Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 38

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 38
32 JÓN SIGURÐSSON KADETT En þrátt fyrir allt ber hann þína mynd og þráir lausn sína í hljóði. Lát hann hreinsast, ó, Drottinn, af sérhverri synd í því sætasta Jesú blóði. KÓR Jón Sigurðsson, komdu til Herrans heim! Nú er hátíð í nánd eins og forðum. Hvort finnurðu ei lyktina af forrétti þeim, sem Frelsarinn hefur á borðum? Jón Sigurðsson, komdu til Herrans heim! Hallelúja! ÞÖGNIN OG PUKARNIR Fyrir nokkru fóru þrír fulltrúar togaraeig- enda á fund í París til viðræðna við enska togaraeigendur. Spunnust þá þegar sögur miklar um það hér á landi, að verið væri að semja um landhelgisdeiluna við erki- fjandmenn vora, togaraeigendur í Hull og Grimsby, og voru þær sögusagnir studdar af ýmsum vangaveltum erlendra blaða um fundinn. Orðasveimur þessi varð síðan til- efni hatrammra árása á ríkisstjórnina fyrir svik við málstað íslands. Hið sanna kom ekki fram í málinu, fyrr en fulltrúamir komu heim og upplýstu, að fundirnir, sem haldnir voru á vegum efnahagssamvinnustofnunar- innar, hefðu eingöngu fjallað um fyrirkomu- lag landana úr íslenzkum togurum í Bret- landi, ef löndunarbanninu yrði aflýst. Þetta er eitt nýjasta dæmið um það, hve óheppilegt það er, að þjóðin fái ófullkomnar eða alls engar fréttir um aðgerðir í mikil- vægum málum, þangað til eftir dúk og disk. Stundum berast fréttir um veigamiklar ís- lenzkar stjórnarathafnir frá erlendum blöð- um og þá einatt stórlega afbakaðar. Það er að sjálfsögðu eðlilegt, að ríkisstjómin álíti varhugavert að gefa almenningi upplýsing- ar um gang mála, sem eru á viðkvæmu samningastigi. Hitt er þó ennþá verra, að þjóðin fái upplýsingar um slík mál eftir krókaleiðum, til dæmis frá samvizkulausum íréttasnápum eða óhlutvöndum andstæðing- um, sem er um það eitt hugað að rangfæra staðreyndir og vekja mönnum tortryggni. Afleiðingin hefur orðið sú, að vaxið hefur hér úr grasi ný tegund blaðamennsku, sem felst einkum í alls konar ,,uppljóstrunum", sem eru fullar af staðleysum, en fela þó stundum í sér sannleikskjarna, sem gera þær enn viðsjárverðari. Það er nauðsynlegt, að ríkisstjómin taki þessi mál fastari tökum í framtíðinni, og geri það að skyldu sinni að láta íslenzkan al- menning fylgjast sem bezt með gangi allra mikilvægra mála. Að vísu hlýtur að vera nauðsynlegt að halda ýmsum hlutum leynd- um lengur eða skemur, en leynimakkið má ekki verða að þeirri áráttu að leyna öllum óþægilegum staðreyndum eins lengi og hægt er. Islenzkum almenningi er vel trúandi til skilnings, ef hreinskilnislega er að honum farið, og er sú leið betri en að hella vatni á myllu þeirra, sem fara með blekkingar. I þjóðsögu er sagt frá púka einum, sem lifði góðu lífi á bölvi og ragni fávíss fjósa- manns, og lifa slíkar óvættir áreiðanlega í vel- lystingum enn í dag. En ekki eru þeir púkar frýnilegri sem lifa á þögninni um þá hluti, sem almenningur vill fá að vita, og kýla vömb sína á krásum rógs og rangsnúnings, sem hún leggur þeim upp í hendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.