Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 711 Þriðja atriðið sem hefur breyst varðar lokun á skarðinu í tanngarðinum. I fyrstu var reynt að loka því með mjúkpartaflipum. Síðan voru beinhimnuflipar notaðir (35), en það kom í ljós hér eins og annars staðar að beinmyndun út frá þeim var oftast lítil eða engin en örmyndun talsvert mikil. Því var tekin upp sú aðferð, sem mest hefur verið þróuð í Noregi, að fylla tann- garðsskarðið með beinfrauði í byrjun fullorð- instanntöku, í tengslum við tannréttingu (38- 40). Vaxtartruflanir á tanngarði og kjálkum koma fram hjá mörgum sjúklingum með skörð, þótt í mismunandi mæli sé. Menn greinir á um hvort eða að hve miklu leyti þessar vaxtartrufl- anir séu tengdar erfðagallanum eða afleiðing af aðgerðum á vaxtarskeiðinu. Mestar líkur eru á að um báða þessa þætti sé að ræða. Meðal annars þess vegna hafa sumir viljað seinka að- gerðum, sérlega á gómnum (41,42). Hvað sem þessu líður virðist ljóst að við allar aðgerðir á andlitsbeinum barna ber að forðast vaxtar- stöðvar eins og kostur er. Við tilkomu sérfræð- inga í tannskurðlækningum breyttust og bötn- uðu möguleikar á að lagfæra afleiðingar af vaxtartruflunum bæði á efri og neðri kjálka og hafa margar slíkar aðgerðir verið framkvæmd- ar á skarðasjúklingum, einkum sjúklingum með alskarð. Þróunin hefur gengið í þá átt að framkvæma aðgerðirnar á ákveðnum tímabilum. Þannig er að jafnaði reynt að ljúka fyrstu lotunni, það er að segja frumaðgerðum á vör og gómi, á fyrsta ári. Næsta lota er svo upp úr átta ára aldri en þá er skarðið í tanngarðinum beinfyllt (38) og um leið eru lagaðir áberandi gallar á nefi og vör ef þörf er á (43). Farið er að hyggja að lokum meðferðar upp úr fermingu en þó aldrei end- anlega fyrr en beinvexti í andliti er að fullu lokið. Þetta er þó allt að breytanda breyttu og í raun getur verið ástæða til að endurskoða allar áætlanir hvenær sem er og meðferð er eigin- lega ekki lokið fyrr en bæði sjúklingur og lækn- ir hafa komið sér saman um að frekari árangri verði ekki náð. Að jafnaði eru frumaðgerðir gerðar hér fyrr en víða annars staðar og á þetta sérstaklega við um sjúklinga með skarð í gómi og alskarð (31,44). Aðgerðum hefur hins vegar fækkað í tímans rás, sem stafar fyrst og fremst af því að árangur af fyrstu aðgerðum hefur batnað og því minni þörf á öðrum milliaðgerðum en þeim sem gerðar eru samkvæmt áætlun. Hjálpar- meðferð svo sem talkennslu, tannréttingum og heyrnarbætandi aðgerðum hefur verið beitt eftir þörfum á öllu ferlinu. Við eftirskoðun hefur komið í ljós að skráningu á þessari með- ferð hefur verið áfátt í sjúkraskrám. Hjálpar- meðferðin verður því skráð sem hluti af eftir- meðferðinni. Algengustu aðferðir til að meta útlit hafa verið að láta hóp óvilhallra einstaklinga meta út frá ákveðnum forsendum, til dæmis með einkunnagjöf (25). Þessi aðferð hefur reynst ónákvæm þó hún geti gefið heildarlínur, en í ljós hefur komið að einkunnagjöf getur verið mismunandi milli ólíkra hópa og jafnvel önnur ef sami hópur hefur verið látinn endurmeta niðurstöður sínar að nokkrum tíma liðnum. Til þess að meta árangur á raunhæfan hátt og til þess að hægt sé að bera saman árangur ein- stakra hópa eða stofnana þarf að finna aðferð sem vilhallt mannsauga kemur ekki að. Nú er reynt að þróa slíka aðferð í samvinnu við fræðslusvið (ljósmyndadeild) og tæknideild Landspítalans. Segja má að erfðarannsóknir á skörðum hér á landi hafi byrjað með rannsóknum Pálma Möller (7). Niðurstöður þeirra rannsókna birt- ust í doktorsriti hans árið 1965. Þær voru í aðalatriðum svipaðar þeim sem birtust í dokt- orsriti Paul Fogh-Andersen 1945 (4) um skörð í Danmörku. Um miðjan áttunda áratuginn hóf höfundur (ÁB) ásamt dr. Alfreð Árnasyni að skoða skarðaætt í Eyjafirði. í þessari ætt var gómskarð eitt sér algengt, en það kom fram í karlleggnum sem er ólíkt því sem algengast er, vegna þess að gómskörð eru algengari hjá kon- um en körlum. Kynbundnum gómskörðum hafði verið lýst áður (45) en í okkar rannsókn kom í fyrsta sinni fram samband milli tungu- hafts og gómklofa (12,19). Árið 1985 var stofn- að til samvinnu við enskan rannsóknarhóp í frumulíffræði og hafa afrakstur og framvinda þeirra rannsókna verið birt í mörgum vísinda- ritum um erfðafræði (18,19). Leitað er að meingeninu, sem tekist hefur að staðsetja nokkurn veginn, og er þeim rann- sóknum haldið áfram (18,19). Takist að finna það gæti það flýtt fyrir að hægt verði að finna meingen sem valda hliðstæðum og algengari göllum. Þegar er hafinn undirbúningur að þess háttar rannsókn hér á landi en íslenska þjóðin er, eins og oft hefur verið bent á, á margan hátt vel fallin til slíkra rannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.