Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 709 Table V. Number of operations, primary and secondary, 1955-1989 with complications, classified as to cleft types and number of operations. CP CL CLP Total number of operations 117 169 698 Intraoperative bleeding 4 - 3 Post op. bleeding - - 3 Infection 2 5 9 Disruptured wound 1 - 12 Fistula 10 1 30 Patient's number 96 83 131 Mean number of operation 1.2 2.0 5.2 landi (11,14). Þá hefur skarðasjúklingum ekki fjölgað hér á landi á síðari áratugum (13). Hvað kynjaskiptingu snertir, þá er hún í stórum dráttum svipuð og annars staðar (11,14). Þó eru hlutfallslega fleiri karlar hér með gómklofa einan sér (14), en það byggist á einni stórri ætt þar sem gómklofi er kynbund- inn (12,18). Séu einstaklingar þessarar ættar með gómskörð dregnir frá heildarefniviðnum verða kynjahlutföll svipuð og annars staðar. Á árunum 1955-1984 voru 310 sjúklingar með skörð fæddir á því tímabili í meðferð á Landspítalanum, 109 konur og 201 karl. Af þeim höfðu 102 skarð í gómi (ICD 749.0), 51 kona og 51 karl. Sex þeirra voru teknir út af ýmsum ástæðum (komu aldrei til eftirlits, dóu eða fluttu af landi brott), fjórar konur og tveir karlar, þannig að rannsóknarhópurinn sam- anstóð af 96 manns, 47 konum og 49 körlum. Fjöldi aðgerða í hópnum með gómskarð varð 117, eða 1,2 að meðaltali. Fylgikvillar voru 14 fistlar, þrír fengu blæðingu í aðgerð, einn fékk sýkingu og einn skurður rifnaði upp. Sam- kvæmt sjúkraskrám fengu 47 eyrnabólgu, níu fóru í tannréttingu og 26 í talkennslu. Þessar tölur gætu breyst við eftirskoðun, en þær geta aldrei orðið alveg nákvæmar. Þetta gildir um alla hópana. í rannsóknarhópnum höfðu 85 skarð í vör og/eða tanngarði (ICD 749.1), 65 karlar og 20 konur. Aðgerðir voru 171 eða tvær að meðal- tali. Tannrétting er skráð hjá 30 sjúklingum og talkennsla hjá einum. Sýking er skráð hjá fjór- um og sárrof hjá þremur. Eyrnabólga er skráð hjá 17 sjúklingum. í rannsóknarhópnum voru 130 skráðir með alskarð (ICD 749.2) en 10 voru felldir brott af svipuðum ástæðum og í hinum flokkunum. Eftir voru 120, 37 konur og 93 karlar. Fjöldi aðgerða í þessum hópi var 846 eða 7,0 aðgerðir að meðaltali. Fylgikvillar voru þrjár blæðingar í aðgerð, þrjár blæðingar eftir aðgerð, átta sýk- ingar í sári, 12 sárrof, 30 göt í gómi eftir aðgerð og fimm tilbakafærslur eftir beinskurð. Tann- réttingarmeðferð er skráð hjá 108 þessara sjúklinga og talþjálfun hjá 79. Eyrnabólga er skráð hjá 79. Enginn sjúklingur dó í aðgerð eða í tengslum við hana en skráning fylgikvilla er eftir sjúkra- skrám. Óeðlileg blæðing í aðgerð taldist ef sjúklingur þurfti blóðgjöf meðan á aðgerð stóð eða á fyrsta sólarhringi eftir aðgerð. Blæðing eftir aðgerð taldist ef gera þurfti aðra aðgerð til að stöðva blæðingu. Sýking taldist ef einkenni sýkingar sáust kringum sauma eða í sári. Sárrof taldist ef sár rifnaði upp, allt eða að hluta, oftast samfara sýkingu. Göt (fistlar) voru talin sem mynduðust á svæðum sem reynt var að loka. Væri ekki reynt að loka rofinu í tanngarði sjúklings með alskarð, taldist gat þar ekki fistill og því ekki fylgikvilli aðgerðar. Tilbakafærsla eftir beinskurð var talin ef aðgerðar var þörf til að laga hana. Nokkrir sjaldgæfari fylgikvillar voru ekki teknir með hér en eru skráðir í sjúkraskrá (tafla V). Sú almenna regla hefur viðgengist að sjúk- lingar með alskarð koma árlega til eftirlits til viðkomandi lýtalæknis þar til meðferð er lokið. Þá er tekin ljósmynd og ráðgast við aðra með- ferðaraðila eftir þörfum. Aðrir skarðasjúkling- ar koma sjaldnar, eftir fyrirmælum lýtalæknis, óskum foreldra og annarra meðferðaraðila eða óskum sjúklinga sjálfra. Flestir sjúklinganna hafa fengið tannréttingameðferð hjá prófessor Þórði Eydal Magnússyni og Teiti Jónssyni tannlækni á Akureyri. Nær allir sjúklingar með skarð í gómi og skarð í vör og gómi eru nú skráðir hjá Heyrnar- og talmeinastöð íslands fljótlega eftir fæðingu og er fylgst með þeim þar. Fjöldi aðgerða hjá hverjum einstaklingi er misjafn. Miðað við þær meginreglur sem fylgt er í meðferð hér fer sjúklingur með alskarð í fyrstu aðgerð nýfæddur (31-33), síðan á fjórða til sjötta mánuði í enduraðgerð á vörinni, á áttunda til 10. mánuði er gómskarðinu lokað. Heppnist það fer hann í næstu aðgerð um full- orðinstanntöku á áttunda til 10. ári, en það er beinflutningur í tanngarð og urn leið er lokað götum í eða við tanngarð. Gangi allt eðlilega ættu þessar fjórar aðgerðir að nægja fram á táningsaldur. Þá þarf oftast að lagfæra nefið, bæði til að bæta útlitið og opna loftvegi. Þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.