Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 56
46 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 skyldna innbyrðis er hugsanlegur en árekstrar milli skyldna heilbrigðisstarfsfólks og annarra siðferðilegra verðmæta er einnig mögulegur. Þessir árekstrar gætu komið upp í sambandi við áðurnefndan Vott Jehóva þegar siðareglur heilbrigðisstétta segja að bjarga eigi lífi þegar þess er kostur en á móti kemur sjálfsákvörðun- arréttur einstaklingins. Þess má geta að í heilbrigðisþjónustunni eru fleiri verðmæti sem máli skipta, svo sem heilsa og heilbrigði. Heilsa og heilbrigði eru að mörgu leyti nátengd velferð, því flestir telja þau eftirsóknarverð verðmæti og vegna þess að þau eru gjarnan lögð til grundvallar ákvörð- unum um velferð sjúklingsins, reyndar með öðrum verðmætum. Markmið læknisþjónustu er lækning sem miðar að heilsu og heilbrigði. Ef þau markmið nást ekki er reynt að stuðla að því að sjúkling- urinn nái eins mikilli heilsu eða heilbrigði og unnt er. Ef ljóst er að heilsan verður ekki end- urheimt og dauðinn er yfirvofandi verður markmiðið að draga úr þjáningum sjúklings- ins. Er þá reynt að sjá til þess að hann njóti þess sem eftir er af lífinu eins og kostur er. Þess má einnig geta að stundum geta markmið heil- brigðisþjónustu verið að auðvelda sjúklingum að ná eins miklum þroska og unnt er. Þetta gildir sérstaklega um börn. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að árekstrar geta orðið milli lífs og siðferðilegra verðmæta. Það er ekki sjálfgefið að lífið sé til blessunar fyrir einstaklinginn sjálfan né að hann njóti þess. Dæmi um þetta geta verið maður sem hefur verki sem ekki er hægt að lina eða einstaklingur sem hefur orðið fyrir heila- hvelsdrepi án heilastofnsdreps, er í dauðadái (6,7). Meðferð Löngum hefur mönnum þótt erfitt að skil- greina meðferð nákvæmlega. Hér verður litið svo á að meðferð geti verið hvaðeina sem heil- brigðisstarfsmaður gerir og ætlað er til gagns fyrir sjúklinginn hvort sem það er viðtal eða sértækar aðgerðir. Hér er verið að leggja áherslu á ætlun og gjörð því meðferð hefur venjulega markmið og jafnframt er eitthvað gert. Til að fyrirbyggja misskilning má benda á að það að gera „ekkert“ er líka að gera eitt- hvað. Ef sjúklingur er látinn deyja, án þess að komið sé í veg fyrir það með tiltækum ráðum, þá er um gjörð að ræða. Sú gjörð er háð sið- ferðilegu mati rétt eins og þær athafnir sem hefðu átt sér stað ef sjúklingum hefði verið haldið lifandixy). Stundum er talað um að stöðva eigi meðferð hjá dauðvona sjúklingi. Þessi talsmáti virðist tengjast vafasömu viðhorfi til meðferðar, það er að segja að raunveruleg meðferð sé virk (active) meðferð sem venjulega miðar að því að lækna sjúkdóminn. Andstæðan við virka meðferð hefur verið talin óvirk (passive) með- ferð. Sú meðferð sem linar þjáningar og lagar eða læknar einkenni, hefur verið kölluð óvirk meðferð. Svo virðist sem þessi meðferð sé stundum talin öðruvísi eða ómerkilegri. Það sést til dæmis þegar talað er um að stöðva meðferð, en þá er í raun verið að tala um að stöðva virka meðferð en ekki óvirka. Hér er tvennu ábótavant. í fyrsta lagi er gert lítið úr öðrum meðferðarmarkmiðum en lækningu sjúkdóms en í öðru lagi er notkun á orðunum virk og óvirk gölluð, því linun þjáninga og meðferð einkenna er svo sannarlega oft virk, tæknileg og yfirgripsmikil meðferð. Jafnframt má benda á að meðferð er nánast aldrei stöðv- uð, því aðstoð við daglega umhirðu og næringu sem og stuðningi og viðtölum við deyjandi fólk er ekki hætt fyrr en yfir lýkur. Samkvæmt áður- nefndri skilgreiningu á meðferð myndi umönn- un og stuðningur falla undir meðferð ekki síð- ur en sértækari aðgerðir til að lækna sjúkdóma. Ákvarðanir um það hvaða meðferð á að veita í einstökum tilvikum geta verið mjög erf- iðar. Hefur því verið reynt að gera ákvarðana- tökuna auðveldari með því að nota einhvers konar staðla eða viðmið þegar staðið er frammi fyrir erfiðu meðferðarvali. Frægastur þessara staðla er trúlega venjuleg — óvenjuleg meðferð (ordinary — extraordinary) sem Píus páfi XII innleiddi árið 1957 (8). Páfinn tengdi þessi hugtök við byrðar og taldi að sú meðferð væri venjuleg sem ekki legði of miklar byrðar á sjúklinginn sjálfan og aðra. Á sama hátt taldi hann að óvenjuleg meðferð væri öll sú meðferð sem legði óréttmætar byrðar á sjúklinginn eða annað fólk. Samkvæmt þessum mælikvarða á að veita öllum venjulega meðferð en óvenju- xy) Ólíklegt er að menn geti gert ekkert. Jafnvel á þeim stundum sem óvirkni þeirra er mest svo sem í svefni, má segja að þeir sofi, liggi út af, andi, hrjóti og svo framveg- is. Það að standa á bakkanum og hafast ekki að þegar einhver er að drukkna er líka að gera eitthvað. Óvirkni — gera ekkert — er líka háð siðferðilegu mati um rétta eða ranga breytni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.