hvernig þau vilja nýta þennan kost. Þá er samþykki at- vinnurekanda forsenda sveigjan- legrar fæðingarorlofstöku. Það er PRENTARINN ■ 21 því mikilvægt að væntanlegir for- eldrar og atvinnurekendur nái samkomulagi um sveigjanlega or- lofstöku og að atvinnurekendur leitist við að mæta óskum starfs- manna í þeim efnum. Ef vel tekst til ætti möguleikinn á sveigjan- legri fæðingarorlofstöku að mæta hagsmunum beggja aðila. Reynsl- an fyrstu mánuðina sýnir að for- eldrar eru farnir að átta sig á þeim tækifærum sem í sveigjan- leikanum felast. Ekki er ástæða til að ætla annað en að sú þróun haldi áfram. Lærum af reynslunni Það er samdóma álit þeirra sem vinna með nýju fæðingaror- lofslögin að þau virka og að þótt komið hafi upp ákveðin vand- kvæði við framkvæmd þeirra hafi þau verið með þeim hætti að hæglega eigi að mega kippa þeim í lag. Ýmist er um byrjunarörðug- leika að ræða sem þegar eru að baki eða tæknileg úrlausnarefni sem taka þarf á með reglugerða- breytingum. Þá er ljóst að jafn róttækar breytingar og þær sem lögin fela í sér þarfnast aðlögunar og meiri kynningar áður þær komast að fullu til framkvæmda. Einnig er viðbúið að með meiri reynslu komi í ljós ýmis atriði varðandi lagasetninguna og við- eigandi reglugerðir sem kalla á úrbætur og lagfæringar.

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.