Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 98

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 98
84 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Fundafíkn Óhætt er að fullyrða að fundasókn er sá angi íslensks at- vinnulífs, sem hraðast hefur vaxið og dafnað á hinum síðari árum. Þetta á við bæði í heil- brigðiskerfinu og öðrum þátt- um atvinnulífsins og vaxandi fjöldi manna hefur fundasókn að fullu starfi. Fáeinir sérvitr- ingar hafa reynt að andæfa þess- ari þróun en lítið orðið ágengt. fundafíklafjendur finnast þó víðar en á íslandi og nýlega birt- ist í The New England Journal of Medicine (330 (22): 1622-3, 1994) grein eftir Abraham G. Bergman urn ástand fundafíkn- ar („meeting mania“) í Banda- ríkjunum. Bergman gerir að umræðuefni, að meðan sparn- aðar er leitað víða í heilbrigðis- kerfinu og skorin niður þjón- usta við sjúklinga, er því ekki sinnt, að stærri og stærri hluti vinnutíma starfsmanna fer í ófrjóar fundasetur. Ritgerð Bergmans verður hér endur- sögð frjálslega og staðfærð. „Fundafíkn“ er eitt aðalein- kenni atvinnulífs okkar tíma og einkennir einkum stjórnendur og valdamenn. „Því miður, hann (eða hún) er á fundi“ er hin örugga skýring á fjarvistum og sönnun á valdastöðu og áhrifum. I gamla daga mátti af- saka fjarvistir með orðum eins og „hann er farinn í róður“, „hún er í heyskap“, eða „hún er að taka á móti barni“. Læknar lærðu fljótt að segja „hann er í aðgerð" eða „ég er að kenna“. Nú á dögum hefur ekkert af þessu sama afsökunarmátt og fundaseta sem jafnast á við það eitt að vera upptekinn við end- urlífgun. Hvers vegna fjölgar fundum svo ört? Að verulegu leyti er þetta vegna mikillar fjölgunar starfsmanna, sem starfa við stjórnun og eftirlit með störfum annarra. Flestar venjulegar stéttir eiga sér eðlilegan starfs- vettvang. Þannig eiga kennarar heima íkennslustofum. vísinda- menn á rannsóknarstofum og læknar á sjúkrahúsum, en stjórnendur, framkvæmda- stjórar, fjölmiðlafræðingar, ráðgjafar og skipuleggjendur hafa engan náttúrulegan vinnu- stað eða viðskiptavini/skjól- stæðinga. Þeirra verkfæri eru skipurit og pappírsgögn og vinnustaður þeirra eru funda- salir. Fundir eru taldir vera upp- spretta valds og sá staður þar sem ákvarðanir eru teknar. Þannig gerast valdafíklar funda- fíklar. Nefndir og starfshópar eru notaðir af háttsettum stjórnend- um til þess að komast undan ábyrgð, sem fylgir ákvarðana- töku. Þegar stjórnmálamenn skipa nefndir af sömu sökum eru þær gjarnan kallaðar sér- fræðinefndir. Ferlið er alltaf það sama. Þeir, sem eru beðnir um að sitja í nefndinni, eru svo upp með sér af því einu, að það líða margir mánuðir og tugir funda áður en þeir fara að velta fyrir sér hvort nefndarstarfið skili einhverjum raunveruleg- um árangri. Ein grundvallar- regla í nefndarstörfum er, að það hefur alltaf verið nefnd eða starfshópur, sem áður hefur skilað skýrslu um sama mál, en þær skýrslur eru alltaf læstar of- an í skúffu og gleymdar. Fundir eru oft notaðir til þess að skapa þá ímynd, að samráð sé haft og ákvarðanir teknar í sameiningu. Þetta á þó ekki við ákvarðanir, sem skipta máli. Flókin og mikilvæg mál, eins og til dæmis fjárhagsáætlanir, eru lögð fram tilbúin og lítið tæki- færi gefið til að ræða grundvöll þeirra, enda búið að taka ákvarðanir um slíka hluti fyrir fund. Smærri mál og þau sem skipta litlu máli eru hins vegar lítt undirbúin fyrir fund og eru þar rædd í löngu máli, enda skiptir niðurstaðan litlu. Fundahlé í fundafíklafélaginu Skynsemis- og sparnaðar- sjónarmið mæla með krossferð gegn fundum, ráðstefnum og nefndarsetum. Fundafíkn á að meðhöndla eins og hverja aðra fíkn og byrja á algjöru bindindi. Stofnanir skyldu byrja á 30 daga fundabanni, þar sem viðurlög liggi við fundasetum og funda- herbergi eru læst. Stjórnendur skyldu verðlaunaðir sérstaklega fyrir að vera í vinnunni. Þeir, sem komast að því, að þeir hafa ekkert að gera í þessum vinnu- tíma, bjóða auðvitað upp á tækifæri til hagræðingar. Eftir 30 daga bindindið má koma á fáeinum vel undirbún- um fundum, sem takmarkast við tvo þætti: 1. Akvarðana- töku. 2. Tryggja tengsl sam- starfsmanna. I báðum tilvikum er vandlegt skipulag fundar og dagskrár nauðsynlegt til að tryggja að hver fundur nái markmiði sínu. Mikilvægt er að gera sér grein því, að fundir eru yfirleitt ekki góð aðferð við að dreifa upplýsingum. Tjáskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.