Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 6
4 kleppsspítali 1907 (Jó- hannes Bergsveinsson teiknaði eftir póstkorti). var byrjað að grafa grunn fyrir viðbyggingu, sem ekki komst þó í notkun fyrr en 10 árum síðar. Sú bygging var ætluð fyrir 80 sjúklinga, og 1951-1952 var tekin í notkun enn ein viðbygging ætluð fyrir 35 sjúklinga. Smám saman var sjúklingum troðið í allar smugur, starfsfólksíbúðir og útihús voru tekin fyrir sjúklinga þannig, að þegar flest var, urðu sjúklingar á spítalanum um 300. Voru þrengslin þá svo mikil, að þau í sjálfu sér verkuðu illa á sjúkling- ana og aðstaða til meðferðar var engin að kalla umfram rúmstæðin. Upp úr 1960 byrjaði aðeins að rofa til í húsnæð- ismálum spítalans, en þá var byggt húsnæði fyrir iðjuþjálfun og samkomusalur. Skömmu síðar fór hjúkrunar- og dvalarheimilið Ás í Hveragerði að taka við sjúklingum frá spítalanum sem voru áfram stundaðir af læknum og hjúkrunarfræðingum hans. Á síðustu árum hefur verið unnið að því að skapa sjúklingum, sem hugsanlega gætu dvalið utan spítalans, einhverja aðra aðstöðu. Fyrsta skrefið í þessa átt var heimili, sem fyrrverandi for- stöðukona spítalans, Guðríður Jónsdóttir, setti á laggimar 1967 og rak sjálf þangað til hún gaf spítalanum hús sitt 1973. Það sama ár tókst að tæma gamla spítalann, timburhúsið frá 1907, sem var löngu ónothæft vegna kulda og eldhættu. En áður hafði verið fengið húsnæði á ýmsum stöðum utan sjúkrahússlóðarinnar. Jafnframt höfðu þá lækningastofur, rannsóknarstofur og göngudeild spítalans fengið húsnæði í bráðabirgðabyggingu. Á árinu 1974 var hafist handa um að endur- byggja húsið frá 1907 þannig að það væri eldtraust. Var þá ákveðið að í því húsi skyldi vera matstofa fyrir starfsfólk og dagdeild. Matstofan fyrir starfs- fólkið var tekin í notkun á 70 ára afmæli spítalans 1977, en nú loks er lokið við dagdeildina, sem tekin var í notkun á 75 ára afmælisdegi spítalans. Bygging Kleppsspítalans á árunum 1906-7 er tvímælalaust merkasti áfangi í sögu geðlækninga á íslandi. Næstmerkasti áfanginn er bygging geð- deildar Landspítalans, en fyrsti hluti hennar var tekinn í notkun á árinu 1979. Þá var ákveðið, að Kleppsspítalinn og geðdeild Landspítalans skyldu rekin undir sameiginlegri faglegri stjórn til þess að sem best not yrðu af mannafla og mannvirkjum, sem til ráðstöfunar væru. Jafnframt var ákveðið að geðdeild Barnaspítala Hringsins yrði hluti af geð- deildum ríkisspítalanna. SJÚKLINGAR OG STARFSLIÐ I upphafi var aðeins einn læknir við spítalann, Þórður Sveinsson, og ein hjúkrunarkona. Annar læknir, Helgi Tómasson, bættist við þegar nýi spít- alinn var tekinn í notkun 1929. Fram til 1962 voru sjaldan meira en fjórir læknar í starfi við spítalann. Það ár voru innlagnir á spítalann 256. Upp úr því fór læknum og öðru starfsliði fjölgandi. Á síðustu 5 árum hefur árlegur innlagningafjöldi verið 1000- 1400. Frá upphafi hafa komið tæplega 7000 sjúklingar á spítalann, eða nálægt 2% allra íslendinga. Meiri- hluti þessara sjúklinga hefur komið á síðustu 15 árum, eftir að starfsliði fór að fjölga og dvalartími að styttast verulega. Meðaldvalartími hefur á síð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.