Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 57

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 57
indi, þvert á móti hóf hann leit að nýjum ljóðformum, gerðist formskapandi. Mun hann vera sá núlifandi íslenzkra Ijóðskálda, er auðg- að hefir bókmenntir okkar að einna flestum nýjum bragarháttum. I mörgum kvæðum sínum nctar Þorsteinn stuðla, höfuðstafi og rím að gömlum íslenzk- um hætti, en oft víkur hann þó út af þeirri braut. Og hann Ieitar sér annarra fyrirmynda en flest hin ungu skáldin. Þau leita til er- lends nútímaskáldskapar, og þar skilja leiðir með þeim Þorsteini. Hann sezt við uppsprett- ur hins forna germanska kveðskapar, þar sem endarím var óþekkt fyrirbrigði, til fornyrðis- lags og ljóðaháttar. Einnig sækir hann margt í þessum efnum til íslenzks miðaldakveðskap- ar, s. s. dansa. Við formsköpun sína nýtur Þorsteinn líka óvenjulegrar tónskynjunar sinn- ar, sem gerir hann flcstum næmari á hrynj- andi tungunnar. Að sjálfsögðu eru bragar- hættir hans misfagrir, en þar sem honum tekst bezt og búningurinn er að öllu full- komnastur, verka Ijóð hans á lesandann sem tónlist. Þau seytla inn í vitund hans. Hann skynjar þau fremur en skilur, jafnvel þótt þau séu í sjálfu sér auðskilin. Slíkt hefur fá- um íslenzkum skáldum tekizt. Ég minnist þar sérstaklega þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar á Vögguþulu García Lorca og sumra kvæða Snorra Hjartarsonar, t. d. Þjóðlags. í Hrafnamálum er kvæðið Auðn eitt bezta dæmi um Ijóðagerð Þorsteins af þessu tagi. Það hefst á þessu erindi: Áin streymir um eyðibyggð. — Og vært þig dreymir, þó djúpa hyggð þú geymir. — Um eyðibyggð áin streymir. Um málið er svipað að segja og ljóðaform- ið. Þar hefir Þorsteinn drukkið af uppsprettu- lindum tungunnar og fyrir næman skilning smn á eðli hennar öðlazt furðulegt vald yfir henni. Eftir útkomu Hrafnamála biðu menn að vonum með mikilli eftirvæntingu nýrrar bók- ar frá hendi Þorsteins Valdimarssonar. Og hún kom í vor og nefndist Heimhvörf. Heimhvörf eru um flest áþekk Hrafna- málum. Yrkisefnin eru hin sömu, tvíþætt sem fyrr, og búningur kvæðanna keimlíkur. Hér hefir einungis átt sér stað hægfara þróun en engar stökkbreytingar. Mér virðist yfirbragð bókarinnar eilítið þyngra en Hrafnamála. Ætla ég, að því valdi einkum tvennt. í þess- ari bók hafa hinir fornu bragarhættir, eink- um fornyrðislag, orðið Þorsteini nctadrýgri en dansa- og þjóðkvæðahættirnir, sem í eðli sínu eru yfirbragðsléttari. Einnig hefur forn- málið orkað fastar á hann en fyrr og hefir hann náð yfir því mjög miklu valdi. Sést þetta hvort hvort tveggja vel í lengsta kvæði bókarinnar, Júníregni, sem er mikið kvæði og merkilegt fyrir margra hluta sakir. Þó finnst mér það of fyrnt, einkum upphafið, sem minn- ir mig dálítið á kveðskap Bjarna Thoraren- sens. Hugþekkari er mér alltaf sá háttur Jón- asar Hallgrímssonar að yngja málið upp, að yrkja ljóst en ekki tyrfið, þótt undir fornum háttum sé. Um kvæðið Horf, sem þó minnir meira á þjóðkvæði að fcrmi og byggingu, er sama að segja og Júníregn, að það er þungt og krefst vandlegs lestrar til skilnings. Hins vegar er það stórvel gert kvæði í sinni röð og öllu jafnara en Júníregn. Bæði eru þessi kvæði í flokki ádeilu og boðskaparljóðanna í bókinni. Er það táknrænt fyrir Þorstein, að þegar honum býr sem mest í skapi kveður hann dulast og þyngst. Um nafna hans Erl- ingsson var sagt, að í ádeilukveðskap sínum kvæði hann sig stundum út úr riki fegurðar- innar, skapið var svo blossandi, að hann sást ekki fyrir. Þorsteini Valdimarssyni er engu síður heitt um hjartarætur, en hann tjáir til- finningar sínar á annan hátt, býr kvæði sín mestum viðhafnarbúningi, þegar honum svell- ur sem mest móður. Af þeim sökum verður ádeilan listfengnari, en heldur ekki eins hvöss og nær ekki eins eyrum þjóðarinnar. Gaman væri, ef Þorsteinn leyfði sér stöku sinnum að láta gamminn geisa meir í baráttukvæðum sínum, en það er hcnum Iíklega ekki eigin- legt. Ég skal ekki dvelja lengur við þennan þátt ljóðargerðar Þorsteins heldur snúa mér að hin- um ljóðrænni kvæðum bókarinnar. I þeim flokki eru í Heimhvörfum mörg ágætiskvæði, sem standa fyllilega á sporði beztu kvæðun- um í Hrafnamálum en heldur ekki framar, enda vart hægt að krefjast mikillar framfarar dagskrá 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.