Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 38
714 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 714-5 Fræðileg ábending lllkynja háhiti á íslandi, skimun og skráning Þórarinn Ólafsson1’, Stefán B. Sigurösson2* lllkynja háhiti (malignant hyperthermy, MH) er erfðasjúkdómur sem fyrst var lýst af áströlskum læknum árið 1960 (1) og stafar af galla í kalkbúskap vöðvafrumna (2). Þeir sem hafa þennan erfðagalla eru heilbrigðir í sínu daglega lífi og heyrir til undantekningar ef við- komandi vita um gallann eða verða varir við hann. Einhver einkenni geta þó komið fram við mjög mikið líkamlegt álag í miklum hita. Skráning og leit hér á landi að einstaklingum jákvæðum fyrir illkynja háhita hófst fyrir 12 árum (3,4) og hefur verið ákveðið að senda út skrá yfir alla þá sem reynst hafa jákvæðir við rannsókn á vöðvasýnum. Sjúkdómurinn hefur verið kallaður martröð svæfingalæknisins. Astæðan er sú að þessir ein- staklingar þola ekki að vera meðhöndlaðir með svokölluðum kveikiefnum (succinylcho- line) við barkaþræðingu og/eða svæfðir með halógeneruðum svæfingalyfjum svo sem halót- an, enflúran og svo framvegis. Þegar það er gert fara þessi efni inn í vöðvafrumurnar og vegna galla í frymisneti þeirra geta efnin valdið losun kalsíumjóna (Ca++) sem leiðir til stöðugs samdráttar (stífleika) í vöðvunum. Þetta krefst Frá '’svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans, 2)Lífeðlis- fræðistofnun Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þórarinn Ólafsson, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspít- alans, 101 Reykjavík. Lykilorð: lllkynja háhiti, svæfing, halótan, erfðasjúkdómur, skimun fyrir illkynja háhita. mjög mikillar orkulosunar í líkamanum og leiðir það til aukins efnaskiptahraða, hita- myndunar (2-6° á klukkustund), hraðari hjart- sláttar, aukningar á hlutaþrýstingi koltvíildis (pC02) sem leiðir til mikillar súrnunar, aukn- ingar á kalíumstyrk í blóði ásamt stóraukins magns af vöðvahvötum kreatínkínasa (creat- ine kinase CK). Þessi viðbrögð koma fram skyndilega, ná fljótt hámarki (á nokkrum mín- útum) og leiða yfirleitt til dauða sjúklingsins ef ekki er brugðist rétt við. Það sem flækir málið meira er að jafnvel þótt sjúkdómurinn sé til staðar getur það verið tilviljun háð hvort ein- kenni hans koma frarn við svæfinguna. Dæmi er um að sjúklingur hafi verið svæfður oftar en 10 sinnum áður en einkenni illkynja háhita komu í ljós. Astæðan er óþekkt. Efnið dantrólen (Dantrium IV) hefur þann eiginleika að auka bindingu kalsíumjóna í vöðvafrumum og hefur það verið notað til að stöðva framvindu einkenna hafi illkynja háhiti komið fram. Efnið þarf að gefa í æð eins fljótt og hægt er og geta nokkrar mínútur skipt sköp- um. Hér á landi hafa höfundar sem fást við þess- ar rannsóknir reynt að miðla framangreindri þekkingu til allra svæfingalækna og hjúkrunar- fræðinga. Hvatt hefur verið til þess að lyfið dantrólen sé til á öllum þeim stöðum þar sem skurðaðgerðir og/eða svæfingar eru fram- kvæmdar. Sérhver slíkur staður þarf að hafa greiðan aðgang að 36 glösum af lyfinu, en það er upphafsskammtur við meðferð. Aðal- áherslu hafa höfundar þó lagt á að finna þessa einstaklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.