Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Qupperneq 47
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR son hafði kynnt í ffamsögu sinni um viðmiðunarreglur og gjaldskrá vegna nemenda sem vistaðir eru utan lög- heimilissveitarfélags. Þá var að tillögu nefndarinnar samþykkt að tillögu, sem nefndin hafði fengið til umfjöllunar um að tekin yrði upp á ný skipting útsvara milli sveitarfélaga, yrði visað til fulltrúa sambandsins í nefnd um tekjustofna sveitarfélaga samanber frásögn af nefndarstofnun um það efni hér á eftir. Fráveitumál Þá var að tillögu nefndarinnar samþykkt ályktun um. fráveitumál svofelid: Fulltrúaráðið vekur athygli á að vegna mikils kostnað- ar við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga hafa þær orðið mun umfangsminni en ráð var fyrir gert þegar lög um stuðning ríkisins við framkvæmdir sveitarfélaga í frá- veitumálum voru sett á árinu 1995. Því liggur fyrir að mörg sveitarfélög eiga eftir að ráðast í kostnaðarsamar fráveituframkvæmdir til að uppfylla ákvæði settra reglna og alþjóðlegra skuldbindinga sem íslendingar hafa undirgengist og á að vera lokið fyrir árið 2005. Fjárhagslegur stuðningur ríkisins við fráveitufram- kvæmdir sveitarfélaganna er afar mikilsverður fyrir sveitarfélögin þó í raun sé hann einungis endurgreiðsla á virðisaukaskatti sem sveitarfélögin greiða til ríkisins vegna framkvæmdanna þannig að ríkið hagnast ekki á framkvæmdunum með beinum hætti. Ljóst er að ýmsum sveitarfélögum á eftir að reynast örðugt fjárhagslega að ganga frá sínum ffáveitum í sam- ræmi við gildandi ákvæði fyrir umrædd tímamörk. Jafh- framt liggur fyrir að aðstæður í sveitarfélögunum eru mjög misjafnar og kostnaður á hvem íbúa í einstökum sveitarfélögum er mjög breytilegur. Fulltrúaráðið leggur því til eftirfarandi: 1. Fulltrúaráðið telur nauðsynlegt að til komi aukið fé ffá ríkinu í málaflokkinn, að öðrum kosti geta sveit- arfélögin ekki uppfyllt skuldbindingar í ffáveitumál- um innan þeirra tímamarka sem löggjafinn hefúr sett. 2. Tekið verði tillit til misjafnra aðstæðna í sveitarfélög- unum og ffáveituffamkvæmdir styrktar í meira mæli þar sem kostnaður er mikill á hvem íbúa. 3. Heimilt verði að styrkja undirbúningsrannsóknir, hönnun, kostnað við útboð, fjármagns- og lántöku- kostnað. Byggöamál Svofellda ályktun gerði fundurinn í tilefni af þingsályktunartillögu sem Alþingi hafði þá nýlega samþykkt um byggðamál: Fulltrúaráðið tekur undir þingsályktun um stefnu- mörkun í byggðamálum fyrir árið 1998-2001, sem ný- verið var samþykkt á Alþingi. Fulltrúaráðið telur að í þingsályktuninni sé að finna ýmis stefnumarkandi atriði sem lúta að því að styrkja byggðina í landinu með tilteknum aðgerðum og er sam- mála öllum þeim meginatriðum sem þar em tilgreind. í framhaldi af samþykkt þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001 og nýrra stjómskip- unarlaga sem fela í sér breytingu á kjördæmaskipaninni leggur fulltrúaráðið til að skipuð verði sameiginleg fram- kvæmdanefhd ríkis og sveitarfélaga um byggðamál. Auk þess að fjalla almennt um byggðamál hafi nefndin það sérstaka hlutverk að fylgja því effir að mörkuð stefna Al- þingis í byggðamálum og þau fyrirheit um aðgerðir í þeim málum sem gefin eru í þingsályktuninni og í tengslum við væntanlegar breytingar á kjördæmaskipan- inni komist í framkvæmd. Einsetning grunnskólans og grunnskóla- byggingar Þá var að tillögu nefndarinnar gerð svofelld samþykkt um einsetningu grunnskólans og gmnnskólabyggingar: Fulltrúaráðið vísar til þess að nú liggur fyrir að fram- kvæmdir við grunnskólabyggingar vegna einsetningar grunnskólans em mun umfangsmeiri en ráð var fyrir gert þegar gengið var frá samkomulagi milli ríkis og sveitar- félaga um stuðning ríkisins vegna einsetningar grunn- skólanna. Endurskoðaðar áætlanir sveitarfélaganna vegna framkvæmda við gmnnskólabyggingar leiða í ljós að kostnaður við gmnnskólaframkvæmdir verður mun meiri en ráð var fyrir gert þegar samkomulagið var und- irritað og sveitarfélögin em misvel í stakk búin til að mæta þeim kostnaðarauka sem af þeim hlýst. Jafnframt er ljóst að umfang framkvæmda einstakra sveitarfélaga RAFVEITA AKUREYRAR - lýA*Si. l&itÍUtCi. Rafmagnið er öruggtog lyftistöng allra framfara. Rafmagn er hrein orka. Notum því rafmagn sem orkugjafa. Rafkell er umhverfisverndarsinni 1 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.