Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 48

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 48
42 NÝTT HELGAFELL Tvísöngur raunsæis og fjarstæðna Guðmundur Daníelsson: Blindings- leikur. Skáldsaga. Helgafell, 1955. Guðmundur Daníelsson hefur verið einn afkastamesti rithöfundur á íslenzka tungu síðustu tvo áratugi. Síðan hann kvaddi sér hljóðs með sögunni Bræðumir í Grashaga fyrir tuttugu árum, hefur hann sent frá sér að meðaltali hér um bil eina bók á ári: skáldsögur stórar og smáar, leikrit, ljóð og ferðasögur. Þó hefur hann aldrei getað helg- að sig ritstörfunum óskiptur fremur en flestir aðrir rithöfundar hér á landi. Sumum hefur sýnzt, að hann hefði að skaðlausu mátt skrifa nokkm minna, ef hann hefði að því skapi vandað betur vinnu sína. En vera má, að hann hafi stundum hraðað skriftum sínum meira en góðu hófi gegndi, af því að hann hafi orðið að „skrifa til að lifa." Tökum þá við því sem okkur er gefið! Blindingsleikur segir frá ungri stúlku, sem hefur vaxið upp hjá gömlum blindum sjó- manni og þrælað fyrir hann fram á tvítugs- aldur. 1 sögubyrjun er hún orðin södd á því lífi og leggur á flótta í leit að nýjum sama- stað. En leit hennar verður lengi árangurs- laus. Hún finnur ekki hæli hjá sóknarpresti sínum, og ekki heldur hjá fermingarbróðurn- um, sem endur fyrir löngu hafði líkt henni við drottninguna af Saba eða Rakel í Kanaan. Auðkýfingurinn er myrtur, nóttina sem hún leitar skjóls undir þaki hans. En í sögulok skilst henni, að hún hefur leitað langt yfir skammt, bindið losnar frá augum hennar í faðmi únnustans, og þau finna bæði þá hamingju, sem þau hafa lengi þráð, í vinnu og fórnfýsi. Blindmgsleikur er læsileg bók, menn munu ógjarna sleppa af henni hendi fyrr en lestr- inum er lokið. Hún er miklu betur gerð en þær tvær bækur Guðmundar, sem ég hef lesið yngstar, Mannspilin og ásinn og Must- eri óttans, en það eru raunar ekki stór orð. Guðmundur hefur að ýmsu leyti góða frá- sagnargáfu og skrifar lipurt mál og viðfelld- ið. Hann er menntaður maður og vel viti bor- inn, og í þessari nýju sögu hans er margt frumlegt og fallega sagt. Ég nefni til dæmis frásögnina af bræðrunum tveim. Sá eldri átti að deyja er hann fyllti sitt tuttugasta og fyrsta aldursár, og allir báru hann á höndum sér; hinn átti að lifa ,,og þótti lítt athyglisverður sem von var." En hér er ekki allt jafn ágætt. Það hefur verið sagt á prenti að Blindingsleikur sé tákn- ræn saga, sem lýsi leit manneskjunnar að nýju og betra lífi. Ég er ekki frá því, að höf- undur hafi raunar ætlað sér að segja aðra sögu að baki þessarar, því að sumt sem miður fer í sögunni er skiljanlegt og jafnvel fyrirgefanlegt, ef gert er ráð fyrir því. En sé þessu svo farið þá er táknmyndin að vísu þannig gerð, að ég kem ekki auga á hana. Vera má, að glámsýni minni sé um að kenna, en ég hlýt að lesa þessa bók eins og hverja aðra skáldsögu og dæma hana samkvæmt því; ég læt öðrum eftir að finna boðskapinn. En skáldskapnum er að ýmsu leyti ábótavant. Persónur eru óskýrar vegna þess að höfundur stendur um of á milli þeirra og lesandans. Sögufólkið segir ávallt það, sem hann vill segja, en það á ekki alls stað- ar heima; ég nefni til dæmis sumt af því, sem haft er eftir ungu mönnunum Theódóri og Torfa. Og þarna er einhver tvísöngur raun- sæis og fjarstæðna, sem ekki hljómar sam- an. Athafnir sögufólks eru ekki mótíveraðar, en hins vegar eru persónur of venjulegar manneskjur til þess, að við sættum okkur við að þær séu eins og leikbrúður, sem stjórnað er með ósýnilegum þráðum. Tökum til dæmis ferðalag ungu stúlkunnar, sem fyrr er getið. Hún biður prestinn að taka sig til altaris og hreinsa sig af Jóni blinda. Hann neitar því ekki, en svarar fáeinum kurteis- legum orðum, — og hún er undir eins rokin í burtu. Síðar hvarflar hún á sama hátt furðu sviplega á milli bræðranna Goða og Torfa. Ungur maður í plássinu, sem hvorki virðist tiltakanlega heimskur né illviljaður, drýgir ófagran glæp af mikilli fávizku og rær síðan af bragði út í hafsauga og lýkur ferð sinni í vetrarborg hrognkelsanna, — þægilegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.