Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 19

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 731 enn á læknanlegu stigi (45). Stökkbreytingar í sama æxlisgeni hafa sést í hægðum sjúklinga með briskirtilskrabbamein og einnig sjúklinga með forstigs krabbameinsbreytingar í briskirtl- inum (pancreatic ductal hyperplasia) (46). Þess- ar rannsóknir hafa opnað þann möguleika að hægt sé að greina þetta illvíga krabbamein fyrr en verið hefur, en tæplega 80% briskirtils- krabbameinssjúklinga reynast vera með fjar- meinvörp við greiningu og fimm ára lifun er ekki nema 1-2% (47). Til þess að ganga ennþá lengra sýndi annar hópur fram á það að hægt væri að greina þessar sömu stökkbreytingar í ristilskolsýnum (colonic effluent samples) sjúk- linga sem voru án þekkts krabbameins eða for- stigsbreytinga, en í aukinni hættu á að fá ristil- krabbamein síðar á ævinni (til dæmis vegna fjöl- skyldusögu eða FAP). Þessar stökkbreytingar sáust hvorki í sjúklingum með bólgusjúkdóma í ristli né þar sem ristilspeglun var eðlileg. I einu tilfelli sást þessi stökkbreyting í sýni úr sjúklingi sem greindist með ristilkrabbamein fjórum árum síðar (48). Enn er ekki ljóst hvort stökkbreytingagrein- ingar geti gegnt hlutverki í kembileit ristil- krabbameins. Líklega kæmu slíkar greiningar að mestu gagni í einstaklingum í auknum áhættuhópi, sem hafa til dæmis sterka fjöl- skyldusögu um ristilkrabbamein. I þessum hópi hefur reglubundnum ristilspeglunum ver- ið beitt í forvarnarskyni. Hvort stökkbreytinga- greiningar munu koma í stað ristilspeglunar verður framtíðin að leiða í ljós. Hugsanlegt er að aðferðirnar bæti hvor aðra upp og ætti því að nota samtímis. Rannsóknir á góðkynja hnútum úr brjóstum hafa sýnt að aukin hætta á brjóstakrabbameins- myndun getur fylgt ákveðnum meinafræðileg- um tegundum (49,50). Vísindamenn eru þó enn að leita að klínískum-, myndrænum- eða líf- fræðilegum þáttum sem geta betur spáð fyrir um hvaða góðkynja hnútar verða síðar illkynja. Fyrir nokkrum árum sýndi sameindaerfða- fræðileg rannsókn á 60 góðkynja hnútum að um 8% þeirra voru með stökkbreytingu í p53 geninu (ekki kímlínu) (51). A rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfé- lagi Islands hefur ein rannsókn beinst að því að skoða stökkbreytingar í þessu sama geni í nála- stungusýnum úr brjóstum. Fyrstu niðurstöður styðja áðurnefnda rannsókn en þær sýna meðal annars að p53 stökkbreytingar eru til staðar, ekki aðeins í illkynja æxlum, heldur einnig í nokkrum góðkynja hnútum (52). Erfitt er að segja á þessu stigi hvaða þýðingu niðurstöður þessara rannsókna hafa. Það má vissulega leiða að því líkum að stökkbreytingar í þessu geni geta verið snemmkomnar í umbreytingarferli venjulegrar brjóstaþekjufrumu í illkynja krabbameinsfrumu. Þó er ekki víst að góðkynja hnútar sem bera p53 stökkbreytingar, séu lík- legri til þess að verða illkynja. Ef svo reynist vera þá hefur opnast leið til þess að greina krabbamein enn fyrr en gert er nú, jafnvel áður en það hefur í raun myndast. Einnig geta þessar stökkbreytingagreiningar hjálpað lækni að skil- greina undirhóp kvenna með góðkynja hnúta sem þyrftu annað hvort strangara eftirlit eða meiri meðferð en venja er. III. Upplýsingar um horfur og áhrif á meðferðarval: Það er orðið nokkuð langt síð- an að blóðfræðingar fóru að styðjast við ákveðnar genabreytingar við mat á horfum sjúklinga. I blóðkrabbameinum er algengt að ein ákveðin genabreyting orsaki myndun krabba- meinsins og er því auðveldara að meta áhrif hennar, en í öðrum krabbameinum. Sem dæmi þá hefur löngum verið vitað að bráða hvítblæð- issjúklingar (ALL) með svonefndan Phila- delphia litning hafa verri horfur en þeir sem hafa ekki þessa genabreytingu (3). Philadel- phia litningur þessi myndast við tilfærslu abl for-æxlisgensins frá litningi 9 á bcr svæði á litningi 22 (translocation 9:22). For-æxlisgenið verður við þetta að æxlisgeni og getur stuðlað að krabbameinsmyndun. Hvað varðar rannsóknir á öðrum krabba- meinum hafa margar þeirra einnig beinst að því að skoða áhrif hinna ýmsu erfðaefnisskemmda á horfur krabbameinssjúklinganna. Það hefur reynst erfiðara að meta áhrif einstakra gena- breytinga heldur en í blóðkrabbameinum, vegna þess að oftast koma margar breytingar til. Það hefur þó komið í ljós að greining vissra erfðaefnisskemmda getur hjálpað lækninum að meta betur horfur sjúklinganna auk þess sem þær geta gegnt hlutverki í að gera meðferð markvissari en núverandi aðferðir bjóða upp á (53). Dæmi um gagnsemi slíkra rannsókna birt- ist árið 1996, þegar sýnt var fram á mikilvægi tjáningar svonefnds DCC (deleted in colorectal cancer) prótíns í ristilkrabbameini (54). DCC prótínið er himnubundið og líkist mjög ákveð- inni samloðunarsameind (neural-cell adhesion molecule). Talið er að ef þessa samloðunar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.