Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 117

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 117
115 velkomin viðbót við endurhæfinguna þegar Geð- verndarfélag íslands bætti 22 plássum við Reykja- lund, sérstaklega ætluðum til endurhæfingar geð- sjúkra. Sá félagsskapur og Kiwanis-klúbbarnir á Islandi hafa einnig styrkt verndaðan vinnustað, Bergiðjuna, sem rekinn er af Kleppsspítalanum fyrir sjúklinga innan spítalans og utan. Hinir síðar- nefndu búa einir sér á heimilum. Sum eru rekin af Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar með stuðningi starfsfólks Kleppsspítala. Eins og sést af framansögðu hefur verið unnið kerfisbundið að því, að ekki dveldu fleiri sjúklingar en bráðnauðsynlegt væri á sjálfum geðdeildunum með því að afla húsnæðis á ýmsum öðrum stöðum. Þó að ekki hafi gengið sem skyldi að fá sveitar- félögin til að koma upp hjúkrunar- og dvalarheim- ilum og áfangastöðum og annast rekstur þeirra, hefur stofnun þeirra verið vel tekið. Jafnan hefur verið lögð áhersla á að fá vel staðsett og góð hús til þessara nota. Aðeins í einu tilviki var veruleg and- staða frá fólki gegn því að stofna til þessara val- kosta við sjúkrahúsdvöl. Þetta olli óróa meðal nokkurra nágrannanna, en aðrir, sem bjuggu í ná- grenni staðarins, aðstoðuðu við að útkljá deiluna. Nú dvelja í þessu húsi 17 sjúklingar, sumir þeirra mikið veikir, en heimilið er einn best búni valkost- urinn, með 10 starfsmenn. Nýjasti áfangastaðurinn er fyrrverandi göngudeild fýrir áfengissjúklinga, sem er í næsta húsi við hjúkrunarheimili fyrir lang- dvalarsjúklinga. Aðrir valkostir við sjúkrahúsdvöl hafa komið fram á þessu tímabili. Göngudeildarmeðferð hefur verið færð út og tekur einnig til sjúklinga, sem ekki hafa verið lagðir inn til meðferðar á sjúkrahúsi (1972-3), ráðgjafarsamvinna við aðrar sjúkrahús- deildir tekin upp og heimavitjanir í smærri stfl. Þessir valkostir hafa vafalaust dregið úr sjúkrahús- innlögnum að einhverju marki. Meðferð dagsjúkl- inga hefur verið aukin talsvert þannig, að 20% sjúklinganna á sjúkradeildunum eru dagsjúklingar. A 75 ára afmæli Kleppsspítalans var opnuð sérstök deild fyrir dagsjúklinga, sem aðallega er ætluð til að hjálpa alvarlega veikum geðsjúklingum, sem þurfa á langvarandi stuðningi og meðferð að halda. Þegar er fyrir hendi ein sjúkrahúsdeild í Reykjavík fyrir dagsjúklinga með 16-20 plássum og er hún hluti af geðdeild Borgarspítalans. Samtímis stofnun ýmissa valkosta við sjúkra- húsmeðferð hafa talsverðar breytingar átt sér stað innan sjúkrahússins með aukinni áherzlu á um- hverfismeðferð, hóp- og fjölskyldumeðferð, og samtalsmeðferð fyrir einstaklinga, jafnframt bættri lyfjameðferð. Einnig hefur verið lögð áhersla á að láta sömu meðferðaraðila fylgja sínum sjúklingum í veikindum þeirra innan sjúkrahúss og utan svo lengi sem mögulegt er og þörf krefur. í samræmi við þessa stefnu hefur sjúkrahúsmeðferð áfengis- sjúklinga verið beint að tveim sérstökum deildum, sem sömu meðferðaraðilar vinna við og göngu- deild fyrir áfengissjúklinga. UMRÆÐA Hafa valkostirnir og breytingarnar orðið til góðs fýrir sjúklingana? Eða hefur þetta orðið til góðs fyrir samfélagið í heild? Eða hefur þetta aðeins þjónað þeim tilgangi að dreifa þjónustunni? Ekkert einhlítt svar er til við þessum spumingum. Takmarkað já gæti verið svar við þeim öllum. Þetta hefur orðið til góðs fyrir suma sjúklinga, sem hafa fengið betra íbúðarhúsnæði og líklega notið meiri persónuþroska. Þetta hefur sparað peninga skatt- borgaranna, bæði með tilliti til stofn- og rekstrar- kostnaðar. Líklega hefur þjónustan dreifst eitt- hvað þar sem fjöldi sjúklinga, sem komið hefur til meðferðar á einu ári, hefur aukist hlutfallslega eins mikið og fjöldi geðlækna, hinir fyrrnefndu úr u.þ.b. 500 í 3000 einstaklinga pr. ár og hinir síðarnefndu úr 3 í 17, en einnig hafa geðlæknamir tekið að sér ýmis önnur störf svo sem kennslu og ráðgjöf ýmis konar. Hins vegar hefur vaxandi fjöldi geðhjúkr- unarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa bæst í starfsliðið og iðjuþjálfum er að fjölga. En alvarlega neikvæða hlið má sjá í dálítið aukinni tíðni sjálfs- morða meðan á sjúkrahúsmeðferð stendur og á fyrsta ári eftir útskrift (3). Aftur á móti hefur hlutfall geðsjúkdóma sem aðalorsök örorku haldist nokkuð svipað (4 og 5). Fjöldi innlagna sjúklinga margfaldaðist á þessum 20 árum, en meðaldvalartími þeirra, sem dvöldu minna en eitt ár, hefur minnkað úr 56 dögum í 36. Árið 1961 voru 31,5% innlagnarfjöld- TAFLA III Innlagnir á geddeildir ríkisspítalanna 1961 og 1980 skipt eftir sjúkdómsgreiningu. 1961 1980 Hlutfall Hlutfall Geöklofí 19 15 Aörir starfrænir meirih. geðsjúkd. (psychoses) 25 18 Drykkjusýki 44 53 Vefrænir geösjúkdómar 6 1 Aðrir geðkvillar 6 12 Alls 100 99 Fjöldi innlagna 229 1067 Fjöldi innlagna í fyrsta skipti 75 202
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.