Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 10
28 LÆKNABLAÐIÐ Systir á fimmtugsaldri hefur eðlilegar sýrur og eðlilegt kalsíum og PTH í sermi. Hann á tvo syni á þrítugsaldri, annar þeirra hefur háar fastandi sýrur (17 meq) og vægt hækkað gastrín, (90 pg), en eðlilegt kalsíum og PTH í sermi. Hinn sonurinn hefur eðlilegar magasýrur og eðlilegt kalsíum og PTH í sermi. Dóttir á fermingaraldri hefur ekki verið rannsökuð til þessa. UMRÆÐA Þegar Zollinger og Ellison lýstu teimur sjúkra- tilfellum 1955 og drógu þá ályktun, að samband væri á milli sársjúkdómsins og æxlanna í brisinu, opnaðist nýtt svið í læknisfræði. Þessar tvær sjúkrasögur Zollin- gers og Ellisons voru mjög áþekkar þeim sjúkrasögum, sem hér er lýst að framan. Faðir og tveir föðurbræður sjúklings okkar voru langt leiddir af sjúkdómnum fyrir 1955, annar föðurbróðirinn dó reyndar úr honum skömmu áður og hinn dó stuttu seinna. Athygli hefði vafalaust vakið, ef íslenskir læknar hefðu greint frá þessum sjúklingum þá í víðlesnu tímariti. í töflunni koma fram helstu atriði um ZES (6, 7, 8, 12). Þótt kviðverkir séu algengasta fyrsta kvörtun, hjá um 80%, hafa allt frá 10- 14% sjúklinga niðurgang sem byrjunarein- kenni (6, 7, 8, 12). Á fyrstu árunum eftir að kvillanum var lýst, greindist hann oft ekki fyrr en eftir endurtekn- ar magaaðgerðir vegna illvígra magasára og fylgikvilla þeirra. Er því vel lýst af Ellison og Wilson 1964 (6). Á síðari árum, eftir tilkomu nýrra aðferða til þess að mæla gastrín í sermi (radioimmunoassay), greinist kvillinn fyrr en áður og iðulega á því stigi, að einkenni benda á venjulegt skeifugarnarsár (3). Sár sem eru samfara við venjulega meðferð og eru á óvenjulegum stöðum. Þar sem erfitt er að fá gerðar gastrínmæl- ingar í sermi, getur magasýrumæling stutt Zollinger-Ellison syndrome. Clinical features. References Ellison et o/(6) Stage et o/(7) Jensen et al (8) Regan et o/(12) Number of patients 260 34 42 40 Mean age at onset - 50.4 46.7 50.0 Males (%) 60 62 60 60 First symptoms (%) Abdominal pain 93 85 53 98 Pain & diarrhea 30 56 24 28 Diarrhea alone 7 9 40 2 MEA I (%) 21 24 26 23 Tumor present (!%) 90 52 67 64 Metastatic disease (%). 42 29 33 13 greiningu á sjúkdómnum, en engan veginn staðfest hann. Helmingur og allt að tveimur þriðju sjúklinga með ZES hafa fastandi sýrur hærri en 15 meq á klukkustund, en aðeins 3-10% sjúklinga með venjulegt skeifugarnarsár hafa svo háar sýrur (13, 14, 15). Sé hlutfallið milli grunngilda og hámarksgilda magasýru (BAO/MAO) hærra en 0,6, vekur það grun um að kvillinn sé til staðar, því helmingur sjúklinga með ZES hefur svo hátt hlutfall, en aðeins tveir af hundraði þeirra, sem hafa venjulegt skeifugarnarsár (13, 14, 15). Rannsóknir. Mæling á gastríni í sermi er langnæmasta og áreiðanlegasta aðferðin til greiningar kvillans. Gastrínmælingar voru árum saman erfiðar og niðurstöður ekki alltaf áreiðanlegar og voru sýni send héðan til ýmissa staða erlendis, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Nú eru þessar mælingar orðnar nákvæmar og unnt að framkvæma þær hér á landi, t.d. á Borgarspítalanum. Gastríngildi hjá heilbrigðum og sjúklingum með skeifugarnarsár mælast venjulega lægri en 50-60 pg/ml, en langflestir sjúklingar með ZES hafa hærra gildi en 150, iðulega hærri en 1.000 pg/ml (13). Við grun um sjúkdóminn eru endurteknar gastrínmælingar nauðsynlegar, þar sem eitt eðlilegt gastríngildi útilokar ekki sjúk- dóminn. Gildi yfir 1.000 pg/ml, samfara háum sýrum, staðfesta greininguna (13). Til eru sjúkdómar, þar sem gastrín er hækkað og sýrur eru eðlilegar eða um sýruleysi er að ræða, en þeir eru ekki sundur- greiningarvandamál. Fyrir utan ZES er aðeins um þrjá sjúkdóma að ræða, sem hafa bæði hækkaðar sýrur og gastrín, en þeir eru a) venjulegt skeifugarnarsár, b) G-frumuvefjaauki (G-cell hyperplasia) í porthelli og c) heilkenni, sem kemur fram eftir Billroth II — aðgerð þegar hluti porthellis er skilinn eftir (retained antrum syndrome (RAS)). Þegar gastríngildi eru vægt en ekki afgerandi hækkuð, getur greining, einkum gagnvart venjulegu skeifugarnarsári, verið erfið. Má þá beita gastrínörvunarprófi til aðgreiningar. Við sekretínörvunarpróf hækkar gastrín í sermi um meira en 40%, eða um meira en 200 pg/ml hjá sjúklingum með ZES (7, 13). Svo

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.