Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Page 32

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Page 32
28 SVElTAItST.T ÓRNARMÁl- stjórnarráðsauglýsingu, að barnsmeðlög skuli alis staðar á landinu vera jafnhá barnalífeyri, eins og hann er ákveðinn í tryggingalögunum. - Þegar Trygginga- stofnunin greiðir slíkan barnalífeyri, á hún endurkröfu á hendur barnsföður, svo og á hendur dvalarsveit móður eða framfærslusveit föður. Fjölskyldubætur eru áætlaðar 4.3 millj. 1947. Þessar bætur eru greiddar foreldr- um, sem hai'a á framfæri sínu 4 börn eða fleiri, án tillits til efnahags. Nema bæt- urnar 1200 kr. á ári á 1. verðlagssvæði og 900 kr. á öðru verðlagssvæði fyrir hvert barn innan 10 ára, sem er umfram 3 í fjölskyldunni. Ekkjubætur eru áætlaðar lýa millj. 1947. Hver sú kona, sem verður ekkja innan 07 ára aldurs, á rétt á bótum, 600 kr. á mánuði í 3 mánuði eftir lát mannsins og ]>ar að auki 450 kr. á mánuði í 9 mánuði i viðbót, ef hún hefur börn á framfæri sinu innan 16 ára. - Sé konan orðin 50 ára, þegar lnin verður ekkja eða hættir að taka barnalífeyri, á hún auk þess rétt á nokkrum lífeyri, en hann er mjög mis- hár eftir aldri konunnar, og einnig skal taka tillil lil fjárhagsástæðna liennar við ákvörðun bótanna. Sama rétt á ógift móðir, ef hún er orðin 50 ára, er hún hættir að taka barnalífeyri. Ekkjubætur eru jafnháar á 1. og 2. verðlagssvæði. Fæðingarstyrkur er áællaður 2.6 millj. 1947. Minnsti styrkur er 600 kr. við hverja fæðingu, en stundi móðirin vinnu utan heimilis, er styrkurinn 1500 krónur, ef hún missir kaups i 3 mánuði, 1% mánuð fyrir og 1% mánuð eftir barnsburð. — Auk stvrksins verður Ijósmóðurhjálp greidd, þegar ákvæðin um heilsugæzlu koma lil framkvæmda, en styrk vegna Ijósmóðurhjálpar greiða sjúkrasamlög nú. Sjúkrabætur (öðru nafni sjúkradagpen- ingar) greiðast frá og með 1. júlí 1947 og eru áætlaðar 3 millj. kr. á þvi ári. Sjúkra- bætur eru frá 12—18 kr. á dag eftir verð- lagssvæðum og eftir því, hvort um heim- ilisfeður er að ræða eða ekki. - Bæturn- ar eru því aðeins greiddár, að hinn sjúki hafi orðið fyrir tekjumissi vegna veik- inda, svo mikliun, að hann sé ekki fær um að vinna sér inn 25% meira en dag- peningum nemur, og' mega aldrei fara fram úr % af þeim tekjum, sem binn sjúki hefur misst vegna veikindanna. Launþegar fá dagpeninga frá og með 11. veikindadegi, en aðrir frá og með 6. sjúkraviku. Þó geta framleiðendur með vissum skilyrðum sætt sömu reglum og launþegar, ef atvinnurekstur þeirra hvilir aðallega á eigin vinnu. Utan kaupstaða og kauptúna, þar sem læknar starfa, gildir sú sérregla, að dag- peningar eru ekki greiddir nema hinn sjúki liggi í sjúkrahúsi eða hafi verið rúmfastur. Heimilt er að víkja frá þessu, ef sannað er, að hinn sjúki hafi orðið að taka mann i þjónustu sina vegna sjúkleikans. Sá munur, sem gerður er á rétti manna til dagpeninga, eftir því hvar þeir búa, hefur sætt allmikilli gagnrýni, en lil grundvallar honum liggja veigamiklar á- stæður. Brýna nauðsyn ber til að hafa nákvæml eftirlit með heilsufari og vinnuhæfni þeirra, sem dagpeninga njóta, til þess að fyrirbyggja misnotkun. lltan þeirra staða, þar sem læknar hafa aðsel- ur, er slíkt eftirlit mjög erfitt í fram- kvæind, og þótti því óhjákvæmilegt að setja strangari skilyrði fyrir bótaréttin- um þar, sem svo stendur á. Slysabætur eru áætlaðar 3 milljónir 1947. Um slysabætur gilda i öllum meginat- riðum sömu reglur og eftir núgildandi al- þýðutryggingalögum, og get ég þvi leitt bjá mér að tala um þær. Aftur á móti verður svið slysatrygging- arinnar miklu víðtækara eftir nýju lög- unum en áður var. Eftir alþýðutrygginga- lögunum voru ekki slysatryggðir aðrir en sjómenn, verkamenn og iðnaðarmenn, sem unnu við nánar tiltekirt störf. Eftir nýju lögunum nær slysatrygg-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.