Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 14

Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 14
www.rekstrarland.is Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Láttu Rekstrarland létta þér lífið Gerðu ítrustu kröfur um hreinlæti PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 40 61 9 Við bjóðum fallegar servíettur, kerti og dúka ásamt miklu úrvali af einnota vörum. Einnig úrval hreinsiefna og hreinlætisvara fyrir stofnanir, hótel og veitingahús. Sérsniðnar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins. Allt þetta og miklu meira í Rekstrarlandi. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúum Olís um land allt. U m þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum, eða um 1.3 milljarði tonna, er hent í ruslið. Á sama tíma deyja 20 þúsund börn úr næringarskorti daglega í heiminum. Þessar stað- reyndir endurspegla ekki aðeins ójafnvægið í lífsstíl fólks heldur þýða þær líka að hægt væri að draga all verulega úr mengun af völdum matvælaiðnaðarins. Í raun er hægt að segja að matvælaiðn- aðurinn gæti eytt þriðjungi minna af landi, vatni, olíu og mengandi áburði en hann gerir núna. Matar- afgangar eru þar að auki einn helsti þátttakandi í hlýnun jarðar. Allur matur sem ekki fer í verslanir auk afganga, er hent ásamt öðru rusli á ruslahauga sem eru að verða einn helsti mengunarpyttur jarðarinnar því rotnandi matur myndar metan- gas sem er 23 sinnum sterkara en koltvísýringurinn sem bílarnir okk- ar spúa með tilheyrandi gróður- húsaáhrifum. Sóun á mat þýðir sóun á vatni Matarsóun er til staðar í öllum hlekkjum framleiðslukeðjunnar. Hún hefst á sjálfum akrinum, heldur áfram í framleiðslu, í flutningi, í heildsölu, í stórmörkuð- unum, á heimilum neytendanna og endar á haugunum. Sem dæmi má Rúmlega þriðjungur af öllum fram- leiddum mat í heiminum fer í ruslið Rotnandi matur myndar metangas sem er 23 sinnum sterkara en koltvísýringurinn sem bílarnir okkar spúa með til- heyrandi gróður- húsaáhrifum. Ljós- mynd/NordicPhotos/ GettyImages nefna að 30% af allri grænmetisupp- skeru Bretlands fer í ruslið og nær aldrei til neytenda vegna útlitsgalla. Heildsalar neita að kaupa grænmeti sem hefur ekki rétta lögun, stærð eða lit. Svo henda neytendur um 40% alls matar sem keyptur er í ruslið. Upplýsingar um síðasta sölu- dag spilar þar stórt hlutverk. En só- unin stoppar ekki þar því helming- urinn af vatninu sem fór í að rækta þennan mat sem endar á haugun- um fer að sjálfsögðu líka til spillis, en landbúnaður er sá iðnaður sem notar hvað mest af vatni í sína fram- leiðslu. Landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna áætlar að um 250 km3 af vatni séu notaðir til einskis á ári í Evrópu, en það er þrisvar sinnum stærð Genfarvatnsins. „Zero Waste“ á Íslandi Fyrir utan að ganga á auðlindir jarðarinnar að óþörfu og vera ósiðleg á tímum þegar stór hluti heimsins sveltur, er matarsóun mjög kostnaðarsöm. „Zero Waste“ samtökin á Íslandi vilja einmitt ná til neytendanna út frá þeim út- gangspunkti, í gegnum budduna. „Zero Waste“ er hugtak sem notað er á alheimsvísu til að skilgreina ákveðið umhverfsimarkmið. Mark- miðið er að úrgangur verði sem minnstur, að allt verði endurnýtt og að hætt verði að ausa rusli á haug- ana, sem munu ef markmiðið næst, heyra sögunni til í framtíðinni. Nú hafa Landvernd, Kvenfélagasam- band Íslands og Vakandi, samtök um vitundarvakningu á sóun mat- væla, tekið höndum saman um að vekja Íslendinga upp af mengandi og dýrum lífsstíl þar sem sóunin spilar stórt hlutverk. Samtökin vinna nú saman undir „Zero Waste“ hugtakinu og hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til að fara í herferð á Íslandi gegn sóun. Stór hluti mánaðarlaunanna fer í ruslið Rannveig Magnúsdóttir hjá Land- vernd er verkefnastýra átaksins. „Við erum á leiðinni í norrænt sam- starf við samtök bæði í Noregi og Danmörku sem hafa unnið ötullega að þessum málum í nokkur ár. Við munum vera með ráðstefnu í haust og bjóða þar upp á mat sem hefði verið sóað annars. Svo ætlar Rakel Garðarsdóttir, framkvæmda- stýra og stofnandi Vakandi, að gera heimildamynd um matarsóun í sumar. Auk þess ætlum við að gefa út matreiðslubók sem kennir meðal annars að nýta afganga og þar að auki verðum við með námskeið til að fræða almenning um matarsó- un,“ segir Rannveig sem telur vit- undarvakningu um matarsóun vera góða leið til að gera fólk meðvitað um umhverfisvernd þar sem mál- efnið tengist öllum heimilum. „Það getur verið erfitt að láta fólk tengja við sóun á auðlindum úti í hinum stóra heimi því það er svo fjarlægt. En persónuleg peningasóun er eitthvað sem flestir tengja betur við. Um leið og þú áttar þig á því að nokkuð stór hluti mánaðarlaunanna þinna fer í ruslið þá ætti það að kveikja áhuga á matarsóun.“ Erum ómeðvituð sem neytendur „Við erum öll bundin ýmsum hugsanavillum þegar við tökum ákvarðanir, og það sama á við um ákvarðanir í matvælainnkaupum eins og um aðrar ákvarðanir,“ segir Ragna Benedikta Garðarsdóttir, lektor í félagssálfræði við Háskóla Íslands. „Fyrir jafn ómerkilega ákvörðun og að kaupa í matinn þá erum við líkleg til að vera háð þessum hugsanavillum. Ef það væri stærri ákvörðun, eins og að kaupa hús eða bíl, þá er maður líklegri til að fara í gegnum kostnaðar- og ábótagreiningu áður en maður kemst að niðurstöðu, en maður gerir það ekki þegar maður kaupir í matinn.“ Ragna bendir þar að auki á að við kaupum mjög oft hluti sem við þurfum ekki þegar við göngum um stórmarkaði. „Við höldum að Framhald á næstu opnu 14 fréttaskýring Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.