Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 54

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 54
724 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Hvað segja þau um samningana? Gunnar Ingi Gunnarsson formaður samninganefndar LÍ: Treysti kjaranefnd betur eftir slæma reynslu af samninganefnd ríkisins „Ég er sáttur við þennan til- tölulega rýra samning sem er aðeins til skamms tíma á þeim forsendum fyrst og fremst að kjaranefnd sé mun vænlegri val- kostur til að ná fram jafnstill- ingu launa heilsugæslulækna til samræmis við þá viðmiðunar- hópa innan BHM sem hafa áður legið næst okkur en síðan stung- ið okkur af. Á lokastigum fannst mér fullljóst að við næðum þessu ekki fram í viðræðum okkar við samninganefnd ríkis- ins og því augljóslega skynsam- lcgast að leggja verkefnið í hendur kjaranefndar,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson for- maður samninganefndar lækna í viðtali við Læknablaðið þegar hann er spurður álits á samn- ingnum og beðinn að greina frá hvernig samningaviðræðurnar í sumar gengu fyrir sig. „Petta var stríð mikilla átaka og okkur læknum finnst auðvit- að mjög erfitt að grípa til svo harðra aðgerða - aðgerða sem við vitum að bitna á skjólstæð- ingum okkar - sjúklingunum. En þetta stríð var háð í algjörri neyðarstöðu. Ég varð reyndar mjög hissa á því hvernig okkur var hlíft við gagnrýni af hálfu almennings, stjórnvalda og fjöl- miðla í þessu stríði og jafnframt mjög ánægður með hversu sam- stilltir læknar voru meðan deil- an stóð yfir,“ segir Gunnar enn- fremur en þessi viðræðu- og samningaferill byrjaði fyrir rúmu ári. Þá tók Gunnar að sér að leiða samninganefndina þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að taka slíkt ekki að sér aftur. Nefndin hafi síðan byrjað störf sín með því að afla gagna um kjaralega stöðu fastráðinna lækna þar sem áðurnefnt kjara- hrap hafi komið í ljós. Barnalækna vantaði verkefni „Á sama tíma og hin kjara- lega staða var skoðuð bárust fregnir af áformum barnalækna um að hefja vaktþjónustu í Domus Medica. Við vissum af verkefnaskorti þessara kollega okkar en þarna kom í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið tákn um að dagvinnuramminn dygði ekki barnalæknum lengur, þeir neyddust út fyrir rammann til að afla sér verkefna - verkefna heilsugæslulækna samanber samning milli læknafélaganna og Læknavaktarinnar sf. og samanber landslög, reglugerð og samning sérfræðinga um gjaldskrá. Þarna urðu tímamót. Hér fannst heilsugæslulæknum þeir sjá upphaf endaloka heilsu- gæslunnar og upp hófust miklar umræður um faglega stöðu okk- ar, verkaskiptingu og skipulag. Kjaramálin voru lögð til hlið- ar.“ Gunnar segir að fljótlega hafi skapast sá almenni skilningur að heilsugæslan væri í uppnámi og að grípa yrði til róttækra að- gerða til að bjarga henni. Menn reyndust tilbúnir til að segja upp stöðum sínum - tii að bjarga Gunnar Ingi Gunnarsson. Ljósm.: -jt- þeim. Að það yrði með öðrum orðurn að beita öllu afli frum- þjónustunni til stuðnings. Segir Gunnar Ingi að þrátt fyrir að heilsugæslulæknar í dreifbýli hafi yfirleitt fengið að njóta sín í frumþjónustunni án stöðugrar faglegrar varnarbaráttu þá skynjuðu þeir strax að heilsu- gæslan væri aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og því hefðu nánast allir sem einn ákveðið að vera með í varnar- baráttunni. „Auðvitað varð að klára hið faglega stríð áður en hægt yrði að ganga til samninga. Menn verða að vita í hvers kon- ar veröld þeir eiga að vinna áður en þeir semja um starfskjör sín.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.