Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 30
42 LÆKNABLAÐIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL I Læknafélag íslands og ■ Læknafélag Reykjavíkur 72. ARG. - FEBRUAR 1986 VARNIR GEGN HJARTAÞELSBÓLGU Hjartaþelsbólga er sýking í hjartalokum, á veggjum hjartahólfa eða í stóru æðunum við hjartað. Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur. Á íslandi fundust 35 sjúklingar árin 1976- 1980 og af þeim dóu 12 eða 32,4% (1). Heilbrigðisskýrslur okkar rekja 1-5 dauðsföll ár hvert til hjartaþelsbólgu síðasta áratuginn. Osler og Horder lýstu vel þessum sjúkdómi árið 1909 (2, 3). Fyrir daga penisillíns dóu öll fórnarlömb hans, en síðan hefur dánartíðni verið býsna stöðug, nálægt þrjátíu af hundr- aði. Fleiri læknast vegna framfara í greining- artækni, kröftugri sýklalyfja og brottnáms sýktra vefja með skurðaðgerð. En dánartíðni eykst með hærri aldri fólks, með meiri líkum á að fá sjúkdóminn og minni líkum á að lifa hann af, sýkingum af völdum sýkla með lélegt lyfjanæmi og ígræðslu gerviloka. Fyrir hálfri öld var sýnt fram á, að tanndráttur getur haft hjartaþelsbólgu í för með sér (4). Tannhreinsun, tannholds- aðgerðir, tannburstun og jafnvel tygging getur brotið bakteríum braut inn í blóðrásina (5). í nýlegri breskri könnun fundust 544 sjúklingar með hjartaþelsbólgu. Tannaðgerð hafði verið framkvæmd nýlega hjá 74 þeirra og 48 í viðbót voru með sýktar tennur, samtals 22,5% (5). Algengasti sýkingarvaldurinn í þessari rannsókn var keðjukokkurinn græni (streptococcus viridans), sem oftast er tengd- ur sýkingum í munnholi (6). Ekki hefur verið hægt að sanna, að sýklagjöf fyrir aðgerðir hindri sýkingu hjá mönnum, en dýratilraunir hafa sýnt fram á, að gjöf sýklalyfja fyrir tannaðgerðir kemur í veg fyrir hjartaþelsból- gu og tengsl tannaðgerða og sýkinga hjá mönnum eru sönnuð (7). Því hefur um langt skeið verið viðtekin regla, að gefa sýklalyf fyrir tannaðgerðir. Aðgerðir og rannsóknir á meltingar-, önd- unar- og þvagfærum geta valdið sýkingu í blóðrásinni, stundum blóðeitrun (sepsis), en sjaldnar hjartaþelsbólgu (8). Þá er oftast um að ræða aðrar tegundir sýkla en í munnholi (6) og varnarlyf önnuj-. Sjúklingar með gervihjartalokur eru í sérstaklega mikilli hættu, efþeir sýkjast. Nær alltaf þarf að fjarlægja lokuna og dánartíðni er há. Hjá þessum sjúklingum er mest í húfi og núdugaengin vettlingatök. Þykir því öruggast að dæla varnarlyfjum í æð (8, 9). Ekki er hægt að beita framsýnni rannsókn, til að meta, hvaða lyfjameðferð er árang- ursríkust til að hindra hjartaþelsbólgu. Þess vegna hafa verið notuð margs kyns meðferðarmynstur (8, 9, 10) og er erfitt að meta gildi þeirra. Eftir að bandarísku hjarta- verndarsamtökin birtu ráðleggingar sínar 1977 (10), var haldin skrá yfir sjúklinga, sem fengu hjartaþelsbólgu þótt forvarnarsýkla- lyfjagjöf væri beitt. Tíundaðir voru 52 sjúklingar, en aðeins sex þeirra höfðu fengið lyfjameðferð á þann hátt, sem ráðlagt hafði verið (11). Þykir þetta sanna varnarmátt þessarar lyfjameðferðar, ef henni er dyggilega fylgt. Þessar ráðleggingar hafa Sigurður B. Þorsteinsson og undirritaður lagað að íslensk- um lyfjastaðháttum og birtast þær hér á opnunni. Hjartaþelsbólga er ótrúlega lúmskur sjúkdómur. Vargur þessi dylst í sauðargæru, læðist fram með óljósum einkennum, sleni, gigtarverkjum, blóðleysi og hitavellu eða varpar yfir sig huliðshjálmi sjúkdóms, frá hvaða lífæri sem er. Enda er með ólíkindum, hve lengi getur dregist að svipta hann hulunni. John F. Godwin telur besta viðbragð gegn vágesti þessum, að sjúklingar, tannlæknar, skurðlæknar og heimilislæknar leggist á eitt að muna eftir sjúkdómnum áður en ráðist er í aðgerðir, svo að unnt sé að beita vörnum (12). Varnir og tímanleg greining eru vopn sem bíta til að bæta lífshorfur sjúklinganna. Árni Kristinsson HEIMILDIR 1. Sigurður B. Þorsteinsson, Jóhanna Björnsdóttir. Bacterial endocarditis á íslandi 1976-1980. Tíðni, orsakir og árangur meðferðar. Læknablaðið 1981; 67: 194-5. 2. Osler W. Chronic infective endocarditis. Q J Med 1908-9; 2: 219-30.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.