Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 49 tjáskiptatækni heimilislæknisfræðinnar á valdi sínu. Er það enda bezta lækningin á þeim atvinnusjúkdómi okkar lækna að halda, að við séum alveg ómissandi og verðum endilega »að gera eitthvað«. Þeir sjúklingar, sem þekkja og treysta Iækni sínum og vita, að þeir geta náð við hann sambandi með litlum fyrirvara, eru alla jafna fúsir að bíða eftir sjálflækningu veirusjúk- dómanna, ef læknirinn gefur sér tíma til að skýra eðli þeirra út fyrir skjólstæðingum sínum. Dregur slíkt einnig úr rápi til annarra sérfræðinga. Sá heimilislæknir, sem hefur sæmilega náin og samfelld samskipti við sjúklinga sína, yfirvinnur jafnan hræðsluna við að halda að sér höndum, hafi hann á því einhvern hug. Oft á tíðum kemur þróttleysi okkar fram í tregðu við að gera sýkla- eða veirurannsóknir eða koma á fót aðstöðu til þeirra hluta. Annað dæmi um starfslinku eru tíðar símaávísanir á sýklalyf. Þá má nefna, að oft látum við lestur fagrita, námskeiðasókn eða endurmenntun sitja á hakanum fyrir annarri tekjudrýgri iðju. Þörf okkar heimilislækna fyrir viðhalds- menntun verður þó seint ofmetin, því margir vinnum við einir okkar liðs og förum á mis við þá daglegu uppfræðslu og hvatningu, sem samskipti sjúkrahúskollegana hafa í för með sér. Þetta er þeim mun mikilvægara fyrir þá, sem horfið hafa til starfa í heimilislækningum strax að loknu kandidatsári án þess að afla sér sérmenntunar. Hina miklu notkun íslenzkra lækna á ýmsum breiðvirkum sýklalyfjum er ekki hægt að skýra með öðru en kunnáttu- skorti. Geta má þess, að þekking lækna hérlendis á ýmsum kostnaðarliðum heilbrigðisþjónust- unnar er af skornum skammti. Einkum og sér í lagi látum við undir höfuð leggjast að ávísa hinum ódýrari tegundum lyfja, þegar samalyf er framleitt af mörgum aðilum. Það er umtalað meðal lyfsala, hve áróður lyfja- fyrirtækja og útsendara þeirra á greiðan aðgang að hlustum íslenzkra lækna. Það ber kunnáttu eða siðferðisþreki okkar ekki fagurt vitni, ef við eigum okkur ekki aðrar leiðir skárri til endurmenntunar en hlusta á fánýtan áróður farandsala, sem síðan er skolað niður með mútum í formi ljúfra veiga. TILLÖGUR TIL ÚRBÓTA 1. Efling almenningsfrœðslu. Sáralítið hefur verið gert af því að uppfræða almenning á íslandi um sjúkdóma, áhættuþætti þeirra eða hvernig bregðast skuli við þeim. Mikilvægt er að auka heilsufræðikennslu í skólum lands- ins. Nýlega komu þó út tvö uppsláttarrit í lyfjafræði fyrir almenning. Er það fagnað- arefni, því vafalaust munu þau ýta undir sjálfstætt mat sjúklinga á málum sínum, en jafnframt ala á vissri tortryggni gagnvart lyfjum og ávísendum þeirra. Efla ber áfram- haldandi útgáfustarfsemi í þessum efnum og jafnframt vinna að gerð fræðsluefnis fyrir myndbönd og sjónvarp. Þar verði leitast við að gera einstaklingum auðveldara að taka réttar ákvarðanir varðandi eigin heilsu, nýt- ingu heilbrigðisþjónustunnar og þ.h. Þó ber að minna á, að erlendar kannanir sýna, að sé rétt á málum haldið, er læknisviðtalið lang- áhrifamesta aðferðin til heilbrigðisfræðslu, sem þekkt er (16). Ber því stétt vorri að beita þessari áhrifamiklu aðferð eftir megni til að draga úr óþarfri notkun sýklalyfja. 2. Efling kennslu og þjálfunar í heimilis- lœkningum. Ég hef fyrr í grein þessari fullyrt, að góð undirstaða í aðferðafræði heimilis- lækninga og atferlisþáttum læknisviðtals geti dregið úr lyfjaávísunum. Til að bæta þessa undirstöðumenntun læknisefnanna, er að mínu viti nauðsynlegt, að skipa prófessor í heimilislækningumogjafnframtfjölgaheilsu- gæzlustöðvum í Reykjavík og nágrenni, sem færar séu um að veita læknanemum þá þjálfun, sem æskileg er. Allverulegar breyt- ingar þyrfti að gera á kennsluskrá lækna- deildar til að koma þessu til leiðar. Hinsvegar efast ég um, að þörf sé á að gera umtalsverðar breytingar á lyfjafræðikennslunni. 3. Betra skipulag heilsugœz/u. Heilsugæzlu- stöðvakerfið íslenzka hefur gjörbreytt allri læknisþjónustu úti á landsbyggðinni. Af ástæðum, sem mér eru ókunnar, hafa ráða- mennheilbrigðismálaogborgarstjórnReykja- víkur æ ofan í æ frestað því, að taka þetta kerfi upp í Reykjavík. Margt bendir hinsvegar til þess, að lyki uppbyggingu heilsugæzlu- kerfisins um land allt, myndu mönnunar- vandkvæði í heilsugæzlu fljótlega verða úr sögunni. Með ráðningu sérmenntaðra heimilislækna að vel búnum heilsugæzlu- stöðvum, myndu vinnugæðin aukast og aðstæður til starfsþjálfunar og gæðaeftirlits batna. Gæti slíkt dregið allverulega úr lyfja-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.