Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 48

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 48
142 Hætturnar í að hann gæti talað, og kallaði: „Mike! Mike! Haltu á ljósinu“. Jafnframt þreif hann til hans og reisti hann á fætur. Michels raknaði úr rotinu við stimpingarnar, en var þó ringl- aður. Eadie lét ljóskerið í hönd hans. En taugarnar voru enn fastar lengra burtu, og þangað varð Eadie að klöngrast. Þar voru járnplötur, sem rifnað höfðu upp, og utan um þær voru taugarnar flæktar svo, að ómögulegt var að losa þær. Og í þessum svifum festi Eadie sig á hvössu járni og reif gat á föt sín. Stóð hann nú brátt í ísköldu vatni upp undir höku. ,,Eg þarf að fá járnsög!“ sím- aði hann. Michels var nú hniginn í ómeg- in aftur, og Ijóskerið féll úr hönd hans. Eadie tók það og reisti upp við fallbyssuhylki. Sögin var- í sömu svifum látin síga niður til hans, og nú var tekið til óspilltra mála. í 40 mínútur sagaði hann og sagaði til þess að ná sundur járnunum, sem línurnar voru voru flæktar um. Við og við sím- aði hann: „Mér líður vel. Það gengur smátt og smátt!“ Vinnan hélt honum sæmilega hlýjum eftir atvikum. hafdjúpunum. [Stefnir Svo símaði hann: „Dragið nú inn taugamar frá Mike!“ Því var strax hlýtt. Þá sá hann, að taugar þeirra beggja voru farnar að flækjast saman. „Hættið að draga!“ símaði hann. Hann fikaði sig nú eftir taugunum og greiddi þær sund- ur. Svo hvarf hann aftur þang- að, sem Michels var. — En hann . var þá horfinn! Eitthvað slóst við hjálm hans. Hann greip upp fyrir sig og þreif í skóinn á Michels. Fötin hans voru að fyllast af lofti, af því að hann gat ekki haft stjórn á loft- rásinni. Eadie tókst þó að draga hann niður til sín aftur, en þá flæktust taugarnar enn saman, og varð hann að greiða þær sundur á nýjan leik. Og þegar hann var búinn að því, var Michels aftur horfinn. Eadie var nú búinn að vera næstum því 2 klukkustundir niðri og nú kom skipunin: „Komdu upp!“ „Hvar er Mike?“ spurði hann. „Komdu upp! Komdu upp strax!“ Skipuninni ivarð hann að hlýða. En Eadie vissi, að þeir gerðu þetta hans vegna aðeins. Tíminn var orðinn of langur fyrir mann, sem var nýkominn upp úr,

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.