Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 78
66 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 66-71 Líknarmeðferð — ný og vaxandi sérgrein innan læknisfræðinnar Valgeröur Siguröardóttir Inngangur Á undaförnum árum hefur borið mjög á greinum í erlendum fagtímaritum um siðfræði- leg álitamál innan læknisfræðinnar. Þessi um- ræða virðist nú loks vera að ná eyrum íslenskra lækna og er það vel. Það hefur viljað brenna við að siðfræðileg umræða um læknisfræðileg ágreiningsmál ætti sér einkum stað utan stétt- arinnar, til dæmis hafa hjúkrunarfræðingar hérlendis verið mun ötulli í þeirri umræðu en læknar. Af og til hafa einstök mál verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum, flest hentug í krass- andi fyrirsagnir, og aðallega tengd ágreinings- málum við upphaf lífs eða þá um líknardráp og rétt sjúklings til að deyja. Læknum hefur fund- ist þessi umræða oftar en ekki óþægileg, ófag- leg og ómaklega að sér vegið. Veikburða til- raunir til að dýpka og auðga hina almennu umræðu hafa verið fáar og ómarkvissar. En læknar geta ekki lengur stungið höfðinu í sand- inn. Þeir þurfa nær daglega að taka afstöðu til siðfræðilegra álitamála af ýmsum toga — það er órjúfanlegur hluti af starfi læknisins. Það er því brýn þörf á aukinni innri umræðu og gagn- rýninni umfjöllun um starfskilyrði og viðfangs- efni læknisins. Hér á eftir ætla ég að fara nokkrum orðum um undirstöðuatriði líknarmeðferðar (palliati- ve medicine) eins og þau snúa að mér sem starfandi krabbameinslækni. Þegar ég fjalla Höfundur er er krabbameinslæknir og starfar viö Heima- hlynningu og leitarstöð Krabbameinsfélags (slands. Grein þessi er byggö á erindi sem flutt var á ráöstefnu Siðfræöiráðs Læknafélags (slands 18. mars 1994. um umönnun dauðvona sjúklinga á ég einkum við sjúklinga með ólæknandi sjúkdóm til dæmis langt gengið krabbamein, sem þjást og þar sem endalokin eru nærri. Siðfræðileg grundvallaratriði Þegar vega á kosti og galla ákveðinnar lækn- ismeðferðar er vanalega byggt á læknisfræði- legum rökum, klínískri reynslu og kostnaði í peningum talið. I augum sjúklings er vægið milli kosta og ókosta líklega ekki hið sama og í augum læknisins. Skoðun hvors vegur þyngra? Það er í raun siðfræðileg grundvallarspurning þó að við læknarnir höfum lengi tekið okkur einræðisvald í málinu. Líklegra er að skoðun sjúklingsins og læknisins fari oftar saman þegar lækningamöguleikar eru góðir en síður þegar batahorfur eru lélegar. Það hefur reynst mörg- um lækninum erfitt að láta afstöðu sjúklingsins ráða ferðinni án þess að tapa faglegri yfirsýn. Önnur siðfræðileg grundvallaratriði eru nauðsyn þess að virða sjálfsákvörðunarrétt ein- staklingsins og skyldan að veita sjúklingi með- ferð og umönnun sem stuðlar að sem bestri líðan. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins miðast við þá skoðun að sérhver einstaklingur vilji bera ábyrgð á líkama sínum og lífi. Þessi skilningur felur í sér að sjúklingi verði að veita allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að hann geti síðan tekið ákvörðun um meðferð. Einkum hefur þessi afstaða verið ríkjandi vestanhafs en er smám sanran að ná eyrunr Evrópubúa líka. Áður fyrr þótti það góð læknisfræðileg siðfræði að læknirinn einn hefði vitneskuna um sjúkdónr viðkomandi og tæki ákvörðun unr meðferð og velferð sjúk- lingsins. Hérlendis er meðalvegurinn líklega algengastur, þar sem læknirinn er ábyrgur fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.