Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 54
724 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Hvað segja þau um samningana? Gunnar Ingi Gunnarsson formaður samninganefndar LÍ: Treysti kjaranefnd betur eftir slæma reynslu af samninganefnd ríkisins „Ég er sáttur við þennan til- tölulega rýra samning sem er aðeins til skamms tíma á þeim forsendum fyrst og fremst að kjaranefnd sé mun vænlegri val- kostur til að ná fram jafnstill- ingu launa heilsugæslulækna til samræmis við þá viðmiðunar- hópa innan BHM sem hafa áður legið næst okkur en síðan stung- ið okkur af. Á lokastigum fannst mér fullljóst að við næðum þessu ekki fram í viðræðum okkar við samninganefnd ríkis- ins og því augljóslega skynsam- lcgast að leggja verkefnið í hendur kjaranefndar,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson for- maður samninganefndar lækna í viðtali við Læknablaðið þegar hann er spurður álits á samn- ingnum og beðinn að greina frá hvernig samningaviðræðurnar í sumar gengu fyrir sig. „Petta var stríð mikilla átaka og okkur læknum finnst auðvit- að mjög erfitt að grípa til svo harðra aðgerða - aðgerða sem við vitum að bitna á skjólstæð- ingum okkar - sjúklingunum. En þetta stríð var háð í algjörri neyðarstöðu. Ég varð reyndar mjög hissa á því hvernig okkur var hlíft við gagnrýni af hálfu almennings, stjórnvalda og fjöl- miðla í þessu stríði og jafnframt mjög ánægður með hversu sam- stilltir læknar voru meðan deil- an stóð yfir,“ segir Gunnar enn- fremur en þessi viðræðu- og samningaferill byrjaði fyrir rúmu ári. Þá tók Gunnar að sér að leiða samninganefndina þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að taka slíkt ekki að sér aftur. Nefndin hafi síðan byrjað störf sín með því að afla gagna um kjaralega stöðu fastráðinna lækna þar sem áðurnefnt kjara- hrap hafi komið í ljós. Barnalækna vantaði verkefni „Á sama tíma og hin kjara- lega staða var skoðuð bárust fregnir af áformum barnalækna um að hefja vaktþjónustu í Domus Medica. Við vissum af verkefnaskorti þessara kollega okkar en þarna kom í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið tákn um að dagvinnuramminn dygði ekki barnalæknum lengur, þeir neyddust út fyrir rammann til að afla sér verkefna - verkefna heilsugæslulækna samanber samning milli læknafélaganna og Læknavaktarinnar sf. og samanber landslög, reglugerð og samning sérfræðinga um gjaldskrá. Þarna urðu tímamót. Hér fannst heilsugæslulæknum þeir sjá upphaf endaloka heilsu- gæslunnar og upp hófust miklar umræður um faglega stöðu okk- ar, verkaskiptingu og skipulag. Kjaramálin voru lögð til hlið- ar.“ Gunnar segir að fljótlega hafi skapast sá almenni skilningur að heilsugæslan væri í uppnámi og að grípa yrði til róttækra að- gerða til að bjarga henni. Menn reyndust tilbúnir til að segja upp stöðum sínum - tii að bjarga Gunnar Ingi Gunnarsson. Ljósm.: -jt- þeim. Að það yrði með öðrum orðurn að beita öllu afli frum- þjónustunni til stuðnings. Segir Gunnar Ingi að þrátt fyrir að heilsugæslulæknar í dreifbýli hafi yfirleitt fengið að njóta sín í frumþjónustunni án stöðugrar faglegrar varnarbaráttu þá skynjuðu þeir strax að heilsu- gæslan væri aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og því hefðu nánast allir sem einn ákveðið að vera með í varnar- baráttunni. „Auðvitað varð að klára hið faglega stríð áður en hægt yrði að ganga til samninga. Menn verða að vita í hvers kon- ar veröld þeir eiga að vinna áður en þeir semja um starfskjör sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.