Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 63

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 769 grunni. Ekki er því um það að ræða að ein lög gildi um rekstrarleyfishafa en önnur um aðra vísindamenn. 11. Hvaða rök liggja fyrir því að veita einungis þeim „vísindamönnum sem vinna upplýsingar í gagnagrunn á heilbrigðissviði aðgengi að upplýsingum úr grunninum til notkunar í vísindarannsókn- um. “ Forsendur rekstrarleyfis- hafa fyrir því að greiða þann mikla kostnað sem fylgir því að gera miðlægan gagnagrunn eru þær að hann geti selt upp- lýsingar eða úrvinnslu úr gagnagrunninum, m.a. til vís- indamanna, til þess að fá stofnkostnað og rekstrar- kostnað greiddan. Hér er því ekki verið að koma í veg fyrir að aðrir vísindamenn geti fengið aðgang að upplýsing- um úr gagnagrunninum heldur er verið að veita vísindamönn- um „sem starfa hjá þeim aðil- um sem vinna upplýsingar í gagnagrunn á heilbrigðis- sviði“ aðgang með sérstökum kjörum, þ.e.a.s. þannig að þeir greiði einungis breytilegan kostnað við vinnslu upplýsing- anna. Þetta er hugsað sem hluti af umbun til stofnananna og starfsmanna þeirra. 12. Er eðlilegt að fulltrúi rekstrarleyfishafa sitji í „að- gangsnefnd“? Vísað er til svars við spurn- ingu 11. Með tilliti til þess er ekki óeðlilegt að rekstrarleyf- ishafi fái tækifæri til að gæta viðskiptahagsmuna sinna. 13. Hvaða rök liggja fyrir um tímalengd veitingar einka- leyfis? Gert er ráð fyrir að rekstrar- leyfi verði veitt til 12 ára. Rökin fyrir því eru þau að það tekur óhjákvæmilega nokkur ár að gera gagnagrunninn. Það hlýtur einnig að taka allmörg ár að fá stofnkostnað við gerð grunnsins til baka. 14. Hver verður réttur lœknis til að neita að láta af hendi upplýsingar í hinn mið- lœga gagnagrunn? Sjálfstætt starfandi læknir getur ákveðið hvort hann læt- ur af hendi upplýsingar í gagnagrunn. Hvað varðar heilbrigðisstofnanir er gert ráð fyrir að það þurfi sam- þykki þeirra sem bærir eru til að taka ákvörðun fyrir þeirra hönd. Gengið er út frá því að slíkar ákvarðanir verði ekki teknar nema að höfðu samráði við lækna. Bent er á að í samningi við rekstrarleyfis- hafa gætu falist takmarkanir á því hvaða upplýsingar eru af- hentar. Frumvarpið tryggir hins vegar ekki einstökum læknum á stofnunum rétt til að neita að afhenda upplýs- ingar. 15. Hver á upplýsingarnar sem safnað hefur verið í gagnagrunninn að loknum einkaleyfistíma? Ráðneytið telur að enginn geti átt heilsufarsupplýsingar hvort sem þær eru í miðlægum gagnagrunni eða á heilbrigð- isstofnunum. Þegar leyfistíma lýkur tekur ráðherra ákvörðun um starfrækslu gagnagrunns- ins að fengnu áliti nefndar um starfrækslu gagnagrunns og Tölvunefndar. Ráðuneytið vill þakka gagnlegar ábendingar sem koma fram í spumingum yðar. Ráðuneytið vonast til að svör- in komi félaginu að gagni við áframhaldandi umfjöllun um málið og er reiðubúið til frek- ari viðræðna. / Svar stjórnar Læknafélags Islands frá 15. september Borist hefur svar Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyt- isins við spumingum stjómar LÍ sem sendar voru til þess að stjórnin gæti betur glöggvað sig á efnisatriðum umræddra draga og þakkar stjómin fyrir skjót viðbrögð. Svar ráðuneyt- isins var til umfjölllunar á stjómarfundi í dag. Eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins miða svörin við frumvarpsdrögin eins og þau lágu fyrir í sumar en miða ekki við þær breytingar sem kunna að verða gerðar á frum- varpinu í kjölfar margvíslegra athugasemda. Stjórn LÍ hefur áður hafnað umræddum drögum að frum- varpi um miðlægan gagna- grunn og svör ráðuneytisins við spurningum stjórnarinnar breyta ekki þeirri afstöðu. Hins vegar hafa nokkur álita- mál orðið skýrari eftir svör ráðuneytisins. Ráðherra hefur farið þess á leit við Læknafélag íslands að staðið verði sameiginlega að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.