Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 59

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 59
efnismeðferð, næstnm nánasarlegu raunsæi. Persónurnar vaxa ekki útúr penna hans eins- og tré sem er gróðursett, heldur raðar hann þeim saman einsog púsluspili af elju og natni, bregður á þær svo hrollskæru Ijósi að ekki er nema um tvennt að velja fyrir auman les- anda: að horfa með kitlandi óbeit á þessar pöddur í glerskápnum en loka augunum ella. Þessi afstaða höfundar til sögufólksins dreg- ur vissulega úr áhrifamætti sagnanna, höfund- ur finnur til þess sjálfur að veggur er milli hans og fólksins. Því Iýsir hann bezt sjálfur með orðum eiginkonunnar í Hótelgestir: „En hún hugsaði þetta ekki af neinni tilfinningu og sjálf varð hún hrædd við hvað hún kenndi lítið í brjósti um þennan brennandi mann.“ Það er einmitt þessi ótti sem gegnsýrir allar sögur Geirs, af honum sprettur veikleiki verk- anna en einnig styrkur. Þar sem tilfinningar ná ekki að ylja upp sögunnar beitir Geir kaldri tækni til að halda athygli lesandans. Og þar er Geir einn mestur meistari ísl. rithöfunda. Alúð og vandvirkni einkenna allar hans sögur. Stíllinn er meitl- aður, setningarnar einfaldar og ljósar á ytra borði en ef vel er að gáð svo margslungnar og djúphugsaðar að sýnt er að þrotlaust erf- iði liggur að baki. Geir þaulnýtir alla mögu- leika formsins og er umfram allt listreenn rit- höfundur. Hann er hQÍsamur í frásögn án þess stíllinn missi lit, djarfur og uppfindingasamur án þess að verða tilgerðarlegur. íslenzkir rit- höfundar geta margt af honum lært um vinnu- brögð, ekki sízt ýmsir þeirra eldri sem ennþá temja sér munnræpustí! þann og Icsarahátt sem var afsakanlegur á bernskuskeiði ísl. skáld- sagnaritunar. Af þessum ellefu sögum eru fjórar sem bera af að mínu viti. Það eru sögurnar Morgunn, Rjargbátur nr. 1, A grasinu og Hótelgestir. Þar hefur söguefnið náð að snerta við kviku í huga höfundar og hinn knappi einfaldi stíl! nytur sín betur en ella, vegna þess að við finnum að hjarta slær undir. Sagan, Frá þeim sem ekki hafa mun tekið verða, sýnir að höfundur býr yfir óvenjulegri kímnigáfu sem er fátíð hjá íslenzkum skáldum, þetta er fínn og kúltiveraður húmor. Annað sem Geir kann öðrum höfundum fremur er notkun útlendra orðatiltækja, þeim beitir hann af smekkvísi. Stofnunin er lengsta saga bókarinnar og sennilega hefur Geir ætlað henni meiri hlut en hinum. Þó cr það líklcgast eina sagan sem teljast verður misheppnuð. Hún orkar á mann einsog dauft bergmál af Franz Kafka. Þar reynir Geir að beita hinum „ranghverfa" frá- sagnarhætti þessa júðska meistara, að draga smáatriðin alveg uppí augun á lesandanum, stækka þau og dýpka. Stundum virðast það helber aukaatriði sem Kafka leggur mesta á- herzlu á í lýsingum sínum en umgerðin hverf- ur í móðu, hlutföllin raskast ánþess slakað sé á raunsæi og trúverðugleika, myndin verður afkáraleg en þó alltaf sönn. I heild er mikill fengur að bók Geirs. Það væri sannarlega gaman ef hann spreytti sig á viðameiri söguefnum þó mér segi svo hugur að lengst munu lifa einmitt smámyndir hans. Nærfærin athugun á hinu einstaka lætur hon- um bezt. Jökvll Jakobsson. Ritgerðir og skáldskapur Friðjón Steíánsson: Fjögur augu. Stutt- ar sögur. fíeimskringla 1957. Aftan á kápu er þess getið að smásögur þessar hafi verið birtar í bókmenntatímarit- um Norðurlanda og lesnar í útvarp þessara landa, svo og þýddar á sex erlcnd tungu- mál. A innbroti eru útdrættir úr ritdómum Rósbergs nokkurs G. Snædals og bókmennta- gagnrýnanda Jyllandspostens og er ekki ónýtt að bafa bevís á dönsku upp á sitt geníalítet. Þá má ekki geyma því að bókmenntafræð- ingur Morgunblaðsins hr. Kristmann Guð- mundsson á einnig ritdóm þar um síðustu bók höfundar og lýkur þeirri ívitnun með þessum orðum: „... hann (höfundur) kann þá iofs- verðu list að takmarka sig, þjappa efninu saman, segja það sem máli skiptir, en skera burt hitt, hefla og fægja----“. Hr. Krist- mann er sennilega að sýna lesendum hvað hann hefur lært af bókinni í „samþjöppun“ og „takmörkun" með því að endurtaka sex sinnum sömu hugsunina hvað eftir annað með breyttu orðalagi. Og sennilega er það til áréttingar þessum lofsyrðum br. Kristmanns um „samþjöppun" OACSKRÁ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.