Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 22

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 22
116 Samvinna og sjálfstæði. [Stefnir blöðum, á mannfundum, og á ann- an hátt, að þeir einir væri sannir og rétttrúaðir samvinnumenn, sem fylla Framsóknarflokkinn eða vin hans og bróður Alþýðuflokkinn, sem nú að síðustu er scnnilega eitthvað að nálgast jafnrétti í þessu efni. Allir hinir eiga að vera svikarar við hugsjónina og naum- ast verðugir að bera heitið „sam- vinnumenn“. Þriðja sönnunin er sú, að síðan tekið var upp að styrkja blöðin og jafnvel nokkru fyr,hefir þess verið vandlega gætt eftir megni, að eng- ir aðrir en öruggir fylgismenn nú- verandi stjórnarflokks fengi störf við félögin sem verzlunarstarfs- menn, stjórnarnefndarmenn, end- urskoðendur, eða sambandsfulltrú- ar. — Þetta atriði hefir eðlilega styrkt þá sannfæring meðal al- mennings, að vel þyrfti að tryggja blaðastyrkinn, en auk þess hefir það, eins og gefur að skilja, gefið þeirri tortryggni byr undir báða vængi, að eitthvað meira væri í húfi. 1 þessu sambandi virðist eigi fjarri lagi, að víkja lítilsháttar að þeirri spurningu, hver sé réttur þeirra manna, sem staðið hafa fyr- ir þeim aðgerðum, sem hér hefir verið lýst? öll samvinna er háð því lögmáli, að meiri hluti ræður úrslitum mála á fulltrúafundum, stundum ein- faldur meiri hluti, stundum meira. Sú takmörkun virðist þó sjálfsögð á því sviði, eins og í öllum félags- skap, að meiri hluti ráði aðeins úr_ slitum þeirra mála, sem við koma starfsemi og tilgangi hlutaðeigandi félaga. Nú virðist það í rauninni ekki beint koma við tilgangi sam- bandsins eða undirdeilda þess, að styrkja stjórnmálablöð, enda hafa margir eigi komið auga á að svo sé. En svo langt er heimildin sótt í þessu efni, að þetta er að öðrum þræði talið menningaratriði og rökstutt sem aukin samvinnu- menntun, en að hinu leytinu talið nauðsynlegt til að verja félögin fyrir árásum utanfélagsmanna. Einn höfuðkostur allrar samvinnu hefir fyr og síðar verið talinn sá, að auka viðskiftalegt siðgæði. Með öðrum orðum að styrkja þá til- hneiging að efla annara hag jafn- framt sínum eigin, greiða hverj- um sitt, og yfirleitt sýna öllum mönnum drengskap og réttlæti í viðskiftum. Flestir samvinnufröm- uðir, innlendir og erlendir, hafa lagt ríka áherzlu á að í þessu efni væri sannur samvinnuþroski fólg- inn. Nú er spurningin: Ber það vott um slíkan hugsunarhátt að meiri

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.