Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 58
726 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Katrín Fjeldsted formaður Félags íslenskra heimilislækna: Gef ekki mikið fyrir verkfallsréttinn Katrín Fjeldsted. Ljósm.: -jt- »Ég gef nú ekki svo niikið fyrir verkfallsréttinn þar sem vcrkfall bitnar á sjúklingunum og það er erfitt fyrir lækna að standa í svona aðgerðum. Ég trúi því að kjaranefnd vinni heiðarlega, hún starfar eftir ákveðnum lögum, er sjálfstæð í starfi sínu og henni ber að miða laun þeirra stétta sem hún hefur með að gera við hliðstæðar stéttir á almennum vinnumark- aði. I Ijósi þessa held ég því að þetta sé skársta leiðin í stöð- unni,“ segir Katrín Fjeldsted formaður Félags íslcnskra heimilislækna þegar hún er spurð um viðhorf sitt til samn- ingsins. „Óvissan um kjör okkar í framtíðinni er mun meiri hjá samninganefnd ríkisins en hjá kjaranefnd og það er ljóst að óbreytt ástand færir okkur eng- ar kjarabætur, miklu fremur er hætta á að kjörin rýrni áfram,“ segir Katrín Fjeldsted ennfrem- ur. Hún segist hafa fylgst með viðræðunum allan tímann og verið í stöðugu sambandi við samninganefndina. Hún segir hugmyndina um kjaranefndar- leiðina hafa verið rædda í for- ystu félagsins. Fýsileg leið „Við vorum búin að ræða þessa leið nokkuð og menn voru fljótlega nokkuð sannfærðir um að hún væri fýsileg. Ég vil fá að nota tækifærið hér til að þakka þeim unglæknum og læknanem- um sem stóðu með okkur í bar- áttunni fyrir stuðninginn því þeir þurftu vissulega ekki endi- lega að taka á sig launalækkun og önnur óþægindi en kusu það til að sýna okkur samstöðu." Heilsugæslulæknar hafa nú margir hverjir sótt um sín fyrri störf og segist Katrín ekki vita til þess að neinn sæki á móti þeim læknum sem áður mönn- uðu stöðurnar. Stöðunefnd muni hins vegar meta umsækj- endur eins og lög gera ráð fyrir og segir hún jafnframt ljóst að engar umsóknir hafi borist um sumar stöður, til dæmis á Vest- fjörðum þar sem læknar höfðu ákveðið að fara burtséð frá nið- urstöðum kjaraviðræðna. „Þar voru menn bara búnir að fá nóg af því að standa 24 stunda vakt árum saman án þess að fá fyrir það einhverja umbun. Kjörin og aðstöðuleysið í ein- menningshéruðunum hafa gert það að verkum að menn hafa hreinlega flosnað upp úr þess- um stöðum. Menn virðast nefnilega gleyma því þegar laun heilsugæslulækna eru borin saman við laun hjá öðrum að hjá flestum er verið að tala um venjulegan átta stunda vinnu- dag en á bak við laun heilsu- gæslulækna er mun meiri vinna og vaktabinding." Vantar skilning Katrín gerði að umtalsefni þessa sífelldu togstreitu um kjörin: „Mér finnst það mjög miður að það skuli ekki geta ríkt betra samkomulag og meiri skilningur milli ríkisvaldsins og starfsmanna þess og að það skuli þurfa að koma til ítrekaðra átaka milli þessara aðila. Ég ætla ekki að mæla kröfupólitík bót eða óbilgirni en ég held að kröfur starfsmanna séu langoft- ast réttlætiskröfur og því æski- legt að ríkið sýni þeim velvild og að reynt sé að vinna sameigin- lega að lausn málanna í stað þess að það þurfi alltaf að koma til átaka. Það hlýtur að vera hægt að reka launastefnu með jákvæðari hætti þótt ég skilji vel að stjórnvöld vilji halda halla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.