Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 35

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 35
Og kæmi ennfremur í ljós, að önnur slcip frá sama skipafélagi hefðu ný- iega brunnið, þá virðist tilgátan eftir atvikum ekki óskynsamleg. Það er ekki ómaksins vert að fjöl- yrða frekar um þetta dæmi. Nóg hefur verið sagt til að sýna, hvernig greindur maður, sem stendur and- spænis vandamáli fer að því að spyrja spurninga og geta sér til um svör; hvernig ýmis konar svör leiða til annarra spurninga og frekari á- gizkana. Það er því aðeins ómaksins vert að koma með ágizkun, að mögu- legt sé að prófa svarið. Agizkanirnar em getgátur um möguleg tilfelli eða atburði: Þær eru tilgátur. Tilgáturnar er því aðeins vert að taka til greina, að unnt sé að takmarka möguleik- ana. Möguleikana má takmarka með því að uppgötva, að það, sem væri mögulegt í ákveðnum kringumstæð- um, er ekki mögulegt í þeim kring- umstæðum, sem búið er að ganga úr skugga um. Slík rannsókn fylgir á- kveðnum reglum, og er það hlutverk hagnýtrar rökfræði að finna þessar reglur. 011 hugsun, sem beinist að því að leysa viðfangsefni, felur í sér álykt- un. Ályktun er hugsunarferill, þar sem lmgsandinn fer frá einhverju gefnu til einhvers, sem hann fellst á af því, og aðeins af því, að hann hef- ur fallizt á liið gefna, sem venja er að kalla forsendu. Ályktun er hugs- unarferill frá forsendu til niðurstöðu. Við föllumst á niðurstöðu álykt- unar á grundvelli þess, sem við álít- um vera rök. Að telja einliverja at- hugun eða skoðun til raka er að á- líta hana gefa eitthvað annað til kynna, benda til einhvers annars. Að telja staðreynd til raka er að álfta hana hafa þýðingu fyrir einhverja aðra staðreynd. Við getum haft ein- hver rök til stuðnings ákveðinni nið- urstöðu og engin rök á móti henni, en samt er ekki víst, að rökin veiti okkur heimild til að skera úr málinu. Rök liafa úrslitaþýðingu fyrir á- kveðna niðurstöðu, þegar ekki er hægt að komast hjá því að fallast á niðurstöðuna, ef við föllumst á rök- in. Slík ályktun er oft kölluð nauð- synleg ályktun. En auðvitað getur okkur skjátlazt bæði með tilliti til staðreyndanna og þess, sem stað- reyndirnar benda tii. Rökhugsun er stefnuföst hugsun á hæsta stigi. Rök- hugsandi maður leitast við að ná tökum á viðfangsefni sínu í heild, og að veita eftirtekt þeim atriðum, sem eru tengd innbyrðis, en tengja ekki af handahófi atriði, sem ekkert eiga skylt hvert við annað og geta því ekki varðað lausnina. Skynjun þeirra atriða, sem lúta að lausn ákveðins viðfangsefnis, er komin undir tveim mjög ólíkum þáttum: þekkingu og hugkvæmni. Góður athugandi er luigkvæmur. Víst er, að hann stend- ur ekki eins og glópur. Að standa eins og glópur andspænis vandamáli er merki um heimsku eða svo mikla furðu, að hæfileikinn til að hugsa lamast um stundarsakir. Fáum tekst að lnigsa skýrt og vera skynsamir í öllum aðstæðum. Oft exm fáfræði og geðshræringar alvarlegur þrándur í götu skýrleiks í hugsun og skynsam- legra viðbragða. En miklu má áorka með sterkri löngun og einbeittum vilja til að taka sér fram. dagskrá 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.