Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 16
32 LÆKNABLAÐIÐ meðferðar. Á það við um ýmsar persónulegar upplýsingar um sjúklinginn, um sjúkdóm hans og svo læknismedferð. Ef enginn annar en læknir sá, sem hlut á að máli, mætti skoða gögn þessi, væri ekki af þeim mikið gagn. í 17. gr. tölvulaganna (Lög um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum, sem varða einkamálefni nr. 92/1981), segir svo orðrétt: »Heimilt er að veita lækni eða tannlækni, er hefir mann til læknismeðferðar, upplýs- ingar úr sjúkraál sjúkrahúss eða öðrum sjúk- lingaskrám þess varðandi mann þennan. Upp- lýsingar geta einnig, þegar læknir á í hlut, tek- ið til annarra, einkum vandamanna viðkom- andi manns, þegar slíkt er talið skipta máli vegna læknismeðferðar á hinum skráða manni.« Samkvæmt þessu er þeim, sem halda sjúkraskrár, einungis heimilt að veita lækn- um, þ.m.t. tannlæknum, upplýsingar úr þessum sjúkraskrám og eingöngu að því er varðar mann, sem þessir læknar hafa til læknismeðferðar. Þetta var ekki svo erfitt vandamál viður- eignar meðan sjúkraskrár allar voru hand- færðar í bók, en vandinn við hindra út- breiðslu hefur aukist margfalt, þegar tölvu- skráning var upp tekin á heilbrigðissviðinu. Tekið skal fram við að samanburð á tölvuskráningu á heilbrigðissviðinu í öðrum Norðurlöndum, þá stöndum við afar aftar- lega í þeirri starfsemi. Ég held að tannlækn- ar haldi ekki neinar tölvuskrár, a.m.k. ekki neinar almennar tölvuskrár um sjúklinga sína. Á sjúkrahúsum hér hafa ríkisspítalarnir haldið skrár fyrir sínar stofnanir. Þá mun Borgarspítalinn hafa haldið skrár, tölvu- færða skrá um sínar stofnanir. Auk hinna almennu skráa, sem hér er um rætt, eru einnig haldnar ýmsar sérskrár um sérstaka hópa manna, sem flokkaðir eru ýmist eftir aldri, kyni eða sjúkdómseinkennum. Ríkisspitalarnir og Borgarspítalinn hafa fengið almenn leyfi til að halda sjúkraskrár. Þá hefur einstökum heilbrigðisstofnunum verið veitt leyfi til að halda mjög viðkvæmar skrár, svo sem embætti landlæknis og Trygg- ingastofnun ríkisins. Tölvufærðar skrár hafa ýmsa kosti fram yfir hinar handfærðu, en einn mikinn ókost hafa þær. Það er hægt að eyðileggja allar skránar í einu vetfangi. Af þeim sökum er oft höfð sú regla, að geyma annað eintak utan skráningarstofnunar og er það gert til öryggis. Þá hafa risið upp verstu deilur um það, hvort geyma skuli gögn þessi lengi: Á að eyðileggja þau eftir 20 ár eða 50 ár? Sumir læknar segja, að það eigi að geyma þetta í það óendanlega, til að geta borið saman sjúkdómana á ýmsum tímum og árangur læknismeðferðar. í samræmi við þetta er það nú komið í tísku nokkuð, að fara allt aftur í Fornaldasögur Norðurlanda, til að skoða læknisfræðileg atriði frá þeim tímum. Ekki veit ég hvað þetta er hagkvæmt, en ekki er það mjög vitlaust, a.m.k. ekki vitlausara en margt annað, sem gert er. Rétt er að huga að því, að allar skrár og ekki síst skrár lækna og heilbrigðisstofnana, snúa að öðrum en læknunum sjálfum, fréttamön- num og öðrum slíkum. Þær snúa einnig að þolandanum, þessum vesalingum, sem hafa verið skráðir. Um það segir í 10. gr. tölvu- laganna: »Nú telur maður, að upplýsingar um hagi sína séu ritaðir í sjúkraála eða önnur sjúkra- registur eða sjúkraskrár og vill nú fá vitn- eskju um efni þeirra. Skal hann þá óska þess við heimilislækni sinn, eða annan þann lækni, sem fjallað hefur um heilsuhagi hans, að hann leiti eftir upplýsingum þessum frá þeim, sem ábyrgur er fyrir skráningu. Þessi aðili skýrir lækninum frá upplýsingum, svo honum sé kleift að koma honum á framfæri við við- komanda.« Ennfremur segir í grein þessari: »Ákvæði 1. mgr. gildir ekki að hagsmunir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.