Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 58

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 58
Leikhúsin í vetur Mjög í sama mund og þessar línur sjá dags- ins Ijós á prenti verður á enda Ieikárið 1956 —1957. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950, varð það með eðlilegum hætti, að margir af helztu leikurum Leikfélags Reykjavíkur gerðust fast- ráðnir leikarar leikhússins, og þá heyrðust jafnvel þær raddir, að hlutverki Ieikfélags- ins væri lokið. Svo giftulega tókst þó til, að leikfélagið lagði hvergi árar í bát, heldur skipulagði starfsemi sína á nýjan leik með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Það mun síðar verða talinn einn happa- drýgstur atburður í sögu íslenzkrar Ieikmennt- ar, hvernig forráðamenn leikfélagsins brugð- ust þá við vanda sínum. Það eru því meiri líkur til, að Þjóðléikhúsið verði verðugt must- eri leiklistar á íslandi, sem það á sér samboðn- ari keppinaut. Og sjaldan hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt það betur en í vetur, hve hollur bróðir í leik það er Þjóðleikhúsinu. Sú er ekki ætlun mín f þessum fáu Iínum að ræða einstakar sýningar Þjóðleikhússins eða Leikfélags Reykjavíkur, en þó hygg ég, að aldrei verði unnt að minnast svo á íslenzka leiklist veturinn er leið, að ekki verði getið sérstaklega sýningar leikfélagsins á Browning- þýðingunni eftir Terence Rattigan. Það er stundum harmsár staðreynd að vera lítillar þjóðar. Kannske njótum við aldrei þess fegursta, bezta og stórfenglegasta, sem til er í list og menningu samtímans. Kannske kafna hér á þessu fámenna eylandi vegna smæðar okkar þær raddir, sem hljómstyrkari og mátt- ugri eru en margar þær, er um heiminn gjalla og ættu þó engu síður erindi til eyrna mannkindarinnar. En stundum koma þó þær stundir, að við megum vera hamingjusamir vegna þeirrar fullvissu, að hérlendir menn séu í engu eftirbátar þeirra, sem beztir kallast í heimsmenningunni. Eða hver er sá, sem les Njálu, Ijóð Einars Benediktssonar eða sögur Halldórs Laxness og efast um sess þeirra við efsta borð? Ég minnist þess ekki að hafa gengið jafn hamingjusamur út úr Ieikhúsi og þá, er ég sá Browningþýðinguna í Iðnó. Og ég hef aldrei verið jafnsannfærður um gildi leiklistarinnar til menntunar og menningar og þá. Það var álíka menntandi að horfa á leik Þorsteins Ö. Stephensens og lesa Njálu eða Einræður Stark- aðar. Hann gaf áhorfandanum óendurkræft brot úr eilífðinni. Og meðan grafkyrr fólks- mergðin í salnum táraðist, skalf og stóð á öndinni, hlaut hver og einn að þakka forsjón- inni fyrir að hafa þó verið til á þeirri stund. Ég þættist afskaplega hamingjusamur, ef ég ætti þess kost að sjá aftur annan eins leik hér í Reykjavík eftir tíu ár, og þó að lengra liði, gæti íslenzk Ieiklist sífellt verið á þroska- leið. Svo himinhátt yfir það, sem við sjáum daglega, uáði Þorsteinn í leik sínum í hlut- verki Crocker-Harris. Ég held, að sá leikur að undirstrika formið, nú lifir hann með því. Þetta má sennilega þakka því fyrst og fremst, að nú notar hann fjölbreyttara efni, svo sem lit- aðan pappir, gouache og vatnsliti. Vatnslitamyndirnar eru sérstæðar, hvað vinnuaðferð snertir. Honum tekst að halda þeim hreinum, þótt hann fari margsinnis vfir sama flöt- inn. Margt fleira mætti segja um sýn- ingu þessa, en skal þó látið hér við sitja. Gleðilegt er að sjá, hvað hún tekur langt fram fyrri sýningum lista- mannsins og skipar honum hiklaust í röð okkar beztu málara. 56 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.