Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 40
48 LÆKNABLAÐIÐ an þarf að hafa yfir að ráða. Til að halda uppi sæmilegum vinnugæðum í heilsugæzlunni er tölvuvætt skráningarkerfi samskipta einkar mikilvæg trygging, en slíku verður trauðla í framkvæmd hrundið utan heilsugæzlu- stöðva. Einnig má benda á, að læknar, sem vinna í hópi á heilsugæzlustöðvum, hafa ósjálfrátt jákvæð áhrif á vinnugæði hvers annars með gagnrýnni nærveru sinni. Skortur á eftirliti með störfum lækna er íslenzku heilbrigðisþjónustunni til vanza, vansæmdar og mikils kostnaðarauka. Sem fyrr segir, kemur það fram í Félags- málum, að ýmis annar sjúkrakostnaður en lyf, svo sem rannsóknir, sérfræðiþjónusta, spítalakostnaður og fleira, er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu en í dreifbýli. Þeir, sem búa við skerta vinnugetu og heilsubrest, setjast líka fremur að á þessu svæði, því þar eru atvinnutækifærin fleiri og ýmis þjónusta auðfengnari. Vera kann einnig, að nálægðin við alla sérfræðingana valdi hér einhverju, a.m.k. hvað rannsóknarkostnað varðar. Með niðurfellingu tilvísanaskyldu má búast við verulegri aukningu heimsókna til sérfræðinga. Við slíku er að sjálfsögðu ekkert að segja, á meðan þeir sinna aðeins verkefnum sérgreina sinna og ganga ekki inn á verksvið heimilislækna. Geri þeir það hins vegar, er hætta á, að ekki fáist æskileg heildaryfirsýn yfir vanda og aðstæður sjúklingsins, sem að sjálfsögðu leitar uppi nýja og nýja sérfræð- inga hverju sinni. Slíkt getur jafnt aukið á sýklalyfjanotkun sem og aðrar lyfjaávísanir. Því tel ég æskilegt, að sérhver sjúklingur hafi sinn heimilislækni, en hringli ekki milli heilsugæzlulækna og sérfræðinga utan stöðv- anna nema að ráði læknis. Hér er því skipulagsbreytingar þörf, sem ekki verður sársaukalaus fyrir læknastéttina, en þeim mun heilsusamlegri fyrir almenning og þjóðarbúið. 4. Afskiptaleysi heilbrigðisyfirvalda. Það er i verkahring heilbrigðisyfirvalda að hafa vak- andi auga með starfsemi heilbrigðisþjónust- unnar og grípa í taumana, þegar miður fer. Ekki hef ég orðið var við neinar aðgerðir af þeirra hálfu varðandi sýklalyfjavandamálið. Sakna ég í því sambandi meðferðaráætlana og lyfjameðmæla, sem tíðkast með sumum er- lendum þjóðum. Þetta afskiptaleysi gerir það að verkum, að íslenzkir læknar finna aldrei fyrir aga eða aðhaldi, sem þó er full þörf á, þegar sérgreinar eru farnar að keppa um sjúklingana. Tilkynningaskyldu um farsóttir, atvinnu- sjúkdóma og aukaverkanir lyfja er hér slæ- lega sinnt. Verðum við því síður varir við mis- tök eða miður holl áhrif sýklalyfja, sem oft hljóta að vera gefin á hæpnum forsendum. Mikilvægt er, að landlæknir og stéttarsystkini sýni ekki óþarfa langlundargeð þeim læknum, sem leggja sig ekki fram eða breyta gegn betri vitund í starfi sínu, t.d. í ábataskyni (óþarfar lyfjagjafir, tilvísanir, rannsóknir). Vafalítið hefur ekki verið hugað nægilega að réttarstöðu sjúklinganna, þegar fyrir koma læknisfræðileg mistök og slys svo og óþarfa fjárútlát. 5. Þróttleysi (asthenia) lcekna og gloppótt frœðakunnátta. Telja verður það bera vott um skort á þrótti og siðferðisþreki, ef læknar láta sjúklinga segja fyrir um læknisfræðilega ákvarðanatöku, svo sem hvort gefa skuli sýklalyf eður ei. Það er þó almennt viðurkennt í læknisfræðitímaritum, að slíkt hendi oft og einatt víða um lönd. Ástæður þess geta verið fjölmargar, svo sem vangeta læknis til að skipuleggja starfstíma sinn. Sá læknir, sem ekki reynir að takmarka aðsóknina til sín (sem nær alltaf er mögulegt hér á landi), lendir yfirleitt í tímaþröng og þá er lyfseðill mun fljótlegri afgreiðslumáti heldur en erfitt og langdregið samtal. Hér gæti einnig komið til undanlátssemi vegna hættu á að tapa sjúk- lingum til annars læknis. /s/íkum tilvikum er því mikilvægt að hafa upp á eitth vað annað að bjóða, og er þá gott að hafa aðferðafræði og Innbyrðis aldursdreifing íbúa sjúkrasamlaganna í mynd 1 I. desember 1983 í hundraðshlutum. Aldur Reykjavík Dalaýsla Strandasýsla Skagafjarðarsýsla Hafnarfjörður Húsavík Grindavik Kjósarsýsla 0-14 23 28 27 27 28 28 32 33 15-44 .... 45 41 43 44 48 48 49 51 45-64 19 18 19 17 16 15 14 12 65 + 13 13 11 12 8 9 5 4 Alls 100 100 100 100 100 100 100 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.