Sagnir - 01.06.2005, Page 70

Sagnir - 01.06.2005, Page 70
Helgir steinar barið ábóta sinn og brotið skírlífsheiti sín. Tveimur þeirra refsaði biskup með því að láta setja þá í gapastokk en ekki fylgir sögunni hve lengi, né hvort þeir hafi verið sviptir munkstign. Mun alvarlegri atburðir höfðu hinsvegar átt sér stað í Kirkjubæ. Þar hafði ein nunnan, Katrín eða Kristín að nafni, skrifað andskotanum bréf og gengið honum á hönd. Hún var svipt nunnutitlinum og brennd á báli. Katrín hefur Mun alvarlegri atburöir höföu hinsvegar átt sér staö í Kirkjubæ. Þar haföi ein nunnan, Katrín eða Kristín aö nafni, skrifað andskotanum bréf og gengið honum á hönd. kunnað að skrifa og líklegt má telja að hún hafi unnið við að afrita bækur i klaustrinu. Jón biskup var nýkominn að utan og hefur ef til vill kynnst hugmyndum rannsóknarréttarins þar/l,v Þessi saga er sérstaklega athyglisverð vegna þess að þegar galdrafárið gekk yfir á 17. öld voru konur sjaldan sakaðar um galdra á íslandi. Ein ástæða þess hefur verið talin sú að þær kunnu almennt ekki að skrifa og því engar sannanir til um þeirra galdra. DVALARHEIMILIALDRAÐRA Klaustrin gegndu þýðingarmiklu hlutverki fyrir fleiri en klaustursystumar. Þau vom ásamt biskupsstólunum stærstu og mikilvægustu stofnanir samfélagsins á sínum tíma. Þangað leitaði fólk til að eyða elliámnum, hljóta menntun og fá hjálp í neyð. Orðtakið að setjast í helgan stein, sem nú er notað um starfslok fólks, var áður fýrr notað um það að ganga í klaustur. Klaustrin vom athvarf fyrir aldrað fólk sem gat borgað með sér. Bæði vistin og greiðslan vom kölluð próventa og fólkið próventufólk. Biskupssetur tóku lfka að sér próventufólk og eftir að klaustrin lögðust niður tóku venjuleg heimili í auknum mæli að sér þetta hlutverk. Yfirleitt fóm karlmenn í próventu í munkaklaustur og konur í nunnuklaustur. Það var þó algengt að hjón eða systkini fæm saman. Elsti próventusamningur sem varðveist hefur er frá árinu 1290 og fjallar um systkini sem fara í próventu í munkaklaustrinu á Þingeymm. Þá þegar virðist vera komin hefð fyrir próventunni.’1” Meðgjöfin var oft í formi jarðeigna sem gáfu af sér tekjur. Menn gáfu mismikið með sér og fengu kost og aðbúnað í samræmi við það.’dvi Systkinin séra Jón Bjamason og Guðrún systir hans gerðu próventusamning við Reynisstaðaklaustur árið 1380. Jón hefur átt eitthvað undir sér og greiðir próventuna fyrir þau bæði. Hún hljóðar upp á 27 kúgildi og 23 hundmð að auki. Hann áskilur sér þó betri kost en Guðrún á að njóta. Þannig fær hann „daglegan kost sem ráðsmaður og sæmilegustu menn á staðnum og þjónustu sem honum vel þarfnast. Item árlega til klæða sér 7 álnir jámgrátt, 12 álnir hvítt vaðmál og 12 álnir lérefts.“ í hlut Guðrúnar kemur „kostur svo að hún mætti vel vera við, og 8 álnir vaðmáls til klæða henni.“xlv" Fólk kom oftast með einhverja búslóð með sér, s.s. sængur og kistur, sem runnu þá líka til klaustursins. Oft höfðu menn einhverjar séróskir, vildu ákveðin herbergi eða sérstakan mat, eins og Helga Finnsdóttir sem árið 1459 áskildi sér „smjör og skreið, hvítu einn rétt og heita mjólk“ ffá systrunum á Reynisstað.’1™1 Sumt próventufólk vann eins og það hafði heilsu til, helst við létt störf, smíðar og saumaskap. Dæmi em um að starfsmenn biskupsstólanna fengju próventu sem hluta af launakjörum, einskonar ellilífeyri, eins og Jón Úlfsson, smiður