Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 33 hins skráða því að fá vitneskju um efni upplýsinga þyki eiga að víkja að nokkru eða öllu fyrir ótvíræðum almenningshagsmunum eða öðrum veigamiklum einkahagsmunum. En svo er háttað um nokkurn hluta upplýs- inga, en eigi aðra hluta þeirra, skal beiðanda veitt vitneskja um þá hluti, er eigi þykir var- hugavert að skýra frá.« Þá segir ennfremur í greininni: »Tölvunefnd getur ákveðið að skrár séu þegnar undan ákvæði þessu, ef ætla má að sérregla 3. mgr. muni hafa í för með sér, að tilmælum eða upplýsingum úr slíkum skrám verði almennt hafnað.« Hér er um málefni að ræða og upplýsingar, sem verið getur rétt að sjúklingurinn fái ekki. Tölvunefnd er falið að dæma um það atvik, hvaða upplýsingar það séu, sem synja skal sjúklingnum um. Þótt ýmislegt pex og rex hafi komið upp í störfum tölvunefndar, þar á meðal pex á milli lækna og sjúkrahúsa, þá hefur ekki komið til neinna klögumála um þessi atriði sem betur fer. Lbt: Hvað er nýtt í tölvuskráningu? Bárður Sigurgeirsson: Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði. Kemur þar aðallega þrennt til. í fyrstalagi má teljabetri vélbúnað. Tölvur, sem áður fylltu heil herbergi og þurfti sér- menntað stafsfólk til að fylgjast með dag og nótt, eru nú ekki stærri en svo, að það má koma þeim fyrir á skrifborðshorni og setja þær í vörslu eins manns. í öðru lagi hefur verð á tölvum lækkað mjög mikið, þannig að nú eru ekki lengur einungis stórar stofnanir, sem hafa efni á tölvukaupum. Haft hefur verið á orði, að hefðu framfarir í bílaiðnaðinum orðið jafn miklar, myndi meðalbíll kosta eina krónu og hægt væri að keyra 100 kílómetra á einum lítra af bensíni. í þriðja lagi hefur hugbúnaðurinn batnað mjög og spái ég reyndar mestum framförum á því sviði á næstu árum. Áður var hugbúnaður flókinn og ekki á færi annarra en sérmennt- aðra manna að sinna tölvuvinnslunni. Hugbúnaður í dag er mun meðfærilegri en áður. Hefur verið talað um að til að geta byrjað að nota sumar tölvutegundir, þurfi menn ekki nema hálftíma leiðsögn og geti síðan staðið á eigin fótum. Þurfi menn að fá ákveðið verk unnið í tölvu, geta þeir í flestum tilfellum unnið það sjálfir, en þurfa ekki að bíða lengi eftir sérfræðivinnu. Miklar framfarir hafa orðið í tölvusam- skiptum og held ég að það eigi eftir að koma okkur íslendingum til góða, en við höfum búið við vissa einangrun vegna fjarlægðar til annarra landa. Nú er hægt með hjálp ódýrs tækis, að láta tölvu á Seyðisfirði hafa sam- skipti við tölvur í Reykjavík og að senda upplýsingar í báðar áttir. Á þennan hátt má t.d. senda gögn úr sjúkraskrá, ef mikið liggur við.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.