Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 60

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 60
að Friðjón Stefánsson byrjar j>essa nýju bók sína á jiessum orðum: „Sá einn, sem hefur séð björtustu vonir sínar sundrast — hcrfir á eftir hjartfólgnustu óskum sínum út í buskann — þar sem þær geta aldrei að eilífu rætzt — en eftir í sál- inni situr brcddur þjáningarinnar og tfmgast eins og sýklagróður — séð framtíðardraumana og skýjaborgirnar hrynja í rúst, troðast ofan í svaðið, grotna sundur og verða að leir, sem á fyrir sér að þorrna í svalviðrum lífsins og fjúka síðan út í veður og vind —“ o. s. frv. o. s. frv. Friðjóni Stefánssyni er enginn greiði gerr með því að láta prenta á kápuna klausur úr umgemum ritdómi þar sem hr. Kristmann segir að „hann (höfundur) — — hefur lært tækni smásögunnar betur en almennt gerist um unga höfunda." Hvað svo sem segja má um sögutækni ungra höfunda, er hitt deginum ljósara að það er einmitt tækni sem Friðjón skortir átakanlegast og þeir sem ókunnir eru „ritdómum“ mcrgunblaðsbókmenntafræðings- ins gætu haldið að hann væri hreint og beint að hæðast að vankunnáttu Friðjóns í sögugerð. Friðjóni Stefánssyni er sýnilega mikil al- vara í skáldskap sínum og honum er mikið niðri fyrir, svo mikið niðri fyrir á stundum að sögurnar sumar eru einna líkastar upp- kasti að ritgerð um þjóðfélagsvandamál en aðr- ar eins og persónuleg einkabréf um einhvern kunningja skáldsins. Höfundi þykir sýnilega vænt um fólkið sem hann skrifar um en efa- mál hvort hann skilur það nógu vel, sál- fræði lians er víðast hvar grunnfærin og orkar eins og utanlærð formúla þar sem höfundur ætlar sér að beita henni verulega. Mannlýsingar eru flestar heldur þokukenndar og ósjálfstæð- ar, persónurnar skírskota ekki til lesandans á þann hátt að hann sjái sjálfan sig í þeirra spor- um. Þetta fólk kemur manni ekki við. Það heyrist ekki í því, varla hægt að greina það með augunum, hvað þá maður finni til nálægðar við lifandi fólk við lestur þessara sagna. Það er ekki hægt að krefjast af mönnum eig- inleika sem þeir ekki búa yfir, aftur á móti er ekki nema sanngjarnt að krefjast þess af höf- undi að hann þroski þá hæfileika sem hann á yfir að ráða. Enginn getur fundið Friðjóni Stefánssyni til ávirðingar að skáldæðin sé ekki frjórri en hinsvegar ætti hann að geta náð lengra í tækni, áunnið sér þekkingu um innri sem ytri gerð smásögunnar og byggingu. Sumir rithöfundar eru lesnir enn í dag, þrátt fyrir tæknilega ágalla á verkum þeirra, vegna þess að mannlýsingar þeirra eru sannar og heil- steyptar, söguefnið runnið beint uppúr ólg- andi uppsprettu mannlífsins þótt þá hafi skcrt kunnáttu og þjálfun til að móta það og sniða að lögum listarinnar. Sem dæmi um slíka höfunda má nefna Jón Trausta. Form- gallar verka hans eru fyrirgefnir af því hann vissi ekki betur. Aðrir höfundar hafa hlotið frægð fyrir list- rænan stíl, afburða tækni og kunnáttu í rit- mennsku. Stundum hafa þeir haft lítið að segja. En þeir kunna þá list að segja jafnvel ekki neitt á þann hátt að fólk lagði eyru við. Oft urðu þeir skammlífir, erfitt að dæma um gildi verka þeirra fyrr en eftir þeirra dag, en þeir gerðu gagn á sinn hátt, urðu upphafs- menn að stefnum sem miklir skapendur tóku í þjónustu sína. En sögur Friðjóns Stefánssonar virðast flausturverk, hann skrifar það sem hann hugs- ar án þess að hugsa það sem hann skrifar. Hvergi vottar fyrir persónulegum stfl, málfar- ið illa tamið og öll sögubygging í molum. Það væri ekki til neins að telja upp alla þessa galla við sögugerð Friðjóns nema því aðeins að sá grunur væri fyrir hendi að hann gæti gert betur, meira að segja miklu betur. Það er reyndar ein saga í bókinni sem bendir til þess, það er Sumarmorgunn á bls. 85. Þar tekst höf- undi bezt upp í látlausri frásögn, fer nær- færnum höndum um söguefnið og forðast öll stóryrði og endurtekningar, hann reynir ekki að þrýsta inn í söguna ncinni stórkostlegri dramatík en sú freisting gerir oft að engu sæmilegt söguefni hjá Friðjóni. Sumarmorgunn nálgast það að vera tær og djúpur skáld- skapur í öllum sínum einfaldleik, það er hægt að lesa þessa sögu aftur og aftur án þess að fá Ieið á henni. Það er meira en hægt er að segja um hinar sögurnar í bókinni. I trausti þess að Sumarmorgunn hafi ekki hrotið úr penna höfundar fyrir einhverja til- viljun, er ekki annað hægt að heimta af hon- um en hann gefi sér tíma til að vinna að næstu bók, hreint og beint lœri, „þá lcfsverðu list að takmatka sig, þjappa efninu saman, segja það, sem máli skiptir, en skera burt hitt.“ o. s. frv. Jökull Jakobsson 58 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.