á Hólum.xlix VORU KLAUSTRIN KVENNAATHVÖRF? Til er merkilegt bréf frá árinu 1543. Gissur Einarsson biskup skrifar til móðursystur sinnar, Halldóm Sigvaldadóttur abbadísar á Kirkjubæ, vegna konu sem dvelst þá hjá henni. Kona þessi hafði flúið í klaustrið undan barsmíðum eiginmanns síns.' Anna Sigurðardóttir túlkar þetta bréf sem merki um að klaustrin hafi að einhveiju leyti verið griðastaður fyrir fómarlömb heimilisofbeldis, nokkurskonar kvennaathvörf þeirra tíma. Það er þó óvarlegt að álykta um of út ffá þessu eina bréfi. Fátt bendir til þess að það hafi verið raunvemlegur valkostur fyrir konur að leita skjóls í klaustrum, enda hvetur Gissur ffænku sína til þess að vísa 68 Sagnir 2005 konunni heim aftur. Það hefur ekki samrýmst hlutverki klaustursins að blanda sér í heimilislíf fólks í sveitunum i kring. Slíkt hefði gert klaustrin umdeild og raskað þeirri kyrrlátu trúariðkun sem þar átti að fara fram. Það má líka auðveldlega hugsa sér að þessi ólánssama kona hafi ekki leitað á náðir klaustursins sem stofnunar, heldur átt vini eða skyldfólk meðal klaustursystra eða annarra á staðnum. BARNAKENNSLA Böm vom send til náms í klaustrin og greitt með þeim. Nemendur vom af báðum kynjum, t.d. stunduðu systkinin Jón og Guðrún nám á Skriðuklaustri.1' Þannig sendi séra Björgólfúr Illugason Steinunni dóttur sína til náms í Reynisstaðaklaustri og greiddi 50 hundmð fyrir. Frænka Björgólfs fylgdi með í kaupunum en hefur verið eitthvað eldri en Steinunn Björgólfsdóttir og hefúr sennilega sest þar að til frambúðar.1" Kristin ffæði og annað sem nunnumar gátu kennt ungum stúlkum, s.s. hannyrðir hefúr eflaust þótt góð menntun fyrir eiginkonur háttsettra manna. ÖLMU SUMENN Þótt vitað sé að íslensku klaustrin hafi sinnt fátækrahjálp em engar heimildir til um það hve umfangsmikil hún var. Klaustrið í Cluny í Frakklandi varði þriðjungi af tekjum sínum til fátækrahjálpar. Það er í samræmi við tilskipun Simplicíusar páfa (468-483) um að þriðjungi gjafa til kirkunnar skyldi varið í þágu fátækra. Vera má að íslensku klaustrin hafi einnig fylgt þessari reglu.1"1 Klaustrið í Viðey hafði um tíma 40 þurfamenn á sínu ffamfæri en það var eitt ríkasta klaustrið á íslandi.iiv LOKAORÐ Við siðaskiptin lögðust klaustrin af en þó var gert ráð fyrir því að þær nunnur sem vom þar fyrir gætu dvalist þar áffam. Þó skyldi klausturlífið taka nokkmm breytingum. Nýir kirkjusiðir skyldu haldnir í heiðri, nunnumar máttu halda nunnuklæðum en ekkert endilega klæðast höfuðbúnaði og þær áttu helst að syngja minna og ffekar á móðurmálinu en latínu.iv Sérstaklega er þess krafist að klausturpresturinn sé giftur, svo að siðferðið í klaustrunum haldist nú ömgglega. Klaustrin vom fá og lítil en vom sá vettvangur fyrir ffæðistörf sem til var í fámennu samfélagi. Menntastofnanir vom fáar til á landinu á miðöldum og því mikill missir að klaustrunum þegar þau lögðust undir lok. Þar með töpuðu konur því eina tækifæri sem þær höfðu til sjálfstæðra áhrifa í samfélaginu, óháð eiginmanni og foður. Arið 1548, eftir siðaskipti í Noregi, sendu norskir aðalsmenn bænaskjal til konungs um að koma aftur á fót nunnuklaustmm, með þeim rökum að konur lendi á vonarvöl ef þær giftast ekki. Með lokun klaustranna hvarf þetta úrræði fyrir konur sem áttu ekki annað hlutverk úti í þjóðfélaginu.ivi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.