Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 48

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 48
Til þessara tveggja safna, hlnna einu eiginlegu safna á íslandi, er aðeins veitt rúmlega hálfri annarri milljón króna. Þessi fjárveiting er algjörlega ófullnægjandi. í Landsbókasafni er engin aðstaða önnur en lestrarsalurinn fyrir menn sem t. d. vinna að útgáfum rita. Þar þyrfti að út- búa nokkur smáherbergi fyrir menn, sem vinna að rannsóknum eða útgáfum. Skrá yfir greinlr í blöðum og tímaritum er þar ekki til nema brot. Ráða þyrfti aukið starfslið til að ljúka því verki, þvi að einn bókavörður hefur vart undan í þeim sökum þrátt fyrir eljusemi og dugnað, þegar hann þar að auki verður að sinna fleiri verkum. Þó má segja, að ástand Landsbóka- safns sé ágætt hjá Þjóðskjalasafni. Það safn er að mestu leytl óskrásett enn, og með því starfsliði, sem þar er, verður tæpast haft undan þeirri viðbót, sem árlega verður og fer sívaxandi með auk- inni skriffinnsku á flestum sviðum. Geymslur í safnhúsinu eru slíkar, að naumast er óhætt til varðveizlu á dýr- mætum skjölum. Rykfall er þar óskap- legt i skápum, og er vart að vænta, að skjöl varðveitist þar óskemmd til lang- frama við slíkar aðstæður sem eru. Starfslið beggja þessara safna þyrfti stórum að auka og húsnæði þeirra þyrfti bæði að bæta og auka, svo að þau gætu komið að fullum notum. Þótt það komi ekki beint þessum söfn- um við, er í þessu sambandi einnig vert að minnast á annað atriði, en það er varðveizla ýmissa skjala í vörzlum opin- berra stofnana og embættismanna. Kirkjubækur sumar koma harla illa Ieikn- ar, og sums staðar eru göt L Annað er þó jafnvel enn alvarlegra, og það er lítill varanleiki afrita af embættisbréfum. Mér er kunnugt um, að t. d. mörg afrlt af bréfum stjómarráðsins, sem rituð voru fyrir ekki lengri tíma en á árunum 1920— 1930, eru þegar orðin ólæsileg berum aug- um. Nú eru þó öll þessl bréf innbundln og hafa verið varðveitt í sæmilegum húsa- kynnum. En einhvern veginn hefur það efni, sem í þau var notað, verið svo lé- legt, að letrið hefur máðst út. Ég veit ekki, hvort sú aðferð, sem nú er notuð við að taka afrit (kalkepappir), leiðir til varan- legri skriftar, en hér er miklll háski á ferðum fyrir sagnfræðinga framtíðarinn- ar, ef mikill hlutl af bréfum æðstu stjóm- ar landsins (og ef til vill flelri embættis- bréfum) verður eftir nokkur ár ólæsilegur með öllu. Þetta mál þyrfti þegar að taka til gaumgæfilegrar athugunar af sérfróðum mönnum, og mun þó spumlng, hvort öllu verði bjargað. Ef ekki er til það ritunar- efni, að unnt sé að gera geymanleg afrit, verður að láta taka þau á míkrófllmur, sem taldar eru varanlegar til geymslu. Frumritin, t. d. af bréfum stjómarráðs- ins, dreifast í ýmsar áttir, og það verður óhægur eftirleikurinn við sagnfræðilegar rannsóknir á næstu öldum, ef afritabæk- urnar eru ólæsilegar. Enn er eitt atriði, sem kemur við þeim, er sjá um útgáfu blaða og tíma- rita. Mikið af greinum birtist undir dul- nefni eða nafnlaust. Sumar þessar greln- ir kunna að vera svo ómerkilegar, að á þær verði aldrei litið sem sagnfræðilegar heimildir, en aðrar geta þær verið, þótt ekki kunni að vlrðast merkilegar i dag, að fengur þyki eftir nokkurn tíma að vita, hver ritað hafi. Það ætti að vera skylda allra blaðstjóra að halda skrá yfir alla slíka höfunda. Ef það er vilji höfundanna eða aðstandenda blaðanna, að sú vitneskja sé ekki gerð opinber í bráð, mætti þó fá höfundarskrárnar Landsbókasafni til varðveizlu og opna eftir einhvem tíma, t. d. eina öld, eða einhvem annan tíma, þegar reikna má með, að slíkt hafi orðið sögulegt gildi. Oft heyrist kvartað undan þeirri hæ- versku forfeðra okkar, að þeir létu sín að engu getið við rit sín, en hvi skyldum við gera afkomendum okkar örðugra fyrir um rannsókn á samtíð okkar en nauðsyn krefur? Umfram annað er eltt nauðsynlegt. Það verður að búa betur að söfnum okkar en gert hefur verið til þessa. Þau eru dýrmætasta heimild, sem við eigum um okkur sjálfa, bezti arfurinn sem við get- um gefið afkomendum okkar til aukinnar þekkingar, göfugastar menntastofnanlr þjóðarinnar, ef rétt er á haldið. 46 DAGSKRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.